Mynd vikunnar 2013

Gerstu áskrifandi að fréttapóstlista
potw1352-is — Mynd vikunnar
Bjartar nætur í Paranal
30. desember 2013: Þegar nóttin skellur á vakna stjörnustöðvar ESO til lífsins. Stjörnufræðingar og tæknimenn taka sér stöðu og beina sjónaukunum til himins. Á myndinni sést tær og heiðskír stjörnuhiminn yfir Paranal stjörnustöð ESO í Atacamaeyðimörkinni í Chile, sem er langt frá borgarljósunum. Gabriel Brammer, einn af ljósmyndurum ESO, hefur hér fangað kyrrláta fegurð Vetrarbrautarinnar á mynd sem hann tók við Very Large Telescope. Byggingarnar fjórar neðst á myndinni hýsa VLT Sjónaukana fjóra en hver þeirra hefur 8,2 metra breiðan safnspegil. Í kringum þá eru hjálparsjónaukar VLT, auðþekkjanlegir af hvítu hvolfþökunum. Bjarti bletturinn vinstra megin er tunglið sem skín mjög skært en hægra megin er skuggaveran ljósmyndarinn sjálfur að veifa til okkar með því að baða út höndunum. Himininn sést í heild sinni á myndinni því Brammer notaði fisheye linsu við myndatökuna.
potw1351-is — Mynd vikunnar
Hátíðarkveðja frá Stjörnustöð Evrópulanda á suðurhveli
23. desember 2013: Hátíðarkveðja frá Stjörnustöð Evrópulanda á suðurhveli! Við óskum þér gleðilegrar hátíðar og gæfuríks komandi árs 2014! Tenglar Jólakort 2013
potw1350-is — Mynd vikunnar
Stjörnuslóðir yfir VLT í Paranal
16. desember 2013: Babak A. Tafreshi, einn af ljósmyndurum ESO, tók þessa mynd fallegu mynd frá Paranal stjörnustöð ESO. Á henni sjást þrír af fjórum hjálparsjónaukum Very Large Telescope Interferometer (VLTI). Fyrir ofan þá eru langar bjartar slóðir stjarna og markar hver rák sýndarferil stjörnu yfir næturhiminninn vegan snúnings jarðar. Myndatakan eflir líka náttúrlegan lit stjarnanna en liturinn gefur okkur vísbendingu um hitastig þeirra. Rauðustu stjörnurnar eru þrjú þúsund gráðu heitar en þær bláleitu eru yfir tíu til tuttugu þúsund gráðu heitar. Á þessum afskekkta og hálenda stað í Chile er himinninn tær og laus við alla ljósmengun og útkoman er þessi glæsilega ljósasýning.
potw1347-is — Mynd vikunnar
Forn stjörnumerki yfir ALMA
25. nóvember 2013: Babak Tafreshi, einn af ljósmyndurum ESO, tók þessa glæsilegu mynd af loftnetum Atacama Large Millimeter/submillimeter Array (ALMA), stærstu stjörnustöð heims, undir suðurhimninum. Með berum augum sjást nokkur þúsund stjörnur á himninum yfir Chajnantor hásléttunni. Þurr- og tærleiki næturhiminsins þar er ein helsta ástæða þess, að ALMA var komið upp á þessum slóðum. Í efra vinstra horni myndarinnar er björt og þétt þyrping ungra stjarna, Sjöstirnið, sem flest menningarsamfélög til forna þekktu vel til. Fyrir ofan nálægustu loftnetin sést stjörnumerkið Óríon (veiðimaðurinn) og þrjár bláar stjörnur í röð sem mynda belti hans, eða Fjósakonurnar, örlítið til vinstri við rauða ljósið. Samkvæmt goðsögunum var Óríon veiðimaður sem renndi hýru auga til systranna sjö, hinna sjö fögru dætra Atlasar. ALMA er alþjóðleg stjörnustöð sem byggð er í samstarfi Evrópu, Norður Ameríku og Austur Asíu í samvinnu við Chile. ESO sér um smíði og rekstur ALMA fyrir hönd Evrópu en National Radio Astronomy Observatory ...
