Fréttatilkynningar

Subscribe to receive news from ESO in your language!
eso1323is — Fréttatilkynning
Lág-natríumkúr lykillinn að háum aldri stjarna
29. maí 2013: Stjörnufræðingar hafa lengst af búist við því að stjörnur sem líkjast sólinni varpi mestum hluta lofthjúps síns út í geiminn undir lok ævinnar. Nýjar mælingar sem gerðar voru á stórri stjörnuþyrpingu með hjálp Very Large Telescope ESO sýna að meirihluti stjarna sem rannsakaðar voru, komust aldrei á þetta stig á ævi sinni — öfugt við það sem búist var við. Stjörnufræðingarnir komust að því, að magn natríums í stjörnunum bendir sterklega til þess hvernig þær enda ævi sína.
eso1322is — Fréttatilkynning
Very Large Telescope ESO fagnar góðum árangri í 15 ár
23. maí 2013: Með þessari nýju og glæsilegu mynd af stjörnumyndunarsvæði heldur ESO upp fimmtán árangursrík ár Very Large Telescope — þróaðasta stjörnusjónauka heims. Á myndinni sjást þykkir rykhnoðrar fyrir framan bleikglóandi gasský sem stjörnufræðingar nefna IC 2944. Dökku ógegnsæju klessurnar minna einna helst á blekdropa sem fljóta í jarðarberjakokteil. Lögun þeirra er mótuð af öflugri geislun sem berst frá björtum nálægum ungum stjörnum.
eso1321is — Fréttatilkynning
Dulin slæða í Óríon
15. maí 2013: Á þessari nýju og glæsilegu mynd af geimþoku í stjörnumerkinu Óríon sést það sem virðist vera logandi slæða á himinhvolfinu. Appelsínugula bjarmann má rekja til daufrar birtu sem berst frá köldum rykögnum í geimnum, á bylgjulengd sem er of löng til að mannsaugað fái greint. Myndin var tekin með Atacama Pathfinder Experiment (APEX) sjónaukanum sem ESO starfrækir í Chile.
eso1320is — Fréttatilkynning
Ringulreið í stjörnumyndunarsvæði
2. maí 2013: Þessi glæsilega mynd af NGC 6559 var tekin með danska 1,54 metra sjónaukanum í La Silla stjörnustöð ESO í Chile. Myndin sýnir vel þá ringulreið sem ræður ríkjum þegar stjörnur verða til í sameindaskýjum í geimnum.
eso1319is — Fréttatilkynning
Einstein hafði rétt fyrir sér — hingað til
25. apríl 2013: Stjörnufræðingar sem notuðu Very Large Telescope ESO og útvarpssjónauka víða um heim, hafa fundið og rannsakað sérkennilegt tvístirni sem samanstendur af massamestu nifteindastjörnu sem fundist hefur hingað til og hvítri dvergstjörnu sem hringsólar um hana. Þetta nýja og furðulega tvístirni gerir mönnum kleift að gera prófanir á almennu afstæðiskenningu Einsteins sem áður voru ómögulegar. Hingað til hafa mælingarnar komið nákvæmlega heim og saman við spár afstæðiskenningarinnar en brjóta í bága við sumar aðrar óhefðbundnari kenningar. Niðurstöðurnar eru birtar í tímaritinu Science sem kemur út 26. apríl 2013.
eso1318is — Fréttatilkynning
ALMA staðsetur ungar vetrarbrautir á mettíma
17. apríl 2013: Hópur stjörnufræðinga hefur notað ALMA (Atacama Large Millimeter/submillimeter Array) sjónaukann nýja til að staðsetja meira en 100 frjósamar hrinuvetrarbrautir frá árdögum alheims. Geta ALMA er slík að á örfáum klukkustundum gerði sjónaukinn jafnmargar mælingar á vetrarbrautunum og gerðar hafa verið með öllum öðrum sambærilegum sjónaukum í heiminum samanlagt í meira en áratug.
