Fréttatilkynningar 2011

Subscribe to receive news from ESO in your language!
eso1113is — Fréttatilkynning
Flugeldasýning deyjandi stjarna
13. apríl 2011: Á þessari mynd af geimþokunni NGC 3582, sem tekin var með Wide Field Imager (WFI) á 2,2 metra MPG/ESO sjónaukanum í stjörnustöð ESO á La Silla, sjást stórar gaslykkjur sem minna um margt á sólstróka. Talið er að deyjandi stjörnur myndi lykkjurnar þegar þær varpa efni frá sér út í geiminn. Á þessu svæði myndast líka nýjar stjörnur sem gefa frá sér sterka útbláa geislun sem lýsir upp þokuna og býr til þessa fallegu flugeldasýningu.
eso1112is — Fréttatilkynning
Forseti Tékklands heimsækir Paranal stjörnustöð ESO
7. apríl 2011: Þann 6. apríl 2011 heimsótti Václav Klaus, forseti Tékklands, Paranal stjörnustöð ESO ásamt konu sinni Liviu Klausová en hún nýtti jafnframt tækifærið til að skoða Cerro Armazones, fyrirhugaða byggingarlóð E-ELT.
eso1111is — Fréttatilkynning
Rósrauður bjarmi stjörnumyndunar
30. mars 2011: Rauða skýið sem sést á þessari nýju ljósmynd Very Large Telescope ESO er glóandi vetni sem umlykur stjörnuþyrpinguna NGC 371. Þetta stjörnumyndunarsvæði er í nágrannavetrarbraut okkar, Litla-Magellanskýinu.
eso1110is — Fréttatilkynning
Tveir svalir brúnir dvergar
23. mars 2011: Athuganir sem gerðar voru með Very Large Telescope European Southern Observatory, auk tveggja annarra sjónauka, benda til þess að kaldasta stjarnan hafi fundist í tvíeyki brúnna dverga. Annar þeirra er álíka heitur og snarpheitur tebolli. Þótt það sé hár hiti á okkar mælikvarða er þetta einstaklega kalt þegar um stjörnu er að ræða. Fyrirbærið er svo kalt að óvíst er hvort flokka beri það með litlum köldum stjörnum, eða stórum heitum reikistjörnum.
eso1109is — Fréttatilkynning
Tilþrifamikil stjörnumyndun
16. mars 2011: Á nýrri nærmynd sem tekin var með Very Large Telescope ESO sjást þau miklu áhrif sem nýmynduð stjarna hefur á gasið og rykið sem myndaði hana. Þótt stjarnan sjálf sjáist ekki á myndinni rekst efni sem hún varpar frá sér á gas- og rykský í kring og myndar undarlegt samspil glóandi hringboga, sletta og ráka.
eso1108is — Fréttatilkynning
Fjarlægasta þroskaða vetrarbrautaþyrpingin
9. mars 2011: Stjörnufræðingar hafa með hjálp fjölda sjónauka á jörðu niðri og úti í geimnum, þar á meðal Very Large Telescope ESO í Paranal stjörnustöðinni í Chile, uppgötvað og mælt fjarlægðina til fjarlægustu þroskuðu vetrarbrautaþyrpingar sem fundist hefur hingað til. Þyrpingin birtist okkur eins og hún leit út þegar alheimurinn var innan við fjórðungur af aldri sínum í dag. Þrátt fyrir það er hún furðulega lík eldri vetrarbrautaþyrpingum sem við sjáum mun nær okkur í alheiminum.
eso1107is — Fréttatilkynning
Rykug skífa NGC 247
2. mars 2011: Hárfín smáatriði í þyrilþokunni NGC 247 og ríkulegur bakgrunnur hennar sjást á þessari mynd sem tekin var með Wide Field Imager á 2,2 metra MPG/ESO sjónaukanum í stjörnustöð ESO í La Silla í Chile. Vetrarbrautin hallar töluvert sem að sögn stjörnufræðinga skýrir hvers vegna fjarlægðin til hennar var lengi vel ofmetin.
eso1106is — Fréttatilkynning
Reikistjarna í mótun?