potw1346-is — Mynd vikunnar
Ný mynd af halastjörnunni ISON
18. nóvember 2013: Þessi nýja mynd af halastjörnunni C/2012 S1 (ISON) var tekin með TRAPPIST sjónaukanum í La Silla stjörnustöð ESO, föstudagsmorguninn 15. nóvember 2013. Halastjarnan ISON fannst í september 2012 og kemst næst sólinni í lok nóvember 2013. TRAPPIST hefur fylgst með halastjörnunni ISON frá því um miðjan október á þessu ári, með víðbandsljóssíum eins og þeim sem notaðar voru í þessari myndatöku. Sjónaukinn hefur líka notað sérstakar mjóbandssíur sem einangra ljós frá ýmsum gastegundum, en það gerir stjörnufræðingum kleift að telja hversu margar gassameindir losna frá halastjörnunni. Halastjarnan ISON var fremur kyrrlát þar til 1. nóvember 2013, þegar fyrsta hviðan varð sem tvöfaldaði gasútstreymið frá henni. Þann 13. nóvember, skömmu áður en myndin var tekin, skók önnur stór hviða halastjörnuna og tífaldaði virknina. Nú er halastjarnan nógu björt til að sjást vel með handsjónauka þar sem aðstður leyfa á morgunhimninum í austri. Undanfarnar nætur hefur virknin verið stöðug. Hviðurnar verða til ...
potw1345-is — Mynd vikunnar
Víðmynd af ALMA og Kjalarþokunni
11. nóvember 2013: Babak Tafreshi, einn af ljósmyndurum ESO, tók þessa víðmynd af loftnetum Atacama Large Millimeter/submillimeter Array (ALMA) undir stjörnubjörtum himni yfir Chajnantor hásléttunni í Andesfjöllunum í Chile. Rósrauði bjarminn vinstra megin á myndinni er Kjalarþokan sem er í um 7.500 ljósára fjarlægð frá Jörðinni í stjörnumerkinu Kilinum. Þetta glóandi gas- og rykský er ein bjartasta geimþoka himins og inniheldur nokkrar af björtustu og maassamestu stjörnum sem vitað er um í Vetrarbrautinni, til dæmis Eta Carinae. Í eso1208, eso1145 og eso1031 má sjá nokkrar fallegar myndir frá ESO af Kjalarþokunni. ALMA er alþjóðleg stjörnustöð sem byggð er í samstarfi Evrópu, Norður Ameríku og Austur Asíu í samvinnu við Chile. ESO sér um smíði og rekstur ALMA fyrir hönd Evrópu en National Radio Astronomy Observatory (NRAO) fyrir hönd Norður Ameríku og National Astronomical Observatory of Japan (NAOJ) fyrir hönd austur Asíu. Samræmd stjórnun á smíði, prófun og rekstri ALMA er í umsjá Joint ...
potw1342-is — Mynd vikunnar
Tvær vetrarbrautir yfir VLT
21. október 2013: Á þessari glæsilegu mynd af heiðskírum himni yfir Chile sjást glitrandi stjörnur og tvær vetrarbrautir yfir einum af fjórum sjónaukum Very Large Telescope (VLT). Þetta er fjórði sjónaukinn en hann kallast Yepun (Venus). Á myndinni eru tvö fyrirbæri heldur frægari en önnur. Vinstra meginn á myndinni sést nokkuð áberandi rák yfir himinninn. Þetta er vetrarbrautin Messier 31 eða Andrómeduþokan. Fyrir ofan hana og örlítið til hægri er björt stjarna sem vísar á vetrarbraut sem er nokkurn veginn í sömu línu. Þessi stjarna heitir Beta Andromedae — einnig þekkt sem Mirach — en hin vetrarbrautin er Messier 33 (daufi bletturinn efst á myndinni). Talið er að þessar vetrarbrautir hafi verkað hvor við aðra í fortíðinni og þá myndað brú úr vetnisgasi sem liggur á milli þeirra. Babak Tareshi, einn af ljósmyndurum ESO, tók þessa mynd. Tenglar Ljósmyndarar ESO
potw1341-is — Mynd vikunnar
Óvænt ský umhverfis risastjörnu
14. október 2013: Á þessari nýju mynd frá VLT Survey Telescope (VST) í Paranal stjörnustöð ESO, sést stóra stjörnuþyrpingin Westerlund 1 (eso1034). Þessi óhemju bjarta þyrping er um 16.000 ljósár frá Jörðinni í stjörnumerkinu Altarinu. Í henni eru mörg hundruð mjög efnismiklar og skærrar stjörnur sem allar eru aðeins nokkurra milljóna ára — barnungar á stjarnfræðilegan mælikvarða. Gas og ryk birgir okkur sýn á þessa þyrpingu og kemur í veg fyrir að stærstur hluti sýnilega ljóssins frá stjönunum berist til Jarðar. Nú hafa stjörnufræðingar sem rannsökuðu myndir af Westerlund 1 í nýju rannsóknarverkefni á suðurhimninum [1], komið auga á nokkuð óvænt í þyrpingunni. Í kringum eina stjörnuna — W26, rauðan reginrisa og hugsanlega stærstu stjörnu sem vitað er um — hafa fundist glóandi ský úr vetni en þau eru grænleit á myndinni. Glóandi gasský í kringum efnismiklar stjörnur eru sjaldgæf og enn sjaldgæfari umhverfis rauða reginrisa — þetta er fyrsta jónaða gasþokan sem ...
