Fréttatilkynningar 2013

Subscribe to receive news from ESO in your language!
eso1350is — Fréttatilkynning
Stækkaðar höfuðstöðvar ESO opnaðar
5. desember 2013: Þann 4. desember 2013 fór fram opnunarathöfn fyrir nýja viðbyggingu við höfuðstöðvar ESO í Garching bei München í Þýskalandi. Fulltrúar aðildarríkjanna í ESO ráðinu, yfirvöld úr nágrenninu, arkitektarnir Auer+Weber+Assozilerte, verktakinn BAM Deutchsland AG og framkvæmdarhópur ESO voru viðstaddir athöfnina.
eso1349is — Fréttatilkynning
ESO fær stjörnuver og fræðslumiðstöð að gjöf
3. desember 2013: ESO hefur fengið stjörnuver og fræðslumiðstöð að gjöf við höfuðstöðvar sínar í Garching bei München í Þýskalandi. Miðstöðin verður glæsilegur vettvangur fyrir miðlun stjarnvísinda til almennings, þökk sé Klaus Tschira Stiftung sem hefur boðist til að fjármagna bygginguna.
eso1348is — Fréttatilkynning
Líf og dauði í Stóra Magellansskýinu
27. nóvember 2013: Stóra Magellansskýið er ein nálægasta vetrarbrautin við okkur. Nýverið notuðu stjörnufræðingar Very Large Telescope ESO til að skoða eitt af óþekktari svæðum hennar. Á myndinni sést gas- og rykský að mynda heitar, nýjar stjörnur sem aftur móta sérkennileg form í skýið. Á myndinni sjást líka slæður sem sprengistjörnur hafa myndað.
eso1347is — Fréttatilkynning
Ungar stjörnur móta glæsilegt landslag í geimnum
13. nóvember 2013: Stjörnufræðingar hjá ESO hafa tekið bestu myndina hingað til af forvitnilegum skýjum í kringum stjörnuþyrpinguna NGC 3572. Á nýju myndinni sést hvernig vindar frá heitum, ungum stjörnum hafa myndað sérkennilegar bólur, boga og form sem kallast fílsranar í gas- og rykskýin. Björtustu stjörnurnar í þypringunni eru mun efnismeiri en sólin okkar og munu enda ævina sem sprengistjörnur.
eso1346is — Fréttatilkynning
ESO fagnar 50 ára samstarfsafmæli með Chile
6. nóvember 2013: Í dag eru 50 ár liðin frá því að samstarf hófst milli Chile og ESO. Þetta samstarf hefur reynst afar árangursríkt og gert bæði stjarnvísindum í Evrópu og Chile að færa mörk vísinda, tækni og menningar inn í framtíðina.
eso1345is — Fréttatilkynning
Forseti Chile heimsækir Paranal til að tilkynna um afsal á landi undir E-ELT
28. október 2013: Við athöfn sem fram fór í gær í Paranal stjörnustöð ESO í Atacamaeyðimörkinni í Chile, afhenti Sebastián Piñera, forseti Chile, skjöl sem nýlega voru undirrituð þar sem ríkisstjórn Chile afsalar landinu í kringum Cerro Armazones til ESO. Cerro Armazones, sem er 3060 metra hár fjallstindur um 20 km frá Very Large Telescope ESO á Cerro Paranal, verður framtíðarheimili European Extremely Large Telescope (E-ELT).
eso1344is — Fréttatilkynning
ALMA kannar leyndardóma risasvartholastróka
16. október 2013: Tveir alþjóðlegir hópar stjörnufræðinga hafa beint Atacama Large Millimeter/submillimeter Array (ALMA) að strókum risasvarthola í miðjum tveggja vetrarbrauta og kannað áhrifin sem þeir hafa á nágrenni sitt. Stjörnufræðingarnir náðu bestu myndunum hingað til af gasi í kringum nálægt en kyrrlátt svarthol, sem og óvæntum myndum af grunni öflugs efnisstróks skammt frá svartholi í órafjarlægð.
