Skimað yfir nágrenni stjörnuþyrpingarinnar NGC 6604
Í þessu myndskeiði er skimað yfir nágrenni þyrpingarinnar NGC 6604. Myndin var tekin með Wide Field Imager á 2,2 metra MPG/ESO sjónaukanum í La Silla stjörnustöðinni í Chile. NGC 6604 er ung stjörnuþyrping og þéttasti hlutinn af gisnari hópi sem inniheldur í kringum eitt hundrað skærar blá-hvítar stjörnur. Myndin sýnir líka þokuna í kring — ský úr glóandi vetnisgasi sem kallast Sh2-54, og einnig rykský.
Mynd/Myndskeið:ESO