Fréttatilkynningar

Gerstu áskrifandi að fréttapóstlista
eso1308is — Fréttatilkynning
Nýjar vísbendingar um hinn dularfulla uppruna geimgeisla
14. febrúar 2013: Nýjar og mjög nákvæmar mælingar Very Large Telescope (VLT) ESO á þúsund ára gamalli sprengistjörnuleif, hafa leitt fram vísbendingar um uppruna geimgeisla. Í fyrsta sinn benda mælingar til þess, að í sprengistjörnuleifinni séu hraðfleygar agnir sem gætu verið undanfarar geimgeisla. Niðurstöðurnar eru birtar í tímaritinu Science sem kom út þann 14. febrúar 2013.
eso1307is — Fréttatilkynning
„Blekdropi á björtum himni“
13. febrúar 2013: Á þessari mynd Wide Field Imager á 2,2 metra MPG/ESO sjónaukanum í La Silla stjörnustöð ESO í Chile sést björt stjörnuþyrping, NGC 6520 og nágranni hennar, Barnard 86, sérkennileg gekkólaga skuggaþoka. Parið liggur fyrir framan mörgum milljónum skínanadi stjarna úr bjartasta hluta Vetrarbrautarinnar — svæði sem er svo ríkt af stjörnum að varla sést í dökkan himinn á myndinni.
eso1306is — Fréttatilkynning
Vængir Mávaþokunnar
6. febrúar 2013: Á þessari nýju ljósmynd frá ESO sést hluti af skýi úr ryki og glóandi gasi sem nefnist Mávaþokan. Reytingslegu rauðu skýin mynda hluta af „vængjum“ himnesks fugls en á myndinni sést sérkennileg blanda dökkra og rauðglóandi skýja sem vefja sig á milli bjartra stjarna. Myndin var tekin með Wide Field Imager á 2,2 metra MPG/ESO sjónaukanum í La Silla stjörnustöðinni í Chile.
eso1305is — Fréttatilkynning
Háttsettir evrópskir embættismenn heimsækja Paranal
28. janúar 2013: Nokkrir háttsettir evrópskir embættismenn hafa heimsótt Paranal stjörnustöð ESO í norðurhluta Chile síðustu daga í kjölfar CELAC-EU (Community of Latin American and Caribbean States-European Union) ráðstefnunnar. Ráðstefnan, sem er sú stærsta sem Chile hefur skipulagt, fór fram í Santiago vikuna 22.-28. janúar 2013. ESO lék lykilhlutverk í viðburðinum og fékk þar kjörið tækifæri til að kynna starfsemi sína og aðstöðu fyrir fulltrúum aðildarríkja sinna.
eso1304is — Fréttatilkynning
Kveikt í myrkrinu
23. janúar 2013: Á nýrri mynd Atacama Pathfinder Experiment (APEX) sjónaukans í Chile sést fallegt rykský í stjörnumerkinu Óríon. Þótt þessi þéttu geimský virðist dimm í sýnilegu ljósi getur LABOCA myndavél APEX numið varmageislun frá rykinu og fundið felustaði stjarna í mótun. Eitt skýið er þó ekki alveg sem það sýnist.
eso1303is — Fréttatilkynning
Ljós úr myrkrinu
16. janúar 2013: Á þessari nýju og glæsilegu mynd ESO sést dökkt ský sem í eru að myndast nýjar stjörnur, auk þyrpingar bjartra stjarna sem hafa þegar yfirgefið rykuga fæðingarstaði sína. Myndin var tekin með 2,2 metra MPG/ESO sjónaukanum í La Silla stjörnustöðinni í Chile og er sú besta sem til er af þessu lítt þekkta fyrirbæri í sýnilegu ljósi.
eso1302is — Fréttatilkynning
Hrærigrautur af framandi stjörnum
10. janúar 2013: Á þessari nýju innrauðu mynd VISTA sjónauka ESO sést kúluþyrpinginn 47 Tucanae í ótrúlegum smáatriðum. Kúluþyrpingin inniheldur milljónir stjarna en í kjarna hennar hreiðra margar framandi stjörnur með óvenjulega eiginleika um sig. Rannsóknir á fyrirbærum í þyrpingum eins og 47 Tucanae gætu hjálpað okkur að skilja hvernig þessar furðustjörnur urðu til og hvernig þær víxlverka. Myndin er afar skörp og djúp vegna stærðar, næmni og staðsetningar VISTA sjónaukans í Paranal stjörnustöðinni í Chile.
