Fréttatilkynningar

Subscribe to receive news from ESO in your language!
eso1144is — Fréttatilkynning
Lútesía: Sjaldgæf leif frá myndun jarðar
11. nóvember 2011: Nýjar mælingar benda til þess að smástirnið Lútesía sé leif af því efni sem myndaði jörðina, Venus og Merkúríus. Stjörnufræðingar notuðu gögn frá Rósetta geimfari ESA, New Technology Telescope ESO og innrauðum sjónaukum NASA til að komast að þessari niðurstöðu. Efnasamsetning smástirnisins líkist sjaldgæfri tegund loftsteina sem fallið hafa til jarðar og eru taldir hafa myndast innarlega í sólkerfinu. Þetta þýðir að Lútesía hefur á einhverjum tímapunkti, færst úr innra sólkerfinu út í smástirnabeltið milli Mars og Júpíters.
eso1143is — Fréttatilkynning
Mælingar VLT á gammablossa leiðir í ljós óvænta efnasamsetningu vetrarbrauta í hinum unga alheimi
2. nóvember 2011: Alþjóðlegur hópur stjörnufræðinga notaði skammlíft en skært ljós frá fjarlægum gammablossa til að kanna efnasamsetningu vetrarbrauta í órafjarlægð. Mælingarnar voru gerðar með Very Large Telescope ESO og leiddu þær nokkuð mjög óvænt í ljós: Tvær vetrarbrautir í hinum unga alheimi innihalda meira magn af þungum frumefnum en sólin. Hugsanlega eru vetrarbrautirnar tvær að renna saman en slíkir atburður snemma í sögu alheimsins knýr áfram mikla nýmyndun stjarna og gæti komið af stað gammablossum.
eso1142is — Fréttatilkynning
Eris er tvíburi Plútós
26. október 2011: Í fyrsta sinn hafa stjörnufræðingar mælt þvermál Erisar, dvergreikistjörnunnar fjarlægu, mjög nákvæmlega með því að fylgjast með henni ganga fyrir daufa stjörnu. Atburðurinn var sýnilegur í árslok 2010 með sjónaukum í Chile, þar á meðal belgíska TRAPPIST sjónaukanum í stjörnustöð ESO á La Silla. Mælingarnar sýna að Eris er næstum eineggja tvíburi Plútós hvað stærð snertir. Yfirborð Erisar reynist líka mjög bjart sem bendir til þess að það sé allt ísilagt, líklega af völdum frosins lofthjúps. Niðurstöðurnar eru birtar í nýjasta hefti tímaritsins Nature sem kemur út 27. október 2011.
eso1141is — Fréttatilkynning
VISTA finnur nýjar kúluþyrpingar
19. október 2011: Tvær nýfundnar kúluþyrpingar hafa bæst í hóp 158 sem áður þekktust í vetrarbrautinni okkar. Þyrpingarnar fundust á myndum sem teknar voru með VISTA kortlagningarsjónauka ESO í Via Lactea (VVV) verkefninu. Á sama tíma fannst auk þess fyrsta lausþyrpingin sem er langt handan við miðju vetrarbrautarinnar en ljósið frá henni ferðaðist í gegnum þykkt gas og ryk á leið sinni til okkar.
eso1140is — Fréttatilkynning
Líkan í fullri stærð af stærsta spegli heims sett saman á opnu húsi ESO
17. október 2011: Laugardaginn 15. október stóð Stjörnustöð Evrópulanda á suðurhveli (European Southern Observatory, ESO) fyrir opnu húsi í Garching við München í Bæjaralandi í Þýskalandi. Mörg þúsund gestir tóku þar þátt í gerð líkans í raunstærð af stærsta fyrirhugaða spegli heims — spegli European Extremely Large Telescope (E-ELT) — og fengu innsýn í starfsemi ESO.
eso1139is — Fréttatilkynning
ESO og Chile undirrita samkomulag um E-ELT
13. október 2011: Við athöfn sem fram fór í Santiago í Chile í dag undirrituðu Alfredo Moreno, utanríkisráðherra Chile, og Tim de Zeeuw, framkvæmdarstjóri ESO, samkomulag um European Extremely Large Telescope. Þetta samkomulag milli ESO og ríkisstjórnar Chile felur í sér gjöf á landi undir sjónaukann, vernd svæðisins í kringum hann til langframa og stuðning ríkisstjórnar Chile fyrir uppbyggingu E-ELT.
