Fréttatilkynningar

Gerstu áskrifandi að fréttapóstlista
eso1421is — Fréttatilkynning
VLT leysir rykuga ráðgátu
9. júlí 2014: Hópur stjörnufræðinga hefur tekist að fylgjast með stjörnuryki verða til í rauntíma í kjölfar sprengistjörnu. Í fyrsta sinn hafa stjörnufræðingar náð að sýna fram á að þessar geimrykverksmiðjur framleiða ryk í tveimur stigum sem hefjast skömmu eftir sprenginguna og heldur síðan áfram um árabil eftir á. Hópurinn notaði Very Large Telescope (VLT) ESO í norðurhluta Chile til að rannsaka ljós frá sprengistjörnunni SN 2010jl þegar hún var að dofna hægt og bítandi. Niðurstöðurnar eru birtar í vefútgáfu tímaritsins Nature þann 9. júlí 2014.
eso1420is — Fréttatilkynning
Vanþakklát afkvæmi móta og brjóta niður fæðingarstað sinn
2. júlí 2014: Gas- og rykskýið sem hér sést er fremur óþekkt en kallast Gum 15 og er fæðingarstaður og híbýli ungra og hetra stjarna. Stjörnurnar eru fagrar en skaðlegar því þær móta útlit skýsins og munu að lokum, þegar þær komast á fullorðinsaldur, brjóta niður fæðingarstað sinn svo hann hverfur af sjónarsviðinu.
eso1419is — Fréttatilkynning
Sprengt fyrir E-ELT
19. júní 2014: Í dag fór fram athöfn sem markar stórt skref í átt að European Extremely Large Telescope (E-ELT), næsta risasjónauka ESO. Hluti hins 3000 metra háa fjalls Cerro Armazones var sprengdur en með því er byrjað að undirbúa jarðveginn fyrir smíði stærsta sjónauka heims fyrir sýnilegt og innrautt ljós.
eso1418is — Fréttatilkynning
Risasprengingar grafnar í ryki
11. júní 2014: Stjörnufræðingar hafa í fyrsta sinn, með hjálp Atacama Large Millimeter/submillimeter Array (ALMA), kortlagt sameindagas og ryk í hýsilvetrarbrautum gammablossa — orkuríkustu sprenginga alheims. Í ljós kom, nokkuð óvænt, að minna var um gas en búist var við en hins vegar mun meira ryk sem veldur því að sumir gammablossar sýnast dimmari. Niðurstöðurnar verða birtar í Nature þann 12. júní 2014 og markar fyrstu mæliniðurstöður ALMA um gammablossa. Rannsóknin sýnir hve vel í stakk búin ALMA er til að hjálpa okkur að skilja betur þessi dularfullu fyrirbæri.
eso1417is — Fréttatilkynning
SPHERE, myndavél fyrir rannsóknir á fjarreikistjörnum, tekin í notkun
4. júní 2014: SPHERE mælitækinu — Spectro-Polarimetric High-contrast Exoplanet REsearch — hefur verið komið fyrir og tekið í notkun á einum af Very Large Telescope (VLT) ESO í Paranal stjörnustöðinni í Chile. Þetta nýja og öfluga tæki á nýtir ýmiskonar hátækni til finna og rannsaka reikistjörnur utan okkar sólkerfis. Tækið er miklu öflugra en nokkur önnur sambærileg tæki sem eru í notkun og hefur þegar náð glæsilegum myndum af rykskífum í kringum nálægar stjörnur og öðru. SPHERE var þróað og smíðað í samstarfi nokkurra evrópskra stofnana undir forystu Institut de Planétologie et d'Astrophysique de Grenoble í Frakklandi í samvinnu við ESO. Búist er við að tækið bylti vandasömum rannsóknum manna á fjarreikistjörnum og rykskífum í kringum ungar stjörnur.
eso1416is — Fréttatilkynning
Stjörnuþyrping í kjölfar Kjalarins
21. maí 2014: Á þessari nýju og litríku mynd frá 2,2 metra MPG/ESO sjónaukanum í La Silla stjörnustöð ESO í Chile sést stjörnuþyrpingin NGC 3590. Stjörnurnar skína skært fyrir framan tilþrifamikið landslag dökkra rykklumpa og litríkra glóandi gasskýja. Þessi litli stjörnuhópur veitir stjörnufræðingum vísbendingar um myndun og þróun stjarna — sem og vísbendingar um uppbyggingu þyrilarma Vetrarbrautarinnar.
eso1415is — Fréttatilkynning
Ráðgátan um myndun segulstjarna leyst?
