Fréttatilkynningar 2010

Subscribe to receive news from ESO in your language!
eso1050is — Fréttatilkynning
Brasilía gerist aðili að European Southern Observatory
30. desember 2010: Í gær undirritaði Sambandslýðveldið Brasilía formlega samþykkt sem gerir landinu kleift að gerast aðili að European Southern Observatory (ESO). Þegar ríkisstjórn landsins staðfestir samninginn verður Brasilía fimmtánda aðildarríki ESO og hið fyrsta utan Evrópu.
eso1049is — Fréttatilkynning
Ljósi varpað á daufa gammablossa
16. desember 2010: Þótt gammablossar séu með orkuríkustu atburðum alheims hefur sýnilegt ljós frá glæðum þeirra stundum reynst óvenju dauft. Með hjálp GROND mælitækisins á 2,2 metra MPG/ESO sjónaukanum á La Silla í Chile hafa stjarnvísindamenn nú komist að því að þetta á sér einfalda útskýringu. Ryk sem liggur milli jarðar og sprengingarinnar er meginástæða daufra gammablossa en aðrar ástæður liggja líka að baki.
eso1048is — Fréttatilkynning
Svermur gamalla stjarna
8. desember 2010: Um það bil 150 stórar þyrpingar gamalla stjarna, svonefndar kúluþyrpingar, hringsóla í kringum Vetrarbrautina okkar. Á þessari mynd, sem tekin var með Wide Field Imager á 2,2 metra sjónauka ESO í La Silla stjörnustöðinni í Chile, sjást smáatriði í kúluþyrpingunni Messier 107. Rannsóknir á þessum svermi gamalla stjarna gerir stjörnufræðingum kleift að skrifa þróunarsögu Vetrarbrautarinnar og átta sig á þróun stjarna.
eso1047is — Fréttatilkynning
Lofthjúpur risajarðar rannsakaður í fyrsta sinn
1. desember 2010: Alþjóðlegum hópi stjarnvísindamanna hefur í fyrsta sinn tekist að rannsaka lofthjúp risajarðar, sem er tegund fjarreikistjörnu. Til þess notuðu þeir Very Large Telescope ESO. Reikistjarnan heitir GJ 1214b og voru mælingarnar gerðar þegar hún gekk fyrir móðurstjörnuna, svo hluti ljóssins frá stjörnunni barst í gegnum lofthjúp reikistjörnunnar. Nú vitum við að lofthjúpurinn er að mestu vatnsgufa eða hulin þykkum skýjum eða mistri. Skýrt er frá þessum niðurstöðum í nýjasta hefti tímaritsins Nature sem kemur út 2. desember 2010.
eso1046is — Fréttatilkynning
Ráðgáta um sveiflustjörnur leyst
24. nóvember 2010: Alþjóðlegum hópi stjarnfræðinga hefur tekist að leysa ráðgátu um sefíta, sem er tegund sveiflustjörnu, sem hvílt hefur á stjarnvísindamönnum í áratugi. Stjörnufræðingarnir fundu í fyrsta sinn sefíta í sjaldgæfu myrkvatvístirnakerfi sem gerði þeim kleift að mæla massa sefítsins með meiri nákvæmni en nokkru sinni fyrr. Hingað til hafa spár um massa sefíta verið gerðar út frá tveimur kenningum, annars vegar um sveiflur stjarna og hins vegar þróun stjarna, sem gefa ólíkar niðurstöður. Nýju niðurstöðurnar sýna að kenningin um sveiflur stjarna kemur heim og saman við mælingarnar en kenningin um þróun stjarna ekki.
eso1045is — Fréttatilkynning
Reikistjarna úr annarri vetrarbraut uppgötvuð
18. nóvember 2010: Evrópskir stjarnvísindamenn hafa uppgötvað fjarreikistjörnu á braut um stjörnu sem barst úr annarri vetrarbraut inn í Vetrarbrautina okkar. Til þess notuðu þeir 2,2 metra MPG/ESO sjónaukann í stjörnustöð ESO í La Silla í Chile. Reikistjarnan er gasrisi, ekki ósvipaður Júpíter, en harla óvenjuleg því hún hringsólar um stjörnu sem nálgast endalok ævi sinnar. Stjarnan gæti verið í þann mund að gleypa reikistjörnuna. Uppgötvunin veitir því mögulega innsýn í örlög okkar eigin sólkerfis í fjarlægri framtíð.