eso1343is — Fréttatilkynning
Nærmynd af Toby Jug þokunni
9. október 2013: Very Large Telescope ESO tók þessa óvenju nákvæmu mynd af Toby Jug þokunni, gas- og rykskýi sem umlykur rauða risastjörnu. Á myndinni sést vel bogamyndunin sem einkennir þokuna svo hún minnir á litla drykkjarkönnu með handfangi.
eso1342is — Fréttatilkynning
Seinasta loftnet ALMA afhent
1. október 2013: Síðasta loftnet Atacama Large Millimeter/submillimeter Array (ALMA) verkefnisins hefur verið afhent ALMA stjörnustöðinni. Smíði loftnetsins, sem er tólf metra breitt, var í höndum evrópska AEM samstarfsins og markar árangursríka afhendingu 25 evrópskra loftneta — stærsti verktakasamningur ESO til þessa.
eso1341is — Fréttatilkynning
Kaldur bjarmi stjörnumyndunar
25. september 2013: Nýju mælitæki sem kallast ArTeMIS hefur verið komið fyrir á APEX — Atacama Pathfinder Experiment. APEX er 12 metra breiður sjónauki hátt í Atacamaeyðimörkinni sem nemur millímetra- og hálfsmillímetrageislun — milli innrauðs ljóss og útvarpsbylgna í rafsegulrófinu — og er stjörnufræðingum mikilvægt tól til að sjá lengra út í alheiminn. Nýja myndavélin hefur þegar náð glæsilegri mynd af Kattarloppuþokunni.
eso1340is — Fréttatilkynning
Ungar stjörnur matreiðast í Rækjuþokunni
18. september 2013: Glóandi gasskýið á þessari mynd er stórt stjörnumyndunarsvæði sem kallast Rækjuþokan. Myndin var tekin með VLT Survey Telescope í Paranal stjörnustöð ESO í Chile og er að öllum líkindum sú skýrasta sem tekin hefur verið af þokunni. Á myndinni sjást heitar, nýfæddar stjörnur hreiðra um sig í skýjaslæðum þokunnar.
eso1339is — Fréttatilkynning
Hnetan í hjarta Vetrarbrautarinnar
12. september 2013: Tveir hópar stjörnufræðinga hafa notað gögn frá sjónaukum ESO til að útbúa besta þrívíða kortið hingað til af miðbungu Vetrarbrautarinnar. Í ljós hefur komið að frá sumum sjónarhornum eru innri svæðin hnetulaga en frá öðrum sést X-laga mynstur. Stjörnufræðingarnir fundu þess undarlegu lögun út með því að styðjast við opinber gögn frá VISTA kortlagningarsjónauka ESO auk mælinga á hreyfingu mörg hundruð daufra stjarna í miðbungunni.
eso1338is — Fréttatilkynning
Sérkennileg uppröðun hringþoka
4. september 2013: Stjörnufræðingar hafa notað New Technology Telescope ESO og Hubble geimsjónauka NASA og ESA til að rannsaka meira en 100 hringþokur í miðbungu Vetrarbrautarinnar. Athuganirnar hafa leitt í ljós að fiðrildalaga hringþokur hafa tilhneiginu til að raðast upp með dularfullum hætti — óvænt niðurstaða þegar horft er til ólíkrar fortíðar og breytilegra eiginleika stjarnanna.
eso1337is — Fréttatilkynning
Elsta tvíburasystir sólar sem fundist hefur
28. ágúst 2013: Alþjóðlegur hópur vísindamanna, undir forystu brasilískra stjörnufræðinga, notaði Very Large Telescope ESO til að finna og rannsaka elstu tvíburasystur sólar sem fundist hefur hingað til. Stjarnan HIP 102152 er í 250 ljósára fjarlægð frá Jörðinni og líkist sólinni okkar meira en nokkur önnur stjarna sem fundist hefur hingað til — fyrir utan að veran æstum fjögur þúsund milljón árum eldri. Þessi eldri en nánast eineggja tvíburasól gerir stjörnufræðingum kleift að sjá hvernig sólin okkar mun líta út þegar hún eldist. Mælingarnar veita mikilvægar upplýsingar um tengslin milli aldurs stjörnu og liþíuminnihalds hennar og benda auk þess til að á braut um HIP 102152 gætu verið bergreikistjörnur.
