Fréttatilkynningar

Gerstu áskrifandi að fréttapóstlista
eso1246is — Fréttatilkynning
Dvergreikistjörnuna Makemake skortir lofthjúp
21. nóvember 2012: Stjörnufræðingar hafa notað þrjá sjónauka í stjörnustöðvum ESO í Chile til að fylgjast með dvergreikistjörnunni Makemake þegar hún gekk fyrir og myrkvaði fjarlæga stjörnu. Mælingarnar nýju gerðu stjörnufræðingunum kleift að kanna í fyrsta sinn hvort Makemake sé umlukin lofthjúpi. Þessi helkaldi hnöttur er á braut um sólina fyrir utan ytri reikistjörnurnar og var talinn búa yfir lofthjúpi eins og Plútó (eso0908) en nú hefur komið í ljós að svo er ekki. Stjörnufræðingarnir mældu einnig eðlismassa Makemake í fyrsta skipti. Niðurstöðurnar verða birtar í nýjasta hefti tímaritsins Nature sem kemur út 22. nóvember.
eso1245is — Fréttatilkynning
Týnd í geimnum: Reikistjarna á flandri fundin?
14. nóvember 2012: Stjörnufræðingar sem notuðu Very Large Telescope ESO og Canada-France-Hawaii sjónaukann hafa fundið hnött sem er líklega reikistjarna á flandri um geiminn án móðurstjörnu. Þetta er áhugaverðasta hugsanlega reikistjarna sem fundist hefur á reki hingað til, enda nálægasta fyrirbæri af þessu tagi við sólkerfið okkar eða í um 100 ljósára fjarlægð. Nálægðin og vöntun á bjartri stjörnu í nágrenninu gerði hópnum kleift að rannsaka lofthjúpinn í smáatriðum. Fyrirbærið veitir stjörnufræðingunum sýnishorn af þeim fjarreikistjörnum sem reynt verður að ljósmynda með tækjabúnaði framtíðarinnar.
eso1244is — Fréttatilkynning
Geimúðarar útskýrðir
8. nóvember 2012: Stjörnufræðingar sem notuðu Very Large Telescope ESO hafa uppgötvað tvær stjörnur á braut um hvor aðra í miðju harla óvenjulegrar hringþoku. Niðurstöðurnar staðfesta gamla, umdeilda kenningu um það sem ræður glæsilegu og samhverfu útliti efnisins sem þýtur út í geiminn. Niðurstöðurnar eru birtar í nýjasta hefti tímaritsins Science sem kom út 9. nóvember 2012.
eso1243is — Fréttatilkynning
Stjörnur gamlar og nýjar?
31. október 2012: Þessi litríka mynd af kúluþyrpingunni NGC 6362 var tekin með Wide Field Imager á 2,2 metra MPG/ESO sjónaukanum í La Silla stjörnustöð ESO í Chile. Myndin er, ásamt nýrri mynd af miðsvæðinu frá Hubble geimsjónauka NASA og ESA, sú besta sem til er af þessari lítt þekktu þyrpingu. Kúluþyrpingar eru að mestu úr aldurhnignum stjörnum í tugþúsundatali en geyma líka stjörnur sem virðast óvenju unglegar.
eso1242is — Fréttatilkynning
84 milljónir stjarna og fer fjölgandi
24. október 2012: Alþjóðlegur hópur stjörnufræðinga hefur notað níu gígapixla ljósmynd frá VISTA, innrauða kortlagningarsjónaukanum í Paranal stjörnustöð ESO, til að skrásetja meira en 84 milljónir stjarna við miðju okkar vetrarbrautar. Þessi risavaxni gagnagrunnur geymir tíu sinnum fleiri stjörnur en eldri söfn og markar stórt skref fram á við í skilningi okkar á vetrarbrautinni. Með myndinni fáum við magnaða þysjanlega mynd af miðsvæðum vetrarbrautarinnar. Myndin er svo stór að ef hún væri prentuð út í sömu upplausn og venjuleg bók, yrði hún 9 metra löng og 7 metra há.
eso1241is — Fréttatilkynning
Reikistjarna fundin í nálægasta stjörnukerfi við jörðina
16. október 2012: Evrópskir stjörnufræðingar hafa fundið reikistjörnu, álíka massamikla og jörðin, á braut um stjörnu í Alfa Centauri kerfinu — nálægasta stjörnukerfi við jörðina. Reikistjarnan er jafnframt sú léttasta sem fundist hefur í kringum stjörnu á borð við sólina. Reikistjarnan fannst með HARPS mælitækinu á 3,6 metra sjónaukanum í La Silla stjörnustöð ESO í Chile. Niðurstöðurnar verða birtar í vefútgáfu tímaritsins Nature þann 17. október 2012.