eso1044is — Fréttatilkynning
Atóm fyrir frið: Árekstur vetrarbrauta
10. nóvember 2010: Stjörnufræðingar við European Southern Observatory hafa útbúið nýja og stórglæsilega ljósmynd af vetrarbrautinni NGC 7252 sem stundum er nefnd Atóm-fyrir-frið (Atoms-for-Peace). Þessi sérkennilega vetrarbraut er afleiðing áreksturs tveggja vetrarbrauta. Hún er kjörið viðfangsefni stjörnufræðinga sem rannsaka hvernig samrunar vetrarbrauta hafa áhrif á þróun alheims.
eso1043is — Fréttatilkynning
EVALSO: Ný háhraðatenging við stjörnustöðvarnar í Chile
4. nóvember 2010: Með nýjum fjarskiptastreng sem tekinn var í notkun á dögunum skapast ný tækifæri við stjörnustöðvar ESO á Paranal og Cerro Armazones í Chile. Strengurinn liggur 100 km leið gegnum Atacamaeyðimörkina í Chile og tengir stjörnustöðvarnar saman við vísindagagnaveitur í Rómönsku Ameríku. Nú eru þær allar tengdar innbyrðis og við Evrópu, með háhraðatengingu.
eso1042is — Fréttatilkynning
Einstök sýn á þyrilvetrarbrautir
27. október 2010: Sex glæsilegar vetrarbrautir prýða nýjar ljósmyndir sem teknar voru í innrauðu ljósi með HAWK-I myndavéinni á Very Large Telescope (VLT) ESO í Paranal-stjörnustöðinni í Chile. Ljósmyndirnar eiga eftir að hjálpa stjörnufræðingum að skilja hvernig þyrilarmarnir vetrarbrauta myndast og þróast.
eso1041is — Fréttatilkynning
Brotist út úr þokunni
20. október 2010: Hópur evrópskra stjarnvísindamanna hefur með hjálp Very Large Telescope (VLT) ESO mælt vegalengdina til fjarlægustu vetrarbrautar sem fundist hefur í alheimi. Stjörnufræðingarnir mældu nákvæmlega daufar glæður vetrarbrautarinnar og komust að því að ljósið lagði af stað til okkar þegar alheimurinn var um 600 milljón ára gamall (rauðvik 8,6). Þetta er í fyrsta sinn sem ljós frá vetrarbraut sést brjótast út úr þéttri vetnisþokunni sem fyllti alheiminn í árdaga. Skýrt er frá þessum niðustöðum í nýjasta hefti Nature sem kemur út 21. október.
eso1040is — Fréttatilkynning
Hæglátur vöxtur vetrarbrauta
13. október 2010: Í fyrsta sinn hafa nýjar athuganir Very Large Telescope ESO gefið beinar vísbendingar um að ungar vetrarbrautir geti vaxið með því að soga til sín kalt gas sem umlykur þær og notað það sem eldsneyti fyrir myndun nýrra stjarna. Massi dæmigerðra vetrarbrauta jókst umtalsvert fyrstu ármilljarðana eftir Miklahvell en ástæða þess er ein helsta ráðgáta nútíma stjarnvísinda. Skýrt er frá þessum niðurstöðum í nýjasta hefti tímaritsins Nature sem kom út 14. október.
eso1039is — Fréttatilkynning
VISTA kannar leyndardóm Einhyrningsins
6. október 2010: Á nýrri innrauðri ljósmynd frá VISTA kortlagningarsjónauka ESO sjást tignarlegir glóandi gasþræðir, skuggaþokur og ungar nýmyndaðar stjörnur í stjörnumerkinu Einhyrningnum. Stjörnumyndunarsvæðið nefnist Monoceros R2 og er greypt inn í risastóra skuggaþoku. Séð í sýnilegu ljósi er svæðið að mestu leyti falið á bak við miðgeimsryk en í innrauðu ljósi er það stórfenglegt að sjá.
eso1038is — Fréttatilkynning
Tignarleg vetrarbraut í óvenjulegu ljósi
22. september 2010: Bjálkaþyrilvetrarbrautin NGC 1365 prýðir þessa nýju ljósmynd sem tekin var í innrauðu ljósi með HAWK-I myndavélinni á Very Large Telescope ESO í Paranal stjörnustöðinni í Chile. NGC 1365 tilheyrir þyrpingu vetrarbrauta sem kennd er við stjörnumerkið Ofninn og er í um 60 milljón ljósára fjarlægð frá jörðinni.
eso1037is — Fréttatilkynning
Úrvalsdæmi um nálæga þyrilvetrarbraut
8. september 2010: ESO hefur birt nýja og glæsilega ljósmynd af þyrilvetrarbrautinni NGC 300. Hún líkist Vetrarbrautinni okkar og tilheyrir hópi vetrarbrauta sem kenndur er við stjörnumerkið Myndhöggvarinn. Myndin var tekin á næstum 50 klukkustundum með Wide Field Imager (WFI) í stjörnustöð ESO á La Silla í Chile. Á henni sjást hárfín smáatriði í vetrarbrautinni sem er í um sex milljón ljósára fjarlægð og þekur álíka stórt svæði á himninum og fullt tungl.