potw1340-is — Mynd vikunnar
Vin eða felustaður?
7. október 2013: Á þessari mynd sjást rákir stjarna á dimmum himninum yfir Chile. Rekja má rákirnar til snúnings Jarðar á þeim tíma þegar myndin var tekin. Fyrir neðan rákirnar er Paranal Residencia sem er sannkölluð vin í chilesku eyðimörkinni fyrir starfsmenn og gesti Very Large Telescope ESO hátt á Cerro Paranal. Smíði Residencia hófst árið 1998 og lauk árið 2002. Síðan hefur það verið vísindamönnum og verkfræðingum sem starfa í Paranal stjörnustöðinni kærkominn griðarstaður í harðneskjulega og þurra eyðimerkurloftinu. Meginhluti þessarar fjögurra hæða byggingar er neðanjarðar. Þýsku arkitektarnir Auer+Weber hönnuðu aðstöðuna þannig að hún félli inn í landslagið. Frá ákveðnum sjónarhornum minnir þessi nýstárlega en lítt áberandi bygging á felustað illmennis. Það kom því ekki á óvart að Residencia var einmitt sögusvið lokabardagans í James Bond myndinni Quantum of Solace frá árinu 2008. Flickr notandinn John Colosimo sendi þessa mynd inn í Your ESO Pictures Flickr hópinn. Flickr hópurinn er skoðaður reglulega ...
potw1339-is — Mynd vikunnar
Hulunni svipt af fjarlægum stjörnum og vetrarbrautum
30. september 2013: Á þessari djúpmynd, sem tekin var með Wide Field Imager (WFI) myndavélinni á 2,2 metra MPG/ESO sjónaukanum í La Silla stjörnustöðinni í Chile, sjást fjarlægar stjörnur og vetrarbrautir. Myndin er hluti af COMBO-17 verkefninu (Classifying Objects by Medium-Band Observations in 17 filters) en í því hafa myndir verið teknar af litlum svæðum á himninum í gegnum 17 mismunandi ljóssíur. Heildarflatarmál þess svæðis sem hver COMBO-17 mynd þekur er álíka stórt og fullt tungl en á myndunum hafa fundist ótal fjarlæg fyrirbæri. Það sýnir glöggt hve margt á enn eftir að uppgötvast á himinhvolfinu. Myndin er af svæði sem einnig var til skoðunar í FORS Deep Field (FDF) verkefninu en í því voru ýmis svæði á himninum könnuð í smáatriðum með FORS2 litrófsritanum á Very Large Telescope ESO í Paranal stjörnustöðinni í Chile. Mun fleiri ljóssíur voru notaðar í myndir WFI en mælingar FDF, auk þess sem stærri svæði á himninum ...
potw1338-is — Mynd vikunnar
Ný, köld og lítil stjarna í nágrenni okkar
23. september 2013: Á þessari nýju mynd VISTA sjónauka ESO sést nýfundinn brúnn dvergur, VVV BD001, sem er að finna í átt að miðju Vetrarbrautarinnar. Hann er fyrsti brúni dvergurinn sem finnst í nágrenni okkar í geimnum í VVV verkefninu. VVV BD001 er í rétt 55 ljósára fjarlægð frá okkur og sést í miðju þessarar þysjanlegu myndar. Brúnir dvergar eru stjörnur sem urðu aldrei að stjörnum eins og sólin okkar. Þeir eru oft kallaðir „misheppnaðar stjörnur“ en eru stærri en reikistjarnan Júpíter en minni en venjulegar stjörnur. Tvennt er óvenjulegt við þennan brúna dverg. Í fyrsta lagi er hann sá fyrsti sem finnst í átt að miðju Vetrarbrautarinnar, á einu þéttasta svæði himinsins. Í öðru lagi tilheyrir hann óvenjulegum hópi stjarna sem kallast „óvenju bláir brúnir dvergar“ — ekki er vitað hvers vegna þeir eru blárri en þeir ættu að vera. Brúnir dvergar verða til á sama hátt og stjörnur en hafa ekki ...