eso1317is — Fréttatilkynning
Drungaleg, græn bóla
10. apríl 2013: Á þessari nýju og forvitnilegu mynd frá Very Large Telescope ESO sést grænglóandi hringþoka, IC 1295, sem umlykur daufa, deyjandi stjörnu í um 3.200 ljósára fjarlægð frá jörðinni í stjörnumerkinu Skildinum. Þetta er nákvæmasta mynd sem tekin hefur verið af þessu fyrirbæri.
eso1316is — Fréttatilkynning
Ungar, heitar og bláar
27. mars 2013: Þessar fallegu björtu, bláu stjörnur tilheyra þyrpingunni NGC 2547, hópi nýmyndaðra stjarna í stjörnumerkinu Seglinu. Myndin var tekin með Wide Field Imager á 2,2 metra MPG/ESO sjónaukanum í La Silla stjörnustöð ESO í Chile.
eso1315is — Fréttatilkynning
Þyrilvetrarbraut prýdd dofnandi sprengistjörnu
20. mars 2013: Í um 35 milljón ljósára fjarlægð frá Jörðinni, í stjörnumerkinu Fljótinu, er þyrilvetrarbrautin NGC 1637. Árið 1999 hýsti þessi annars kyrrláta þyrilvetrarbraut mjög bjarta sprengistjörnu. Stjörnufræðingar sem rannsökuðu eftirhreytur sprengingarinnar með Very Large Telescope ESO í Paranal stjörnustöðinni í Chile tóku þessa glæsilegu mynd af þessari tiltölulega nálægu vetrarbraut.
eso1314is — Fréttatilkynning
Krónprinshjón Danmerkur heimsækja Paranal stjörnustöð ESO
15. mars 2013: Þann 14. mars 2013 heimsótti hans hátign, krónprinsinn af Danmörku og eiginkona hans, krónprinsessan, Paranal stjörnustöð ESO í opinberri heimsókn sinni til Chile. Í Paranal nutu þau leiðsagnar framkvæmdarstjóra ESO, Tim de Zeeuw, um aðstöðu ESO sem er í heimsflokki.
eso1313is — Fréttatilkynning
ALMA endurskrifar fæðingarsögu stjarna í alheiminum
13. mars 2013: Mælingar Atacama Large Millimeter/submillimeter Array (ALMA) hafa leitt í ljós að öflugustu hrinur stjörnumyndunar í alheiminum urðu mun fyrr en áður var talið. Þessar niðurstöður birtast í nokkrum greinum í tímaritunum Nature þann 14. mars 2013 og Astrophysical Journal. Rannsóknin er nýjasta dæmið um uppgötvanir ALMA, nýrrar alþjóðlegrar stjörnustöðvar, sem var formlega tekin í notkun í dag.
eso1312is — Fréttatilkynning
Vígsla ALMA markar upphaf nýrra tíma í stjarnvísindum
13. mars 2013: Á afskekktum stað í Andesfjöllum Chile fór í dag fram formleg vígsluathöfn Atacama Large Millimeter/submillimeter Array (ALMA). Með athöfninni lýkur formlega smíði allra stærstu hluta þessa risasjónauka og er hann nú orðinn að fullu starfhæfur. ALMA er samstarfsverkefni Evrópu, Norður Ameríku og austur Asíu í samvinnu við Chile.
eso1311is — Fréttatilkynning
Að mæla alheiminn nákvæmar en nokkru sinni fyrr
6. mars 2013: Eftir mjög nákvæmar athuganir í nærri áratug hefur alþjóðlegum hópi stjörnufræðinga tekist að mæla fjarlægðina til nágrannavetrarbrautar okkar, Stóra Magellansskýsins, með meiri nákvæmni en nokkru sinni fyrr. Þessar nýju mælingar bæta einnig skilning okkar á útþensluhraða alheimsins — Hubblesfastanum — og markar því mikilvægt skref til betri skilnings á hulduorkunni dularfullu sem veldur síauknum útþensluhraða. Stjörnufræðingarnir notuðu sjónauka í La Silla stjörnustöð ESO í Chile og aðra sjónauka víða um heim. Greint er frá niðurstöðunum í tímaritinu Nature sem kom út þann 7. mars 2013.
eso1310is — Fréttatilkynning
Fæðing risareikistjörnu?