eso1240is — Fréttatilkynning
Hátíðarkvöldverður í tilefni 50 ára afmælis Stjörnustöðvar Evrópulanda á suðurhveli
12. október 2012: Fimmtudagskvöldið 11. október 2012 fór fram hátíðarkvölverður í Kaisersaal salnum í Residenz höllinni í Munchen í Þýskalandi í tilefni af 50 ára afmæli Stjörnustöðvar Evrópulanda á suðurhveli.
eso1239is — Fréttatilkynning
ALMA sér óvænta þyrilmyndun
10. október 2012: Stjörnufræðingar sem notuðu Atacama Large Millimeter/submillimeter Array (ALMA) hafa uppgötvaði óvænta þyrilmyndun í efni sem umlykur aldna stjörnu, R Sculptoris. Þetta er í fyrsta sinn sem myndun af þessu tagi, auk ytri kúluskeljar, hefur fundist umhverfis rauða risastjörnu. Ennfremur er þetta í fyrsta sinn sem stjörnufræðingar gætu fengið þrívíðar upplýsingar um slíka þyrilmyndun. Formið sérkennilega myndaðist líklega vegna fylgistjörnu sem er á braut um rauða risann. Þetta eru meðal fyrstu vísindalegu niðurstaða frá ALMA en greint er frá þeim í tímaritinu Nature í þessari viku.
eso1238is — Fréttatilkynning
ESO fagnar 50 ára afmæli sínu
5. október 2012: Í dag, 5. október 2012, heldur Stjörnustöð Evrópulanda á suðurhveli (ESO) upp á að 50 ár eru liðin frá því, að stofnsáttmáli samtakanna var undirritaður. Síðastliðna hálfa öld hefur ESO orðið öflugasta stjörnustöð heims. Í morgun var í fyrsta sinn tekin ljósmynd með Very Large Telescope ESO af fyrirbæri sem almenningur valdi. Vinningshafinn í afmælisleik ESO beindi VLT í átt að Þórshjálmsþokunni glæsilegu og voru athuganirnar sýndar í beinni útsendingu á netinu. Í tilefni afmælisins hafa ESO og samstarfsaðilar skipulagt marga aðra viðburði í ríkjunum fimmtán sem eiga aðild að ESO.
eso1237is — Fréttatilkynning
Litríkur geimmávur
26. september 2012: Á þessari nýju mynd frá La Silla stjörnustöð ESO sést hluti af stjörnumyndunarsvæði sem hefur verið kallað Mávaþokan. Þetta gasský, sem ber formlega heitið Sharpless 2-292, minnir á höfuð mávs sem skín skært fyrir tilverknað orkuríkrar geislunar frá heitum, ungum stjörnum sem leynast í hjarta skýsins. Myndin var tekin með Wide Field Imager á 2,2 metra MPG/ESO sjónaukanum.
eso1236is — Fréttatilkynning
Himneskur nornakústur?
12. september 2012: Blýantsþokan prýðir þessa nýju mynd frá La Silla stjörnustöð ESO í Chile. Þetta sérkennilega glóandi gasský er hluti af risavöxnum hring sem er leifar stjörnu sem sprakk fyrir um 11.000 árum. Myndin var tekin með Wide Field Imager á 2,2 metra MPG/ESO sjónaukanum.
eso1235is — Fréttatilkynning
Leyndardómsfull þyrping
5. september 2012: Messier 4, glæsileg kúluþyrping, prýðir þessa nýju mynd frá La Silla stjörnustöð ESO í Chile. Þessi bolti úr tug þúsundum stjarna er ein nálægasta og mest rannsakaða kúluþyrping himins en nýlegar rannsóknir hafa sýnt, að ein af stjörnum hennar hefur sérkennilega og óvænta eiginleika og býr yfir leyndarmálinu á bak við eilífa æsku.
eso1234is — Fréttatilkynning
Sæt niðurstaða ALMA
29. ágúst 2012: Hópur stjörnufræðinga sem notaði Atacama Large Millimeter/submillimeter Array (ALMA) hefur fundið sykursameindir í gasþoku í kringum unga stjörnu sem líkist sólinni okkar. Þetta er í fyrsta sinn sem sykur finnst í geimnum umhverfis slíka stjörnu. Uppgötvunin sýnir að byggingareiningar lífs eru á réttum stað á réttum tíma til þess að reikistjörnur, sem eru að myndast í kringum stjörnuna, geti innihaldið þær.
eso1233is — Fréttatilkynning
Ceci N’est Pas Une Pipe
15. ágúst 2012: Rétt eins og þegar René Magritte skrifaði „Þetta er ekki pípa“ á frægt málverk sitt, er þessi mynd heldur pípa. Hún sýnir hluta af stóru rykskýi í geimnum sem kallast Pípuþokan. Þessi nýja mynd er af því sem einnig kallast Barnard 59 en hún var tekin með Wide Field Imager á 2,2 metra MPG/ESO sjónaukanum í stjörrnustöð ESO í La Silla. Fyrir tilviljun birtist myndin á 45 ára ártíð málarans.
eso1232is — Fréttatilkynning
Veldu það sem VLT skoðar og Tístaðu þig í heimsókn til VLT!