potw1336-is — Mynd vikunnar
Á flugi yfir Armazones
9. september 2013: Þessa glæsilegu loftmynd af Cerro Armazones tók Gerhard Hüdepohl, enn af ljósmyndurum ESO. Á þessu augnabliki raðaðist allt fullkomlega upp fyrir ljósmyndarann: Fullkomið augnablik. Hüdepohl starfar sem rafmagnsverkfræðingur hjá Very Large Telescope (VLT) Stjörnustöðvar Evrópulanda á suðurhveli á Cerro Paranal, öflugasta sjónauka heims fyrir sýnilegt ljós og flaggskip ESO. Hüdepohl tók þessa mynd þegar hann flaug frá Antofagasta til Santiago. Skömmu eftir að vélin tók á loft flaug hún yfir útsýnisflug yfir Cerro Armazones og hefði Hüdepohl ekki getað beðið um betri aðstæður. Á þessu augnabliki fangaði hann þetta óvenjulega sjónarhorn, hátt yfir stórkostlegu eyðimerkurlandslaginu. Á myndinni sést Atacamaeyðimörkinni ótrúlega skýrt en þunnir hlykkjóttir vegslóðarnir standa út úr rykugu landslaginu. Þessi malarvegur liggur upp á tind Cerro Armazones. Um þessar mundir er þar rannsóknarbúnaður en innan tíðar verður tindurinn framtíðarheimili European Extremely Large Telescope (E-ELT), 40 metra breiðs sjónauka sem mun ekki aðeins svara spurningum í stjarnvísindum, heldur varpa fram nýjum og ...
potw1335-is — Mynd vikunnar
PESSTO tekur mynd af sprengistjörnu í Messier 74
2. september 2013: Í PESSTO verkefni ESO náðist þessi mynd af Messier 74, glæsilegri þyrilvetrarbraut með áberandi arma. Helsta viðfangsefni myndarinnar er bjarta stjarnan neðarlega vinstra megin. Hún birtist fyrst seint í júlímánuði 2013 og reyndist sprengistjarna af gerð II og fékk nafnið SN 2013ej. Sprengistjörnur af gerð II verða til þegar kjarni massamikillar stjörnu hrynur saman undan eigin þyngdarkrafti við ævilok. Við hrunið verður mikil sprenging sem varpar efni langt út í geiminn. Sprengistjarnan getur orðið skærari en samanlögð birta allrar vetrarbrautarinnar sem hýsir hana og getur sést í vikur, jafnvel mánuði. PESSTO (Public ESO Spectroscopic Survey for Transient Objects) verkefnið er hugsað til að rannsaka fyrirbæri sem birtast í stuttan tíma á næturhimninum, eins og sprengistjörnur. Verkefnið gerir það með hjálp fjölda tækja á NTT (New Technology Telescope) í La Silla stjörnustöð ESO í Chile. Þessi nýja mynd af SN 2013ej var tekin með NTT. SN 2013ej er þriðja sprengistjarnan sem ...
potw1334-is — Mynd vikunnar
Sorfið af massamiklum stjörnum
26. ágúst 2013: Á þessari mynd sem Very Large Telescope (VLT) ESO í Paranal stjörnustöðinni tók, sést lítill hluti af NGC 6357, þekkri ljómþoku í um 8.000 ljósára fjarlægð frá Jörðinni í stjörnumerkinu Sporðdrekanum. Rauði einkennislitur rafaðs vetnisgass er áberandi á myndinni. Skýið er baðað sterkum útfjólubláum geislum — aðallega frá lausþyrpingunni Pismis 24 sem hýsir nokkrar massamiklar, ungar, bláar stjörnur — sem það svo geislar aftur frá sér sem sýnilegu ljósi með þennan rauðleita blæ. Þyrping sjálf er fyrir utan sjónsvið myndarinnar en birtan frá henni lýsir upp skýið hægra megin við miðja mynd. Við sjáum geimþokuna í kring í nærmynd og alla þá ringulreið gass, ryks, nýfæddra og ófæddra stjarna sem þar ríkir.
