eso1611is — Fréttatilkynning
Nákvæmasta mynd ALMA af frumsólkerfisskífu
31. mars 2016: Á þessari nýju mynd frá Atacama Large Millimeter/submillimeter Array (ALMA) sést sólkerfi í mótun í kringum unga, nálæga stjörnu, TW Hydrae, sem svipar til sólarinnar, í meiri smáatriðum en nokkur sinni fyrr. Á myndinni sést forvitnileg geil í sömu fjarlægð frá stjörnunni og Jörðin er frá sólinni okkar, sem gæti þýtt að ung útgáfa af okkar eigin reikistjörnu, eða hugsanlega massameiri risajörð, sé að myndast þar.