14. maí 2014: Segulstjörnur eru sérkennilegar ofurþéttar leifar sprengistjarna. Þær eru segulmögnuðustu fyrirbrin sem vitað er um í alheiminum — mörgum milljón sinnum öflugri en sterkustu seglar á Jörðinni. Hópur evrópskra stjörnufræðinga, sem notaði Very Large Telescope (VLT) ESO, telur sig nú hafa, í fyrsta sinn, fundið förunaut segulstjörnu. Uppgötvunin hjálpar til við að skýra myndun segulstjarna — sem hefur verið mikil ráðgáta í 35 ár — og hvers vegna þessi tiltekna stjarna féll ekki saman og myndaði svarthol eins og stjörnufræðingar hefðu búist við.
eso1414is — Fréttatilkynning
Snúningshraði fjarreikistjörnu mældur í fyrsta sinn
30. apríl 2014: Mælingar sem gerðar voru með Very Large Telescope (VLT) ESO hafa, í fyrsta sinn, leitt i ljós snúningshraða reikistjörnu utan okkar sólkerfis. Sólarhringurinn á fjarreikistjörnunni Beta Pictoris b reyndist aðeins átta klukkustunda langur. Hún snýst því mun hraðar um sjálfa sig en nokkur reikistjarna í sólkerfinu okkar — snúningshraðinn við miðbaug er næstum 100.000 km/klst. Niðurstöðurnar sýna að sömu tengsl eru á milli massa og snúningshraða reikistjarna í sólkerfinu okkar og fjarreikistjarna. Tæknin sem notuð var við rannsóknina mun, í framtíðinni, gera stjörnufræðingum kleift að kortleggja yfirborð fjarreikistjarna með hjálp European Extremely Large Telescope (E-ELT).
eso1413is — Fréttatilkynning
Skarlatsrautt stjörnumyndunarský
16. apríl 2014: Á þessari nýju mynd frá La Silla stjörnustöð ESO í Chile sést gasský úr vetni sem kallast Gum 41. Í miðju þessarar fremur óþekktu geimþoku eru ungar, heitar og skærar stjörnur sem gefa frá sér orkuríka geislum sem örvar vetnisgasið í kring svo það gefur frá sér skarlatsrauðan einkennislit.
eso1412is — Fréttatilkynning
Tilviljanakennd uppröðun myndar demantshring
9. apríl 2014: Stjörnufræðingar sem notuðu Very Large Telescope ESO í Chile tóku þessa fallegu mynd af hringþokunni PN A66 33 — oftast kölluð Abell 33. Þessa fagurbláa kúlulaga þoka varð til þegar öldruð stjarna varpaði ytri lögum sínum frá sér. Fyrir tilviljun er hún í sömu sjónlínu og stjarna í forgrunni og minnir því um margt á demantshring. Þessi stjarnfræðilegi gimsteinn er óvenju samhverfur og er því sem næst kúlulaga á himninum.
eso1411is — Fréttatilkynning
Vetrarbrautagleypir
2. apríl 2014: Á þessari nýju mynd sem tekin var með 2,2 metra MPG/ESO sjónaukanum í La Silla stjörnustöðinni í Chile, sjást tvær harla ólíkar vetrarbrautir: NGC 1316 og nágranni hennar NGC 1317 sem er minni. Báðar eru steinsnar frá hvor annarri í geimnum en saga þeirra er mjög frábrugðin. Litla þyrilvetrarbrautin NGC 1317 tilþrifalausa ævi á meðan NGC 1317 hefur hámað í sig nokkrar aðrar vetrarbrautir í gegnum tíðina eins og sést á henni.
eso1410is — Fréttatilkynning
Hringakerfi finnst í kringum smástirni
26. mars 2014: Athuganir sem gerðar voru frá ýmsum stöðum í Suður Ameríku, þar á meðal La Silla stjörnustöð ESO, hafa óvænt leitt í ljós að fjarlægt smástirni, Chariklo, hefur tvo þétta og mjóa hringa. Smástirnið er fimmta og langminnsta fyrirbærið í sólkerfinu — á eftir risareikistjörnunum Júpíter, Satúrnusi, Úranusi og Neptúnusi — sem hefur hringakerfi. Uppruni hringana er hulin ráðgáta en má hugsanlega rekja til árekstra sem mynduðu rykskífu í kringum smástirnið. Niðurstöðurnar eru birtar í vefútgáfu tímaritsins Nature þann 26. mars 2014.
eso1409is — Fréttatilkynning
VLT skoðar stærsta gula reginrisann
12. mars 2014: Nýlega var Very Large Telescope Interferometer ESO beint að stærstu gulu stjörnunni — stjörnu sem er ein af tíu stærstu stjörnum sem fundist hafa hingað til. Þessi guli reginrisi reyndist meira en 1300 sinnum breiðari en sólin okkar og hluti af tvístirnakerfi, þar sem stjörnurnar liggja svo þétt saman að þær snertast. Mælingarnar spanna meira en sextíu ára tímabil og komu að hluta til frá stjörnuáhugamönnum en þær benda líka til að þessi sjaldgæfa og magnaða stjarna breytist ört og hafi verið gripin glóðvolg á mjög skammvinnu skeiði á ævi sinni.