eso1301is — Fréttatilkynning
ALMA varpar ljósi á reikistjörnumyndandi gasstrauma
2. janúar 2013: Stjörnufræðingar sem notuðu Atacama Large Millimeter/submillimeter Array (ALMA) sjónaukann hafa í fyrsta sinn komið auga á mjög mikilvægt skref í myndun risareikistjarna: Gríðarmikla gasstrauma sem flæða yfir geil í efnisskífu sem umlykur unga stjörnu. Þetta eru fyrstu beinu mælingarnar á gasstraumum sem þessum en þeir eru taldir myndast fyrir tilverknað risareikistjarna sem svolgra í sig gas þegar þær vaxa. Niðurstöðurnar eru kynntar í grein í tímaritinu Nature sem kom út 2. janúar.
eso1253is — Fréttatilkynning
Allt til reiðu fyrir hálægustu ofurtölvu heims
21. desember 2012: Ein öflugasta ofurtölva heims hefur verið sett upp og prófuð hátt í afskekktum Andesfjöllunum í norðurhluta Chile. Uppsetning tölvunnar markar tímamót í smíði Atacama Large Millimeter/submillimeter Array (ALMA), flóknustu stjörnustöð heims frá upphafi. ALMA ofurtölvan gegnir tilteknu hlutverki en í henni eru meira en 134 milljónir örgjörva og gerir hún allt að 17 billjarða útreikninga á sekúndu sem er sambærilegt við hraða hröðustu almennu ofurtölva heims í dag.
eso1252is — Fréttatilkynning
Stjörnur opinbera leyndardóma unglegs útlits
19. desember 2012: Sumt fólk er fullu fjöri á níræðisaldri á meðan aðrir verða ellihrumir fyrir fimmtugt. Við vitum að öldrum fólks tengist ekki aðeins því hversu gamalt það er í raun og ver, heldur lífsstíl þeirra líka. Í nýrri rannsókn þar sem bæði voru notaðir 2,2 metra MPG/ESO sjónaukinn í La Silla stjörnustöðinni og Hubble geimsjónauki NASA og ESA kom í ljós að hið sama á við um stjörnuþyrpingar.
eso1251is — Fréttatilkynning
24 arma risi kannar bernsku vetrarbrauta
12. desember 2012: Nýtt og öflugt tæki sem kallast KMOS hefur verið prófað á Very Large Telescope ESO í Paranal stjörnustöðinni í Chile með góðum árangri. KMOS er tæki í algjörum sérflokki því með því er hægt að skoða 24 fyrirbæri samtímis í innrauðu ljósi og kanna eiginleika allra í einu. Með tækinu fást nauðsynleg gögn sem hjálpa stjörnufræðingum að skilja hvernig vetrarbrautir uxu og þróuðust í árdaga alheims — miklu hraðar en áður. KMOS er afrakstur samstarfs háskóla og stofnana í Bretlandi og Þýskalandi í samvinnu við ESO.
eso1250is — Fréttatilkynning
Mynd af Kjalarþokunni í tilefni af vígslu VLT Survey Telescope
6. desember 2012: VLT Survey Telescope í Paranal stjörnustöð ESO hefur tekið glæsilega nýja ljósmynd af stjörnumyndunarsvæðinu Kjalarþokunni en hún er nú birt í tilefni af vígslu sjónaukans sem fram fór í Napólí í dag. Myndin var tekin með hjálp Sebastián Piñera, forseti Chile, á meðan heimsókn hans í stjörnustöðina stóð yfir þann 5. júní 2012.
eso1249is — Fréttatilkynning
Bergmál úr fortíð vetrarbrauta
5. desember 2012: Rannsóknir stjörnufræðinga með Very Large Telescope (VLT) ESO, Gemini South sjónaukanum og Canada-France-Hawaii sjónaukanum (CFHT) hafa leitt í ljós nýja tegund vetrarbrauta. Þessar vetrarbrautir eru stundum kallaðar „grænar baunir“ vegna óvenjulegs útlits þeirra en þær skína skært vegna ljóss sem kemur úr nágrenni risasvarthola og eru meðal sjaldséðustu fyrirbæra alheims.
eso1248is — Fréttatilkynning
Jafnvel brúnir dvergar geta haft bergreikistjörnur
30. nóvember 2012: Stjörnufræðingar sem notuðu Atacama Large Millimeter/submillimeter Array (ALMA) hafa í fyrsta sinn komist að því, að í útjöðrum rykskífu umhverfis brúnan dverg eru rykagnir sem eru í kringum millímetri að stærð en slíkar agnir finnast jafnan í þéttari skífum umhverfis nýfæddar stjörnur. Þetta er óvænt uppgötvun sem hefur áhrif á kenningar um myndun bergreikistjarna á stærð við jörðina og bendir til að bergreikistjörnur séu ef til vill miklu algengari í alheiminum en menn áttu von á.
