Gluggi inn í fortíðina — Breytingar á La Silla í gegnum tíðina

A window to the past — La Silla's transformation through time
A window to the past — La Silla's transformation through time
Dragðu græna handfangið til að sjá myndirnar

Á þessu ári fagnar ESO fimmtíu ára afmæli sínu. Til að fagna því sýnum við ykkur svipmyndir af sögu okkar. Einu sinni í mánuði árið 2012 verður mynd vikunnar tileinkuð sérstökum „þá og nú“ samanburði sem sýnir hvernig hlutirnir hafa breyst undanfarna áratugi í La Silla og Paranal stjörnustöðvunum, skrifstofum ESO í Santiago í Chile og höfuðstöðvunum í Garching bei München í Þýskalandi.

Hér gefur að líta tvær ljósmyndir af La Silla. Sú eldri var tekin í júní árið 1968 en sú nýrri fyrir skömmu en báðar frá vatnsgeymi stjörnustöðvarinnar þar sem gott útsýni er yfir svæðið. Þú getur skoðað breytingarnar á gagnvirkan hátt með því að smella á línuna og færa bendilinn eftir myndinni.

Á eldri myndinni eru bráðabirgðabústaðir í forgrunni. Sjónaukarnir þrír í bakgrunni eru, frá vinstri til hægri, Grand Prism Objectif (GPO sem tekinn var í notkun árið 1968), eins metra sjónauki ESO (tekinn í notkun árið 1966) og 1,5 metra sjónauki ESO (tekinn í notkun 1968). Þetta voru fyrstu þrír sjónaukarnir á La Silla. Hvíta hvolfþakið næst okkur er yfir eins metra Schmidt sjónauka ESO sem hóf störf árið 1971.

Þessi fjögur hvolf eru enn til staðar á La Silla þótt fyrstu þrír sjónaukarnir hafi verið teknir úr notkun. Eins metra Schmidt sjónauki ESO er enn starfræktur en er nú helgaður LaSilla-QUEST Variability verkefninu (sjá potw1201a).

Á nýju myndinni eru líka tveir nýrri sjónaukar. Silfurlitaða hvolfið hýsir 2,2 metra MPG/ESO sjónaukann sem hefur verið í notkun frá því árinu 1984 og er á ótímabundnu láni til ESO frá Max-Planck-Geselleschaft. Lengst til vinstri er danski 1,54 metra sjónaukinn sem hefur verið starfræktur síðan 1979 og er einn nokkurra þjóðarsjónauka á La Silla.

Tenglar

Mynd/Myndskeið

ESO/E. Maurice

Um myndasamanburðinn

Auðkenni:potw1210a
Útgáfudagur:Mar 5, 2012, 10:00 CET

Myndir

Gluggi inn í fortíðina — Breytingar á La Silla í gegnum tíðina
Gluggi inn í fortíðina — Breytingar á La Silla í gegnum tíðina
Gluggi inn í fortíðina — Breytingar á La Silla í gegnum tíðina
Gluggi inn í fortíðina — Breytingar á La Silla í gegnum tíðina