eso1138is — Fréttatilkynning
Fjarlægar vetrarbrautir sýna hvernig alheimsþokunni létti
12. október 2011: Með hjálp Very Large Telescope ESO hafa stjörnufræðingar séð aftur í árdaga alheims um það bil þegar hann var að verða gegnsær fyrir útfjólubláu ljósi. Þetta stutta en afdrifaríka skeið í sögu alheims sem kallað er endurjónunarskeiðið, stóð yfir fyrir um 13 milljörðum ára. Með því að rannsaka gaumgæfilega nokkrar af fjarlægustu vetrarbrautum sem sést hafa í alheimi, gátu stjörnufræðingar í fyrsta sinn dregið upp þá atburðarás sem átti sér stað á endurjónunarskeiðinu. Stjörnufræðingarnir hafa líka sýnt að ferlið hlýtur að hafa tekið skemmri tíma en áður var talið.
eso1137is — Fréttatilkynning
ALMA opnar augun
3. október 2011: Flóknasta stjörnustöð mannkyns á jörðu niðri, Atacama Large Millimeter/submillimeter Array (ALMA), hefur formlega verið tekin í notkun. Þótt sjónaukinn sé enn í smíðum sýnir fyrsta mynd hans alheim sem hvorki sést í sýnilegu né innrauðu ljósi. Mörg þúsund vísindamenn frá öllum heimshornum hafa keppst um að vera meðal þeirra fyrstu sem fá tækifæri til að kanna dimmustu, köldustu, fjarlægustu og best földu svæði alheims með þessum nýja sjónauka.
eso1136is — Fréttatilkynning
Spælt augnakonfekt
28. september 2011: Stjörnufræðingar hafa notað Very Large Telescope ESO og tekið mynd af risavaxinni stjörnu sem fellur í einn sjaldgæfasta flokk stjarna í alheiminum, gulra reginrisa. Nýja myndin er sú besta sem tekin hefur verið af stjörnu í þessu flokki og sýnir í fyrsta sinn tvær stórar rykskeljar sem umlykja reginrisann í miðjunni. Stjarnan og skeljarnar minna óneitanlega á eggjahvítu í kringum eggjarauðu en einmitt þess vegna gáfu stjörnufræðingar henni nafnið Spæleggsþokan.
eso1135is — Fréttatilkynning
Bálreiður fugl á himnum
21. september 2011: Hér sést Lambda Centauri þokan, glóandi vetnisský og þyrping nýmyndaðra stjarna í stjörnumerkinu Mannfáknum, á mynd sem tekin var með Wide Field Imager á 2,2 metra MPG/ESO sjónaukanum. Þokan er einnig þekkt sem IC 2944 en er stundum kölluð Kjúklingaþokan því margt fólk telur sig sjá fugl í björtustu svæðum hennar.
eso1134is — Fréttatilkynning
HARPS finnur 50 fjarreikistjörnur
12. september 2011: Í dag tilkynntu stjörnufræðingar sem notað hafa HARPS mælitæki ESO, um uppgötvun á yfir 50 áður óþekktum fjarreikistjörnum, þar á meðal 16 risajörðum en af þeim er ein við brún lífbeltisins í sínu sólkerfi. Stjörnufræðingarnir hafa rannsakað eiginleika allra reikistjarna sem fundist hafa hingað til með HARPS og fundið út að um 40% stjarna sem svipar til sólarinnar búa yfir að minnsta kosti einni reikistjörnu sem er léttari en Satúrnus.
eso1133is — Fréttatilkynning
Ungar stjörnur baða sig í sviðsljósinu
7. september 2011: New Technology Telescope (NTT) ESO hefur tekið glæsilega mynd af lausþyrpingunni NGC 2100. Þessi bjarta stjörnuþyrping er um 15 milljón ára gömul og að finna í Stóra Magellansskýinu sem er nálæg fylgivetrarbraut okkar eigin vetrarbrautar. Í kringum þyrpinguna er glóandi gas Tarantúluþokunnar sem er skammt frá.
eso1132is — Fréttatilkynning
Stjarnan sem ætti ekki að vera til
31. ágúst 2011: Hópur evrópskra stjörnufræðinga hefur með hjálp Very Large Telescope (VLT) ESO fundið stjörnu í vetrarbrautinni okkar sem margir töldu að gæti ekki verið til. Stjörnufræðingarnir komust að því að stjarnan er næstum eingöngu úr vetni og helíni og inniheldur önnur frumefni í ótrúlega litlu magni. Þessi efnasamsetning þýðir að stjarnan er á „forboðna svæðinu“ í kenningum um myndun stjarna, hún hefði í raun aldrei átt að geta orðið til. Greint er frá þessum niðurstöðum í nýjasta hefti tímaritsins Nature sem kom út 1. september 2011.