potw1333-is — Mynd vikunnar
Stjörnubjört nótt á La Silla
19. ágúst 2013: Aragrúi stjarna prýðir næturhiminninn á þessari mynd sem stjörnufræðingurinn Håkon Dahle tók. Ljósmyndarinn sjálfur stendur fremst á myndinni, innan um skuggamyndir nokkurra hvolfþaka La Silla stjörnustöðvar ESO. Margir stjörnufræðingar eru prýðisgóðir ljósmyndarar sem ætti ekki að koma á óvart. ESO hefur staðsett stjörnustöðvar sínar í Atacamaeyðimörkinni, á nokkrum af bestu stöðum Jarðar til að rannsaka himinhvolfið. Af sömu ástæðu eru þessir staðir með þeim bstu á Jörðinni til að ljósmynda næturhiminninn. Håkon tók myndina þegar hann dvaldi í viku við rannsóknir með 2,2 metra MPG/ESO sjónaukanum. Á þeim tíma fengu aðrir rannsóknarhópar annað slagið lykilinn að stjörnustöðinni og gafst Håkon þá tækifæri til að dást að himninum — og fanga hann á mynd svo aðrir fengju að sjá. Vetrarbrautin okkar er meira áberandi á suðurhveli en norðurhveli vegna þess að þaðan sést miðja hennar betur. Samt sem áður er Vetrarbrautin fremur dauf á næturhimninum á suðurhveli og týnist jafnan í ...
potw1332-is — Mynd vikunnar
Lognið á undan storminum
12. ágúst 2013: Á þessari fallegu mynd sjást vetrarbrautirnar NGC 799 (neðri) og NGC 800 (efri) í stjörnumerkinu Hvalnum. Bandaríski stjörnufræðingurinn Lewis Swift kom fyrstur manna auga á vetrarbrautirnar árið 1885. Vetrarbrautirnar tvær eru í um 300 milljón ljósára fjarlægð. Frá okkar sjónarhóli sést lögun beggja vel. Báðar eru þyrilvetrarbrautir, rétt eins og Vetrarbrautin okkar, með einkennandi langa arma sem hverfast um bjarta bungu í miðjunni. Í þyrilörmunum er aragrúi heitra, ungra, bláleitra stjarna í þyrpingum (litlir bláir punktar á myndinni), en í miðbungunni eru stórir og þéttir hópar af kaldari, rauðleitum og eldri stjörnum. Við fyrstu sýn virka báðar vetrarbrautirnar svipaðar en í grunninn eru þær samt ólíkar. Fyrir utan augljósan stærðarmun hefur aðeins NGC 799 bjálka sem teygir sig út frá miðbunginni og arma sem liggja út frá bjálkanum. Bjálkar vetrarbrauta eru taldir beina gasi út þyrilörmunum í miðjuna svo stjörnumyndun eykst þar. Árið 2004 sást stjarna springa í NGC 799 ...
potw1330-is — Mynd vikunnar
Messier 100 — Tilkomumikil þyrilvetrarbraut
29. júlí 2013: Útlitslega eru þyrilvetrarbrautir oft mjög tilkomumiklar og sjaldan glæsilegri en þegar við sjáum þær ofan frá. Á myndinni sést prýðisgott dæmi um það. Þetta er þyrilvetrarbrautin Messier 100 í stjörnumerkinu Bereníkuhaddi en hún er í um 55 milljón ljósára fjarlægð frá Jörðinni. Þótt Messier 100 hafi mjög vel afmarkaða þyrilarma, hefur hún líka bjálka í miðjunni og telst því vetrarbraut af SAB gerð. Þótt bjálkinn sjáist ekki vel á myndinni hafa stjörnufræðingar staðfest tilvist hans með því að skoða vetrarbrautina á öðrum bylgjulengdum. Þessi skarpa og skýra mynd sýnir vel helstu einkenni vetrarbrauta af þessari gerð.: Risavaxin rauðglóandi ský úr vetnisgasi sem geisla frá sér orku sem nýfæddar og massamiklar stjörnur hafa gefið þeim; samfelldur bjarmi gamalla gulleitra stjarna við miðjuna og svartar ryktæjur sem liggja í gegnum arma vetrarbrautarinnar. Messier 100 er ein bjartasta vetrarbrautin í Meyjarþyrpingunni, nálægustu þyrpingu vetrarbrauta við Vetrarbrautina okkar. Í henni eru yfir 2.000 vetrarbrautir, ...