eso1247is — Fréttatilkynning
Mesta útstreymi sem sést hefur frá svartholi
28. nóvember 2012: Stjörnufræðingar sem notuðu Very Large Telescope (VLT) ESO hafa fundið dulstirni með orkuríkasta útstreymi sem sést hefur hingað til en það er að minnsta kosti fimm sinnum öflugra áður hefur sést. Dulstirni eru mjög bjartir kjarnar vetrarbrauta, knúnir áfram af risasvartholum. Mörg þeirra varpa miklu magni efnis frá hýsilvetrarbrautum sínum en þessi útstreymi leika lykilhlutverk í þróun vetrarbrauta. Þar til nú bentu mælingar hins vegar ekki til að útstreymin væru jafn öflug og kenningar spá fyrir um.
eso1246is — Fréttatilkynning
Dvergreikistjörnuna Makemake skortir lofthjúp
21. nóvember 2012: Stjörnufræðingar hafa notað þrjá sjónauka í stjörnustöðvum ESO í Chile til að fylgjast með dvergreikistjörnunni Makemake þegar hún gekk fyrir og myrkvaði fjarlæga stjörnu. Mælingarnar nýju gerðu stjörnufræðingunum kleift að kanna í fyrsta sinn hvort Makemake sé umlukin lofthjúpi. Þessi helkaldi hnöttur er á braut um sólina fyrir utan ytri reikistjörnurnar og var talinn búa yfir lofthjúpi eins og Plútó (eso0908) en nú hefur komið í ljós að svo er ekki. Stjörnufræðingarnir mældu einnig eðlismassa Makemake í fyrsta skipti. Niðurstöðurnar verða birtar í nýjasta hefti tímaritsins Nature sem kemur út 22. nóvember.
eso1245is — Fréttatilkynning
Týnd í geimnum: Reikistjarna á flandri fundin?
14. nóvember 2012: Stjörnufræðingar sem notuðu Very Large Telescope ESO og Canada-France-Hawaii sjónaukann hafa fundið hnött sem er líklega reikistjarna á flandri um geiminn án móðurstjörnu. Þetta er áhugaverðasta hugsanlega reikistjarna sem fundist hefur á reki hingað til, enda nálægasta fyrirbæri af þessu tagi við sólkerfið okkar eða í um 100 ljósára fjarlægð. Nálægðin og vöntun á bjartri stjörnu í nágrenninu gerði hópnum kleift að rannsaka lofthjúpinn í smáatriðum. Fyrirbærið veitir stjörnufræðingunum sýnishorn af þeim fjarreikistjörnum sem reynt verður að ljósmynda með tækjabúnaði framtíðarinnar.
eso1244is — Fréttatilkynning
Geimúðarar útskýrðir
8. nóvember 2012: Stjörnufræðingar sem notuðu Very Large Telescope ESO hafa uppgötvað tvær stjörnur á braut um hvor aðra í miðju harla óvenjulegrar hringþoku. Niðurstöðurnar staðfesta gamla, umdeilda kenningu um það sem ræður glæsilegu og samhverfu útliti efnisins sem þýtur út í geiminn. Niðurstöðurnar eru birtar í nýjasta hefti tímaritsins Science sem kom út 9. nóvember 2012.
eso1243is — Fréttatilkynning
Stjörnur gamlar og nýjar?
31. október 2012: Þessi litríka mynd af kúluþyrpingunni NGC 6362 var tekin með Wide Field Imager á 2,2 metra MPG/ESO sjónaukanum í La Silla stjörnustöð ESO í Chile. Myndin er, ásamt nýrri mynd af miðsvæðinu frá Hubble geimsjónauka NASA og ESA, sú besta sem til er af þessari lítt þekktu þyrpingu. Kúluþyrpingar eru að mestu úr aldurhnignum stjörnum í tugþúsundatali en geyma líka stjörnur sem virðast óvenju unglegar.
eso1242is — Fréttatilkynning
84 milljónir stjarna og fer fjölgandi
24. október 2012: Alþjóðlegur hópur stjörnufræðinga hefur notað níu gígapixla ljósmynd frá VISTA, innrauða kortlagningarsjónaukanum í Paranal stjörnustöð ESO, til að skrásetja meira en 84 milljónir stjarna við miðju okkar vetrarbrautar. Þessi risavaxni gagnagrunnur geymir tíu sinnum fleiri stjörnur en eldri söfn og markar stórt skref fram á við í skilningi okkar á vetrarbrautinni. Með myndinni fáum við magnaða þysjanlega mynd af miðsvæðum vetrarbrautarinnar. Myndin er svo stór að ef hún væri prentuð út í sömu upplausn og venjuleg bók, yrði hún 9 metra löng og 7 metra há.
Niðurstöður 81 til 100 af 256