eso1336is — Fréttatilkynning
ALMA sér stjörnu fæðast með tilþrifum
20. ágúst 2013: Stjörnufræðingar sem notuðu Atacama Large Millimeter/submillimeter Array (ALMA) hafa náð óvenju skýrri nærmynd af efni streyma burt frá nýfæddri stjörnu. Með því að skoða ljós frá kolmónoxíðsameindum í fyrirbæri sem kallast Herbig-Haro 46/47 hafa þeir komist að því að strókarnir eru mun öflugri en áður var talið. Mælingarnar sýndu auk þess annan óþekktan efnisstrók sem stefnir í allt aðra átt.
eso1335is — Fréttatilkynning
Sérkennilegt par
7. ágúst 2013: Very Large Telescope ESO tók þessa mynd af forvitnilegu stjörnumyndunarsvæði í Stóra Magellansskýinu — einni af fylgivetrarbraut okkar Vetrarbrautar. Á myndinni sjást tvö mismunandi glóandi gasský: NGC 2014 sem er rauðleitt og NGC 2020 sem er bláleitt. Mjög heitar, nýfæddar stjörnur hafa mótað skýin með öflugum stjörnuvindum og einnig lýst þau upp.
eso1334is — Fréttatilkynning
Upphaf og endalok stjörnumyndunarhrina
24. júlí 2013: Nýjar athuganir ALMA sjónaukans í Chile hafa gefið stjörnufræðingum bestu myndina hingað til af því hvernig mikil stjörnumyndunarhrina getur feykt gasi út úr vetrarbraut og svelt komandi kynslóðir stjarna af hráefninu sem þær þurfa til að myndast og vaxa. Myndirnar sýna gríðarmikið útstreymi sameindagass frá stjörnumyndunarsvæðum í Myndhöggvaraþokunni. Þessar nýju niðurstöður hjálpa til við að skýra hvers vegna óvenju lítið er um mjög massamiklar vetrarbrautir í alheiminum. Niðurstöður rannsóknarinnar eru kynntar í tímaritinu Nature þann 25. júlí 2013.
eso1333is — Fréttatilkynning
Snjór í ungu sólkerfi
18. júlí 2013: Í fyrsta sinn hefur mynd náðst af snælínu í ungu og fjarlægu sólkerfi. Snælínan er í skífu í kringum stjörnuna TW Hydrae, sem líkist sólinni okkar, og mun hún veita okkur mikilvægar upplýsingar um myndun reikistjarna og halastjarna og þá þætti sem ákvarða efnasamsetningu þeirra, sem og upplýsingar um sögu okkar sólkerfis. Niðurstöðurnar eru birtar í dag í Science Express.
eso1332is — Fréttatilkynning
Sundurtætt af svartholi
17. júlí 2013: Nýjar athuganir Very Large Telescope ESO hafa í fyrsta sinn sýnt risasvartholið í miðju Vetrarbrautarinnar tæta í sig gasský. Svo mjög hefur teygst á skýinu að fremsti hluti þess hefur þegar komist næst svartholinu og stefnir nú burt frá því á meira en 10 milljón km hraða á klukkustund, á meðan hali skýsins er enn að falla í átt til þess.
eso1331is — Fréttatilkynning
Ómskoðun með ALMA leiðir í ljós ófædda risastjörnu
10. júlí 2013: Nýjar mælingar Atacama Large Millimeter/submillimeter Array (ALMA) hafa gefið stjörnufræðingum bestu myndina hingað til af risastjörnu verða til í dökku rykskýi. Móðurkviður stjörnunnar er meira en 500 sinnum massameiri en sólin — sá stærsti sem fundist hefur í Vetrarbrautinni — og er enn að vaxa. Glorsoltin fósturstjarnan í skýinu hámar í sig efni sem þýtur til hennar. Búist er við að skýið muni geta af sér mjög skæra stjörnu sem verður allt að 100 sinnum massameiri en sólin.
Niðurstöður 1 til 20 af 50