potw1329-is — Mynd vikunnar
NTT snýst eins og skopparakringla
22. júlí 2013: Á þessari mynd sést New Technology Telescope (NTT) í La Silla stjörnustöð ESO í Chile. Efsti hluti byggingarinnar sem hýsir sjónaukann virðist þokukennd á myndinni vegna þess að hann snerist þegar sjónaukanum var beint að tilteknu fyrirbæri þegar myndin var tekin. Lýsingartíminn nam 30 sekúndum. Eitt það fyrsta sem þú tekur eflaust eftir á myndinni, er að sérkennileg hyrnd lögun byggingarinnar sem hýsir sjónaukann en oftast eru notuð hvolfþök yfir sjónaukana. Þessi hönnun var byltingarkennd þegar sjónaukinn var tekinn í notkun árið 1989 en hún hefur mikið verið notuð síðan, þar á meðal fyrir Very Large Telescope ESO. Hönnun NTT var byltingarkennd í flesta staði enda var leitast vð að ná hámarksmyndgæðum, til dæmis með því að stjórna vandlega loftræstingu og loftstreymi um sjónaukann og lágmarka þannig ókyrrð innanhúss sem gerir myndir óskýrar. Ef vel er að gáð sjást stóru fliparnir, sem gegna veigamesta hlutverkinu í þessu kerfi, í móðukennda ...
potw1328-is — Mynd vikunnar
Vængir vísindanna fljúga yfir Paranal
15. júlí 2013: Þessa loftmynd af Paranal stjörnustöðinni tóku þau Clémentine Bacri og Adrien Nomier í desember 2012 þegar þau flugu sérstakri vistvænni fisvél [1] á ársferðalagi sínu í kringum Jörðina. Myndin sýnir hráslagalegt eyðimerkurlandslagið þar sem besta stjörnustöð heims, Very Large Telescope (VLT) ESO, fjórir 8,2 metra breiðir sjónaukar, er að finna á tindi Cerro Paranal. ESO hefur hafið samstarf við ORA Wings of Science verkefnið, samtök sem ekki eru rekin í gróðaskyni og bjóða opinberum rannsóknarsamtökum upp á stuðning við rannsóknir úr lofti. Áhöfn Wings for Science verkefnisins flugu meðal annars yfir stjörnustöðvarnar í norðurhluta Chile áður en haldið var frá Suður Ameríku til Ástralíu. Á ferðalagi sínu hjálpuðu þau vísindamönnum til dæmis við sýnasöfnun úr lofti, fornleifarannsóknir, athuganir á líffræðilegri fjölbreytni og útbúa landslagslíkön í þrívídd. Þær stuttmyndir og glæsilegu ljósmyndir sem teknar eru í leiðangrinum eru notaðar í menntalegum tilgangi og til að kynna staðbundnar rannsóknir. Hringflugið hófst í ...
potw1327a-is — Mynd vikunnar
Nýju leikföng Maëlle
8. júlí 2013: Stjörnufræði og sjónaukar geta stundum dregið fram barnið í okkur. Til að svala forvitni mannkynsins halda stjörnufræðingar áfram að smíða sífellt stærri tæki á afskekktum stöðum um allan heim. Julien Girard, stjörnufræðingur hjá ESO, tók þessa sætu mynd af dóttur sinni á fjölskyldudegi í Paranal stjörnustöðinni í Andesfjöllum Chile. Frá þessu sjónarhorni er eins og Maëlle litla sé að horfa ofan í opið hvolfð sem hýsir einn af 1,8 metra hjálparsjónaukum Very Large Telescope (VLT) ESO. Þótt sjónaukarnir séu notaðir í háalvarlegar vísindarannsóknir finnst sjtörnufræðingunum stundum eins og þeir séu börn að leika sér við risastór „leikföng“. Julien Girard er stjörnufræðingur hjá ESO og einn af ljósmyndurum ESO í Chile þar sem hann vinnur við VLT. Hann er tækjasérfræðingur við NACO aðlögunarsjóntækið á VLT sjónauka 4. Julien sendi þessa mynd í Your ESO Pictures Flickr hópinn þaðan sem hún var talin sem mynd vikunnar. Tenglar Ljósmyndarar ESO Myndastraumur Julien Girard á Flickr ...
Niðurstöður 1 til 20 af 46
Segðu okkur þitt álit!
Gerstu áskrifandi að ESO News