24. febrúar 2011: Með hjálp Very Large Telescope ESO hefur alþjóðlegum hópi stjarnfræðinga tekist að rannsaka skammlífa efnisskífu sem umlykur unga stjörnu og er á fyrstu stigum þess ferlis að mynda sólkerfi. Hugsanlegt er að í fyrsta sinn hafi mönnum tekist að greina lítinn fylgihnött sem gæti átt sök á stórri geil í skífunni. Frekari rannsóknir munu skera úr um hvort fylgihnötturinn er reikistjarna eða brúnn dvergur.
eso1105is — Fréttatilkynning
Fögur endurskinsþoka
16. febrúar 2011: Á þessari mynd, sem tekin var með Wide Field Imager á 2,2 metra MPG/ESO sjónaukanum í stjörnustöðinni í La Silla í Chile, sést geimþokan Messier 78. Í þokunni eru stjörnurnar sem lýsa hana upp í aukahlutverki. Þær gefa frá sér skært ljós sem rykagnir þokunnar endurvarpa og dreifa svo hún tekur á sig bláan blæ. Igor Chekalin vann til fyrstu verðlauna í Hidden Treasures stjörnuljósmyndakeppninni fyrir sína mynd af þessu tignarlega fyrirbæri.
eso1104is — Fréttatilkynning
Falleg skífulaga vetrarbraut
2. febrúar 2011: Hér sést vetrarbrautin NGC 3621 á ljósmynd sem tekin var með Wide Field Imager á 2,2 metra sjónauka í La Silla stjörnustöð ESO í Chile. Hún lítur út fyrir að vera dæmigerð þyrilþoka en ekki er allt sem sýnist. Vetrarbrautin er nefnilega harla óvenjuleg: Hún hefur ekki miðbungu og telst því hrein skífuvetrarbraut.
eso1103is — Fréttatilkynning
Sverðþokan í Óríon kemur enn á óvart
19. janúar 2011: Þessi draumkennda mynd af Sverðþokunni í Óríon var tekin með Wide Field Imager á 2,2 metra MPG/ESO sjónaukanum í La Silla stjörnustöðinni í Chile. Hér verða stjörnufræðingar vitni að myndun massamikilla stjarna í návígi sem eykur mjög þekkingu okkar á myndun og þróun stjarna. Það var Rússinn Igor Chekalin, þátttakandi í Hidden Treasures 2010 stjörnuljósmyndakeppni ESO, sem fann gögnin sem þessi mynd er sett saman úr. Mynd Igors af Sverðþokunni var álitin sjöunda besta mynd keppninnar en hann bar sigur úr býtum með annarri mynd.
eso1102is — Fréttatilkynning
Faldir fjársjóðir ESO líta dagsins ljós
12. janúar 2011: Nærri 100 ljósmyndir bárust í Hidden Treasures 2010 stjörnuljósmyndakeppni ESO. Það gleður okkur mjög að tilkynna nú vinningshafa. Í Hidden Treasures gafst stjörnuáhugafólki kostur á að kafa ofan í gagnasafn ESO í leit að vel földum ljósmyndafjársjóði. Rússneski stjörnuáhugamaðurinn Igor Chekalin varð hlutskarpastur og hlýtur hann að launum ferð að Very Large Telescope ESO í Paranal í Chile.
eso1101is — Fréttatilkynning
VISTA starir djúpt í bláa lónið
5. janúar 2011: Þessa nýju ljósmynd, sem er innrauð, tók VISTA sjónauki ESO í Paranal-stjörnustöðinni í Chile af Lónþokunni. Myndin er hluti af fimm ára rannsókn á Vetrarbrautinni okkar og aðeins lítill hluti af miklu stærri ljósmynd af svæðinu í kringum þokuna. Sú mynd er að sama skapi aðeins lítill hluti af enn stærra svæði allt verður kortlagt.
Niðurstöður 41 til 53 af 53