Gígapixla mósaíkmynd af miðhlutum vetrarbrautarinnar
Þessi glæsilega mynd af miðsvæðum okkar vetrarbrautar var tekin með VISTA kortlagningarsjónaukanum í Paranal stjörnustöð ESO í Chile. Þessi risavaxna mynd er 108.500 x 81.500 pixlar og inniheldur 9 milljarða pixla. Hún var búin til með því að setja saman þúsundir stakra ljósmynda frá VISTA, sem teknar voru í gegnum þrjár mismunandi síur, í eina mósaíkmynd. Gögnin eru hluti af VVV kortlagningunni og hafa verið notuð til að rannsaka meiri fjölda stakra stjarna í miðsvæðum vetrarbrautarinnar en nokkru sinni fyrr. VISTA hefur myndavél sem er næm fyrir innrauðu ljósi og getur því séð í gegnum stóran hluta af því ryki sem byrgir venjulega sýn, þótt fleiri ógegnsæjar rykslæður komu glögglega fram á þessari mynd.
Myndin er of stór til að hægt sé að skoða hana með góðu móti í fullri upplausn. Best er að njóta hennar með því að þysja inn að henni.
Mynd/Myndskeið:ESO/VVV Survey/D. Minniti
Acknowledgement: Ignacio Toledo, Martin Kornmesser
Um myndina
Auðkenni: | eso1242a |
Tungumál: | is |
Tegund: | Athuganir |
Útgáfudagur: | Okt 24, 2012, 12:00 CEST |
Tengdar fréttatilkynningar: | eso1242 |
Stærð: | 108199 x 81503 px |
Um fyrirbærið
Nafn: | Milky Way, Milky Way Galactic Centre |
Tegund: | Milky Way Milky Way : Galaxy : Component : Center/Core |
Myndasnið
Bakgrunnsmynd
Litir og síur
Tíðnisvið | Bylgjulengd | Sjónauki |
---|---|---|
Innrautt J | 1.25 μm | Visible and Infrared Survey Telescope for Astronomy VIRCAM |
Innrautt H | 1.65 μm | Visible and Infrared Survey Telescope for Astronomy VIRCAM |
Innrautt Ks | 2.15 μm | Visible and Infrared Survey Telescope for Astronomy VIRCAM |