eso1408is — Fréttatilkynning
Halastjörnuárekstrar skýra óvænta gasklumpa í kringum unga stjörnu
6. mars 2014: Stjörnufræðingar sem notuðu Atacama Large Millimeter/submillimeter Array (ALMA) sjónaukann í norðurhluta Chile, tilkynntu í dag um óvænta uppgötvun á klumpum úr kolmonoxíðsgasi í rykskífunni í kringum Beta Pictoris. Þetta kemur á óvart því búast má við að ljós frá stjörnunni eyði slíku gasi. EItthvað — sennilega tíðir árekstrar lítilla íshnatta eins og halastjarna — hljóta að valda stöðugri endurnýjun á gasinu. Niðurstöðurnar eru birtar í dag í tímaritinu Science.
eso1407is — Fréttatilkynning
MUSE opnar augun
5. mars 2014: Nýstárlegu tæki sem kallast MUSE (Multi Unit Spectroscopic Explorer) hefur verið komið fyrir í Very Large Telescope (VLT) ESO í Paranal stjörnustöðinni í norðurhluta Chile. Í fyrstu mælingalotunni var MUSE beint að fjarlægum vetrarbrautum, björtum stjörnum og ýmsum öðrum fyrirbærum og athuganirnar mjög góðu.
eso1406is — Fréttatilkynning
Demantar í hala Sporðdrekans
19. febrúar 2014: Á þessari nýju ljósmynd sem tekin var úr La Silla stjörnustöð ESO í Chile, sést bjarta stjörnuþyrpingin Messier 7. Þyrpingin sést vel með berum augum við hala stjörnumerkisins Sporðdrekans og er raunar ein mest áberandi lausþyrping stjarna á himninum — sem gerir hana líka að mikilvægu rannsóknarefni stjörnufræðinga.
eso1405is — Fréttatilkynning
Innri gerð smástirnis könnuð í fyrsta sinn
5. febrúar 2014: Fyrstu sönnunargögnin um að smástirni gætu haft mjög breytilega innri gerð hafa fundist með hjálp New Technology Telescope ESO. Með einstaklega nákvæmum mælingum hafa stjörnufræðingar fundið út að mismunandi hlutar smástirnisins Itokawa hafa ólíkan eðlismassa. Fyrir utan að varpa ljósi á ýmsa leyndardóma tengda tilurð smástirnisins, geta upplýsingar um það sem leynist undir yfirborði þess líka sýnt hvað gerist þegar hnettir í sólkerfinu rekast saman og gefið vísbendingar um myndun reikistjarna.
eso1404is — Fréttatilkynning
Fyrsta veðurkortið af brúnum dverg
29. janúar 2014: Alþjóðlegur hópur stjörnufræðinga hefur notað Very Large Telescope ESO til að útbúa fyrsta veðurkortið af nálægasta brúna dvergnum við Jörðina. Stjörnufræðingarnir útbjuggu kort af dökkum og ljósum svæðum í lofthjúpi WISE J104915.57-531906.1B, sem gengur óformlega undir nafninu Luhman 16B og er annar tveggja nýuppgötvaðra brúnna dverga sem mynda par í aðeins sex ljósára fjarlægð frá sólinni. Niðurstöðurnar birtust þann 30. janúar 2014 í tímaritinu Nature.
eso1403is — Fréttatilkynning
Sýnishorn úr fjársjóðskistu kortlagningarsjónauka
22. janúar 2014: Þessa glæsilegu nýju ljósmynd af Lónþokunni var tekin með VLT Survey Telescope (VST) í Paranal stjörnustöð ESO í Chile. Þessi risavaxna gas- og rykþoka hýsir ungar stjörnuþyrpingar og er lýst upp af ungum og mjög skærum stjörnum. Myndin er hluti af verkefni sem snýst um að kortleggja himinninn en alls standa yfir ellefu slík verkefni með sjónaukum ESO. Að lokum verður til mjög umfangsmikið og opinbert gagnsafn fyrir allt stjarnvísindafólk í heiminum.
eso1402is — Fréttatilkynning
Reikistjarna finnst í kringum tvíburasystur sólar í stjörnuþyrpingu
15. janúar 2014: Stjörnufræðingar hafa fundið þrjár reikistjörnur á braut um stjörnur í Messier 67 stjörnuþyrpingunni með HARPS reikistjörnuleitartæki ESO í Chile og fleiri sjónaukum víða um heim. Þótt hingað til hafi yfir þúsund reikistjörnur fundist fyrir utan sólkerfið okkar, hafa örfáar fundist í stjörnuþyrpingum. Ein reikistjarnanna nýju gengur um stjörnu sem er sjaldgæf tvíburasystir sólar — stjarna sem er næstum alveg eins og sólin okkar.
Niðurstöður 21 til 40 af 259