8. ágúst 2012: ESO byggir og starfrækir marga af öflugustu sjónaukum heims, þar á meðal Very Large Telescope (VLT) í Paranal stjörnustöðinni. Með þessum risavélum höfum við gert margar heillandi uppgötvanir um alheiminn. Nú, í fyrsta sinn í sögu sjónaukans, getur þú ákveðið hvert beina á augum VLT eða unnið frábæra ferð til Atacamaeyðimerkurinnar í Chile og aðstoðað sjálf(ur) við myndatökuna.
eso1231is — Fréttatilkynning
Blár svelgur í Fljótinu
1. ágúst 2012: Vetrarbrautin NGC 1187 prýðir þessa nýju mynd sem tekin var með Very Large Telescope ESO. Þessi fallega þyrilvetrarbraut er í um 60 milljóna ljósára fjarlægð frá jörðinni í stjörnumerkinu Fljótinu. Í NGC 1187 hafa orðið tvær sprengistjörnur síðastliðin þrjátíu ár, síðast árið 2007. Þessi mynd af vetrarbrautinni er sú nákvæmasta sem tekin hefur verið.
eso1230is — Fréttatilkynning
Björtustu stjörnurnar lifa sjaldnast einar
26. júlí 2012: Ný rannsókn, þar sem stuðst var við gögn frá Very Large Telescope (VLT) ESO, sýnir að flestar björtustu og massamestu stjörnur alheims, sem knýja áfram þróun vetrarbrauta, verja jafnan ævi sinni með annarri stjörnu. Næstum þrír fjórðu þessara stjarna eiga sér mjög nána förunauta sem er miklu meira en áður var talið. Í flestum pörunum ríkir sundrandi víxlverkun milli stjarnanna, þ.e.a.s. efni flyst frá einni stjörnu til hinnar, auk þess sem talið er að einn þriðji muni að lokum renna saman í eina stjörnu, sem kemur á óvart. Greint er frá þessum niðurstöðum í tímaritinu Science sem kom út 27. júlí 2012.
eso1229is — Fréttatilkynning
APEX tekur þátt í skörpustu mælingum sem gerðar hafa verið
18. júlí 2012: Alþjóðlegur hópur stjörnufræðinga hefur rannsakað hjarta fjarlægs dulstirnis með meiri skerpu en nokkru sinni fyrr, eða tveimur milljón sinnum meiri en mannsaugað. Mælingarnar voru gerðar með því að tengja Atacama Pathfinder Experiment (APEX) sjónaukann [1] saman við tvo aðra sjónauka í annarri heimsálfu. Þetta er í fyrsta sinn sem þetta hefur verið gert og er mikilvægur áfangi í átt að markmiðum „Event Horizon Telescope“ verkefnisins [2]: Að taka mynd af risasvartholum í miðju okkar vetrarbrautar og öðrum.
eso1228is — Fréttatilkynning
Stjörnufræðingar sjá dimmar vetrarbrautir frá árdögum alheims í fyrsta sinn
11. júlí 2012: Í fyrsta sinn hafa stjörnufræðingar greint dimmar vetrarbrautir frá árdögum alheimsins. Þessi fyrirbæri — sem eru gasríkar vetrarbrautir án stjarna — marka fyrstu stigin í myndun vetrarbrauta sem kenningar stjörnufræðinga spá fyrir um en hafa aldrei sést fyrr en nú. Með hjálp Very Large Telescope ESO, hefur alþjóðlegum hópi stjörnufræðinga tekist að sjá þessi daufu fyrirbæri með því að greina bjarmann sem þau gefa frá sér þegar dulstirni lýsa þau upp.
eso1227is — Fréttatilkynning
Ný leið til að kanna lofthjúpa fjarreikistjarna
27. júní 2012: Í fyrsta sinn hafa stjörnufræðingar notað nýja og snjalla tækni til að rannsaka lofthjúp fjarreikistjörnu í smáatriðum — jafnvel þó hún gangi ekki fyrir móðurstjörnuna. Alþjóðlegt teymi stjörnufræðinga notaði Very Large Telescope ESO til að greina með beinum hætti, dauft ljós frá reikistjörnunni Tau Boötis b. Stjörnufræðingarnir rannsökuðu lofthjúp reikistjörnunnar og mældu braut hennar og massa nákvæmlega í fyrsta sinn og leystu um leið 15 ára gamla ráðgátu. Hópurinn komst óvænt að því, að efri lög lofthjúpsins eru kaldari en búist var við. Niðurstöðurnar verða birtar í tímaritinu Nature sem kemur út 28. júní 2012.
Niðurstöður 101 til 120 af 261