Tilkynningar 2014

ann14080-is — Tilkynning
Vefur ESO endurhannaður
21. október 2014: Eftir nokkurra vikna vinnu hefur ný hönnun á vefsíðu ESO litið dagsins ljós. Helsta markmið breytinganna var að gera viðmót síðunnar notendavænni og snjallari. Nýja hönnunin aðlagar sig þar af leiðandi sjálfkrafa að skjáupplausninni sem notandinn hefur en þessi tækni er algeng í dag þar sem margir nota snjallsíma og spjaldtölvur til að vafra um á netinu. Markmið var að hanna þægilegri vefsíðu með betra og fallegra útliti. Það gerir okkur hjá ESO kleift að birta upplýsingar um stjörnustöðvarnar og niðurstöður frá þeim eins vel og kostur er. Með nýju hönnuninni verður vefur ESO ekki eins stofnanalegur í útliti, heldur í stíl við veflæg eða rafræn tímarit. Á þetta sérstaklega við um endurhönnunina á vefsíðunum sem geyma fréttatilkynningar og tilkynningar. Þannig verður auðveldara að leggja áherslu á þær ótal mörgu uppgötvanir og þær glæsilegu ljósmyndir sem koma nánast daglega frá ESO. Nýja viðmótið er snertivænt, bæði hvað útlit og gagnvirkni ...
Niðurstöður 1 til 1 af 1