eso1131is — Fréttatilkynning
VLT horfir í augu meyjunnar
24. ágúst 2011: Þessa glæsilegu mynd af fallegu en óvenjulegu vetrarbrautapari sem kallað hefur verið Augun, var tekin með Very Large Telescope ESO. Stærri vetrarbrautin, NGC 4438, var eitt sinn þyrilþoka en hefur afmyndast vegna árekstra við aðrar vetrarbrautir á síðustu nokkur hundruð milljónum ára. Þetta er fyrsta myndin í Cosmic Gems verkefni ESO, framtaki sem ESO hefur veitt tíma í sjónaukum samtakanna í þeim tilgangi að miðla vísindum til almennings.
eso1130is — Fréttatilkynning
Risvaxinn geimhnoðri glóir að innan
17. ágúst 2011: Rannsóknir sem gerðar voru með Very Large Telescope ESO hafa varpað ljósi á uppruna mikillar orku sem berst úr stóru en sjaldgæfu glóandi gasskýi snemma í sögu alheimsins. Í fyrsta sinn hafa athuganir sýnt að orkan sem kemur frá risavöxnum „Lyman-alfa hnoðra“ — einum stærstu stöku fyrirbærum sem vitað er um í alheiminum — megi rekja til vetrarbrauta í miðju hans. Niðurstöðurnar eru birtar í nýjasta hefti tímaritsins Nature sem kom út 18. ágúst.
eso1129is — Fréttatilkynning
Þyrilþoka í Ljóninu
10. ágúst 2011: Hér sést þyrilþokan NGC 3521 sem er í um 35 milljón ljósára fjarlægð í stjörnumerkinu Ljóninu á mynd sem tekin var með Very Large Telescope ESO. Vetrarbrautin er um 50.000 ljósár á breidd og geymir bjartan og þéttan kjarna sem er umlukinn fallegum þyrilörmum.
eso1128is — Fréttatilkynning
VISTA finnur 96 stjörnuþyrpingar faldar á bakvið ryk
3. ágúst 2011: Í gögnum VISTA sem er innrauður kortlagningarsjónauki ESO í Paranal stjörnustöðinni, hefur alþjóðlegur hópur stjörnufræðinga fundið 96 nýjar lausþyrpingar faldar á bakvið ryk í vetrarbrautinni okkar. Þyrpingarnar eru allar litlar og daufar og sáust því ekki í eldri kortlagningum. Þær sáust hins vegar greinilega með næmum innrauðum mælitækjum stærsta kortlagningarsjónauka heims. Þetta er í fyrsta sinn sem svo margar litlar og daufar þyrpingar hafa fundist í einu vetfangi.
eso1127is — Fréttatilkynning
Evrópskt ALMA loftnet færir heildarfjölda loftneta á Chajnantor upp í 16
28. júlí 2011: Þann 27. júlí 2011 náði fyrsta evrópska loftnetið í Atacama Large Millimeter/submillimeter Array (ALMA) nýjum hæðum er það var flutt upp í starfsstöð sjónaukans á Chajnantor sléttunni sem er í 5.000 metra hæð yfir sjávarmáli. Loftnetið er 12 metra breitt og bætist í hóp fimmtán annarra loftneta sem alþjóðlegir aðstandendur ALMA verkefnisins hafa lagt til. Loftnetin eru því orðin 16 talsins.
eso1126is — Fréttatilkynning
VST skoðar Ljónsþríeykið og enn fjarlægari fyrirbæri
27. júlí 2011: ESO hefur birt nýja og stóra mynd sem tekin var með OmegaCAM á VLT Survey Telescope (VST) í Paranal stjörnustöð ESO. Á henni sést bjart vetrarbrautaþríeyki í stjörnumerkinu Ljóninu en daufu fyrirbærin í bakgrunni vekja þó meiri athygli stjörnufræðinga en vetrarbrautirnar í forgrunni. Mynd VST af þessum daufu fyrirbærum er til vitnis um getu sjónaukans og OmegaCAM til að kortleggja fjarlæg fyrirbæri í alheiminum.
eso1125is — Fréttatilkynning
Stjarnfræðileg risabóla
20. júlí 2011: Þessi fallega mynd er af geimþoku umhverfis stjörnuþyrpinguna NGC 1929 í Stóra Magellansskýinu, fylgivetrarbraut okkar. Myndin var tekin með Very Large Telescope. Þokan sem yfirgnæfir þetta stjörnumyndunarsvæði er geysistórt dæmi um það sem stjörnufræðingar nefna risabólur. Bólan myndaðist af völdum vinda frá ungum, björtum stjörnum og höggbylgna frá sprengistjörnum.
Niðurstöður 161 til 180 af 1058