Fyrstu fyrirbærin

E-ELT verður beint að fjarlægustu fyrirbærum alheims: Frumstjörnum, frumvetrarbrautum og frumsvartholum. Greinigeta E-ELT kemur sér vel fyrir rannsóknir á og svartholum og þeim skammvinnu ferlum sem tengjast þéttum fyrirbærum.

Artist impression of the E-ELT

Gerðar verða ítarlegar rannsóknir með E-ELT á myndun fyrstu vetrarbrautanna og þróun þeirra. Auk þess hentar E-ELT ákaflega vel til að mæla magn ýmissa frumefna í alheiminum og hvernig það breytist með tímanum. Þær upplýsingar eru nauðsynlegar til að skilja myndun stjarna í vetrarbrautum.

Eitt mikilvægasta markmið E-ELT er að mæla beint aukna útþensluhröðun alheimsins. Slíkar mælingar munu hafa mikil áhrif á skilning okkar á alheiminum. Með E-ELT verður líka kannað hvort grunnfastar náttúrunnar hafi hugsanlega breyst með tímanum. Ef stjörnufræðingar uppgötva slíkar breytingar mun það hafa gríðarleg áhrif á skilning okkar á lögmálum eðlisfræðinnar.

Til baka            Næsta