Tilkynningar 2013

ann13036-is — Tilkynning
ESOcast 56: Risar í eyðimörkinni
29. apríl 2013: Í nýjasta vefþætti ESOcast fjöllum við um nokkuð stórt vandamál: Hvernig flytur maður 100 tonna risaloftnet ALMA næstum 30 kílómetra upp í háfjallaloftið á Chajnantor hásléttuna í 5.000 metra hæð yfir sjávarmáli og það með millímetra nákvæmni? Sem betur fer höfum við Otto og Lore, flutningabíla ALMA, til taks. Allt við þá er stórt: Þeir eru 20 metra langir, 10 metra breiðir, vega 130 tonn hvor, hafa 700 hestafla vélar og ná mest 20 kílómetra hraða á klukkustund. Otto og Lore eru færanlegar risavélar. Otto og Lore eru hins vegar ekki aðeins risavélar, heldur líka hárnákvæm tæki sem færa tilstærsta stjörnusjónauka jarðar með millímetra nákvæmni. Smelltu á hlekkinn til að horfa á ESOcast 56 og sjáðu þessa risa að störfum. Frekari upplýsingar ESOcast er vefvarpsþáttaröð sem helguð er nýjustu fréttum af rannsóknum ESO, Stjörnustöðvar Evrópulanda á suðurhveli. Þú getur gerst áskrifandi að vefvarpinu okkar og þannig fengið nýjustu fréttir af ...
ann13026-is — Tilkynning
Ný fræðslumynd: ALMA — In Search of Our Cosmic Origins
13. mars 2013: Í tilefni af vígslu Atacama Large Millimeter/submillimeter Array (ALMA) [1] þann 13. mars 2013 hefur ESO, í samvinnu við alþjóðlega samstarfsaðila sína, gefið út nýja fræðslumynd sem nefnist ALMA — In Search of Our Cosmic Origins. Í þessari 16 mínútna löngu mynd er sögð saga ALMA, allt frá fyrstu stigum verkefnsins fyrir nokkrum áratugum til fyrstu vísindaniðurstaðna. Myndin er ríkulega skreytt glæsilegum myndskeiðum teknum úr þyrlu og tónlist sem Toomas Erm (ESO) samdi sérstaklega fyrir hana. Þú ferð í ferðalag upp á Chajnantor hásléttuna í 5.000 metra hæð yfir sjávarmál þar sem heimili ALMA er að finna í einstöku umhverfi Atacamaeyðimerkurinnar í Chile. Í myndinni er sögð saga verkefnisins frá upphafi, þegar Evrópa, Norður Ameríka og austur Asía þróuðu sameiginlega nýjan, stóran sjónauka til mælinga á millímetra og hálfsmillímetra bylgjulengdum til að kanna köldustu og fjarlægustu fyrirbærin í alheiminum. Einnig er sagt frá leitinni að heppilegum stað undir sjónaukann og ...
ann13016-is — Tilkynning
Bein útsending frá vígslu ALMA
1. mars 2013: Þann 13. mars 2013 fer fram vígsluathöfn Atacama Large Millimeter/submillimeter Array (ALMA) — stærsta stjarnvísindaverkefni heims á jörðu niðri — og markar hún breytinguna úr sjónauka smíðum yfir fullstarfhæfa stjörnustöð. Til að gera fólki um allan heim kleift að fylgjast með þessum merku tímamótum í viðleitni mannkynsins til að skilja alheiminn, verður athöfnin sýnd í beinni útsendingu frá þjónustumiðstöð stjörnustöðvarinnar sem er í 2.900 metra hæð yfir sjávarmáli í Andesfjöllum Chile. Vefútsendingin stendur yfir frá kl. 14:30 til 16:00 eða svo. Hægt verður að fylgjast með útsendingunni á http://www.almaobservatory.org/inauguration. Á staðnum verða Sebastián Piñera, forseti Chile, auk mörg hundruð gesta þar á meðal fulltrúar vísindasamfélagsins, fyrrverandi og núverandi starfsmenn og yfirmenn ALMA, sem og fulltrúar frá samfélaginu í grennd við ALMA. Nýjustu vísindaniðurstöður frá stjörnustöðinni verða líka kynntar. Frekari upplýsingar Atacama Large Millimeter/submillimeter Array (ALMA) er fjölþjóðleg stjörnustöð og samstarfsverkefni Evrópu, Norður Ameríku og Austur Asíu í samvinnu við Chile. ...
ann13003-is — Tilkynning
ESOcast 52: Stjörnuregn!
15. janúar 2013: Milli 14. og 16. desember 2012 setti loftsteinadrífan Geminítar upp glæsilega sýningu yfir Paranal stjörnustöð ESO í Chile. Á meðan loftsteinunum rigndi yfir stjörnustöðina tók Gianluca Lombardi, einn af ljósmyndurum ESO, myndir af sjónarspilinu í meira en 40 klukkustundir. Geminítar er loftsteinadrífa sem virðist stefna frá stjörnumerkinu Tvíburunum. Drífan verður þegar jörðin plægir sig í gegnum slóð smástirnisins 3200 Phaethon en það gerist einu sinni á ári, í desember. Agnir úr rykslóðinni meðfram braut Phaethon brenna upp í lofthjúpnum svo úr verða skærar, hraðfleygar ljósrákir sem eru einkennandi fyrir loftsteinadrífur. Þetta er annar hluti Chile Chill þáttaraðar ESOcast þar sem hugmyndin er að kalla fram rólegt andrúmsloft undir ótalsettu myndefni af næturhimninum yfir Chile og stjörnustöðvum ESO. Sjá má Very Large Telescope (VLT) í Paranal skjóta leysigeisla upp í himininn til að útbúa gervistjörnu sem hjálpar sjónaukanum að ná mjög skýrum myndum. Litlir loftsteinar sjást blikka á himninum og sumir ...
Niðurstöður 1 til 4 af 4