28. febrúar 2013: Stjörnufræðingar sem notuðu Very Large Telescope ESO hafa líklega gert fyrstu beinu athuganirnar á reikistjörnu í mótun sem enn er umkringd þykkri gas- og rykskífu. Verði uppgötvunin staðfest mun hún bæta verulega skilning okkar á myndun reikistjarna og gera stjörnufræðingum kleift að prófa kenningar sínar á sjáanlegu fyrirbæri.
eso1309is — Fréttatilkynning
Ryki dustað af humri í geimnum
20. febrúar 2013: Þessi nýja ljósmynd VISTA sjónauka ESO fangar himneskt landslag glóandi gasskýja og dökkra rykslæða í kringum heitar, ungar stjörnur. Ljósmyndin er innrauð og sýnir stjörnumyndunarsvæðið NGC 6357 í nýju ljósi. Myndin var tekin fyrir eitt af verkefnum VISTA sem snýst um að kortleggja uppbyggingu Vetrarbrautarinnar og skýra hvernig hún myndaðist.
eso1308is — Fréttatilkynning
Nýjar vísbendingar um hinn dularfulla uppruna geimgeisla
14. febrúar 2013: Nýjar og mjög nákvæmar mælingar Very Large Telescope (VLT) ESO á þúsund ára gamalli sprengistjörnuleif, hafa leitt fram vísbendingar um uppruna geimgeisla. Í fyrsta sinn benda mælingar til þess, að í sprengistjörnuleifinni séu hraðfleygar agnir sem gætu verið undanfarar geimgeisla. Niðurstöðurnar eru birtar í tímaritinu Science sem kom út þann 14. febrúar 2013.
eso1307is — Fréttatilkynning
„Blekdropi á björtum himni“
13. febrúar 2013: Á þessari mynd Wide Field Imager á 2,2 metra MPG/ESO sjónaukanum í La Silla stjörnustöð ESO í Chile sést björt stjörnuþyrping, NGC 6520 og nágranni hennar, Barnard 86, sérkennileg gekkólaga skuggaþoka. Parið liggur fyrir framan mörgum milljónum skínanadi stjarna úr bjartasta hluta Vetrarbrautarinnar — svæði sem er svo ríkt af stjörnum að varla sést í dökkan himinn á myndinni.
eso1306is — Fréttatilkynning
Vængir Mávaþokunnar
6. febrúar 2013: Á þessari nýju ljósmynd frá ESO sést hluti af skýi úr ryki og glóandi gasi sem nefnist Mávaþokan. Reytingslegu rauðu skýin mynda hluta af „vængjum“ himnesks fugls en á myndinni sést sérkennileg blanda dökkra og rauðglóandi skýja sem vefja sig á milli bjartra stjarna. Myndin var tekin með Wide Field Imager á 2,2 metra MPG/ESO sjónaukanum í La Silla stjörnustöðinni í Chile.
eso1305is — Fréttatilkynning
Háttsettir evrópskir embættismenn heimsækja Paranal
28. janúar 2013: Nokkrir háttsettir evrópskir embættismenn hafa heimsótt Paranal stjörnustöð ESO í norðurhluta Chile síðustu daga í kjölfar CELAC-EU (Community of Latin American and Caribbean States-European Union) ráðstefnunnar. Ráðstefnan, sem er sú stærsta sem Chile hefur skipulagt, fór fram í Santiago vikuna 22.-28. janúar 2013. ESO lék lykilhlutverk í viðburðinum og fékk þar kjörið tækifæri til að kynna starfsemi sína og aðstöðu fyrir fulltrúum aðildarríkja sinna.
eso1304is — Fréttatilkynning
Kveikt í myrkrinu
23. janúar 2013: Á nýrri mynd Atacama Pathfinder Experiment (APEX) sjónaukans í Chile sést fallegt rykský í stjörnumerkinu Óríon. Þótt þessi þéttu geimský virðist dimm í sýnilegu ljósi getur LABOCA myndavél APEX numið varmageislun frá rykinu og fundið felustaði stjarna í mótun. Eitt skýið er þó ekki alveg sem það sýnist.
Niðurstöður 81 til 100 af 1063