eso1036is — Fréttatilkynning
NGC 4666: Vindasöm vetrarbraut
1. september 2010: Vetrarbrautin NGC 4666 prýðir miðju þessarar nýju ljósmyndar sem tekin var með Wide Field Imager á 2,2 metra MPG/ESO sjónaukanum í stjörnustöðinni á La Silla í Chile. Mikil stjörnumyndun á sér stað í vetrarbrautinni og frá henni streymir mikið gas á miklum hraða, einskonar vindur. Áður hafði XMM-Newton geimsjónauki ESA rannsakað röntgengeislun frá vetrarbrautinni en þessi mynd hér var tekin til þess að kanna nánar aðrar röntgenuppsprettur.
eso1035is — Fréttatilkynning
Fjölhnatta sólkerfi uppgötvað
24. ágúst 2010: Stjörnufræðingar hafa með hjálp HARPS litrófsrita ESO fundið sólkerfi að minnsta kosti fimm reikistjarna á braut um stjörnuna HD 10180. Sú stjarna líkist sólinni okkar. Stjörnufræðingarnir fundu að auki vísbendingar um tvær aðrar reikistjörnur. Verði tilvist annarrar þeirrar staðfest yrði hún sú massaminnsta sem fundist hefur hingað til. Þetta sólkerfi geymir því svipaðan fjölda reikistjarna og sólkerfið okkar (sjö reikistjörnur í samanburði við átta í sólkerfinu okkar). Auk þess fann rannsóknahópurinn vísbendingar um að fjarlægðir reikistjarnanna frá móðurstjörnunni fylgi ákveðinni reglu, nokkuð sem einnig sést í sólkerfinu okkar.
eso1034is — Fréttatilkynning
Hve mikinn massa þarf til að mynda svarthol?
18. ágúst 2010: Í fyrsta sinn hafa evrópskir stjörnufræðingar sýnt fram á að segulstjarna, sem er óvenjuleg tegund nifteindastjörnu, varð til úr stjörnu sem var minnst 40 sinnum massameiri en sólin okkar. Notuðu þeir til þess Very Large Telescope ESO. Niðurstöðurnar reyna á þolmörk viðtekinna hugmynda er lúta að þróun stjarna, því talið er að svo massamikla stjörnur ættu að enda ævi sína sem svarthol en ekki segulstjörnur. Þetta vekur upp grundvallarspurningu: Hversu massamikil þarf stjarna að vera, til að svarthol myndist úr kjarna hennar?
eso1033is — Fréttatilkynning
Kortlagningarsjónauki ljósmyndar stjörnumyndunarsvæði
11. ágúst 2010: Stjörnufræðingar hafa náð glæsilegri ljósmynd af Tarantúluþokunni í nálægri nágrannavetrarbraut okkar Stóra-Magellanskýinu. Á þessari nær-innrauðu víðmynd sjást hárfín smáatriði í þokunni og stjörnum prýtt svæðið í kring. Myndin er hluti af nákvæmri og metnaðarfullri kortlagningu stjörnufræðinga á Magellanskýjunum og nánasta umhverfi þeirra með VISTA sjónauka ESO.
eso1032is — Fréttatilkynning
Stjörnusprenging í þrívídd
4. ágúst 2010: Stjörnufræðingar hafa í fyrsta sinn náð þrívíðri mynd af dreifingu innsta efnisins sem þeyttist út í geiminn frá nýsprunginni stjörnu. Þetta tókst með hjálp Very Large Telescope ESO. Niðurstöður mælinga sýna að sprengingin var ekki aðeins öflug, heldur beindist hún einkum í tiltekna átt. Þetta rennir stoðum undir tölvuútreikninga sem benda til þess að sprengistjarnan hafi verið mjög óstöðug.
eso1031is — Fréttatilkynning
Skær stjarna í litríku umhverfi
28. júlí 2010: Ný og glæsileg ljósmynd úr Wide Field Imager myndavél ESO í La Silla stjörnustöðinni í Chile sýnir stjörnuna WR 22 og litríkt umhverfi hennar. WR 22 er mjög heit og björt en óvenjuleg stjarna sem þeytir frá sér efni út í geiminn mörgum milljón sinnum hraðar en sólin okkar. Stjarnan er í útjaðri Kjalarþokunnar, þar sem hún myndaðist.
Niðurstöður 1 til 20 af 50