Tilkynningar

ann12036-is — Tilkynning
Reinhard Genzel hlýtur Tycho Brahe verðlaunin 2012
30. maí 2012: Stjarnvísindafélag Evrópu [1] hefur veitt prófessor Reinhard Genzel Tycho Brahe verðlaunin árið 2012. Verðlaunin hlýtur hann fyrir framlag sitt til evrópskra nær-innrauðra mælitækja og rannsókna á vetrarbrautum. Þýski stjörnufræðingurinn Reinhard Genzel — stjórnandi Max Planck Institute for Extraterrestrial Physics — og samstarfsfólk hans á heiðurinn að SINFONI mælitækinu, nær-innrauðum heilsviðslitrófsrita á Very Large Telescope ESO. Tækið var tekið í notkun árið 2005 og hefur æ síðan vegið þungt í rannsóknum á fjarlægum vetrarbrautum en þó einkum á Vetrarbrautinni okkar. Undanfarna tvo áratugi hefur hópur Genzels fylgst með stjörnum á hreyfingu í kringum miðju Vetrarbrautarinnar með New Technology Telescope ESO í La Silla stjörnustöðinni og Very Large Telescope ESO í Paranal stjörnustöðinni. Með mælingum sínum hafa stjörnufræðingarnir fundið bestu sönnunargögnin hingað til um að í miðjunni sé risasvarthol (eso0846). Niðurstöðurnar hafa gefið mönnum einstakt tækifæri til að rannsaka víxlverkun svartholsins við nágrenni sitt. Nýlega notaði hópur hans Very Large Telescope ESO ...
ann12032-is — Tilkynning
ESO gerir samning um þróun aðlögunarsjóntækja E-ELT
22. maí 2012: ESO hefur færst skrefi nær smíði European Extremely Large Telescope (E-ELT) með samningi sem undirritaður hefur verið um forhönnun á fjórða spegli (M4) aðlögunarsjóntækja E-ELT [1] við AdOptica samstarfið, sem samanstendur af ADS International (Ítalíu) og Microgate (Ítalíu). Spegillinn verður merkur áfangi í þróun aðlögunarsjóntækja því hann verður stærsti aðlögunarspegill sem smíðaður hefur verið. Hann er nauðsynlegur svo unnt verði að nýta getu E-ELT til fulls og gera stjörnufræðingum kleift að gera stórar uppgötvanir næsta áratug. M4 spegillinn er hluti af aðlögunarsjóntækjakerfi E-ELT sem sér um að leiðrétta óskýrar myndir sem hljótast af ókyrrð í lofthjúpi jarðar og áhrif vinds á stuðningskerfi sjónaukans. Þegar þessum merkilega, sveigjanlega spegli verður komið fyrir í sjónaukanum gerir hann E-ELT kleift að ná fræðilegri hámarksupplausn [2]. M4 spegillinn verður um 2,5 metrar í þvermál en aðeins 2 millímetrar að þykkt svo hægt er að sveigja hann líkt og filmu. Undir honum verða meira en ...
ann12035-is — Tilkynning
Helmingurinn kominn: 33 loftnet ALMA á Chajnantor
15. maí 2012: Á Chajnantor hásléttunni í norðurhluta Chile heldur flóknasta stjörnustöð jarðar, Atacama Large Millimeter/submillimeter Array (ALMA), áfram að vaxa. Þann 12. maí 2012 var enn eitt lofnet ALMA flutt upp á Chajnantor og urðu loftnetin þá í heild 33 talsins. Þar með hefur helmingi loftneta ALMA verið komið fyrir en samanlagt verða þau 66 þegar yfir lýkur árið 2013. Í þessum risaloftnetum, fimmtíu og fjórum 12 metra breiðum og tólf 7 metra breiðum, eru mjög næm mælitæki sem greina millímetra- og hálfsmillímetrageislun utan úr geimnum. Fyrsta loftnetið var flutt upp í stjórnstöðina, sem er í 5.000 metra hæð, í september 2009 (sjá eso0935). Þessi misserin, þegar smíði ALMA er um það bil að ljúka, fjölgar loftnetunum hratt. Loftnet ALMA eru í hæsta gæðaflokki. Hvert og eitt vegur um 100 tonn svo sérsmíðaða flutningabíla þarf til að flytja þau frá þjónustumiðstöðinni upp í stjórnstöðina, sem er í meiri hæð. Bílarnir tveir auk ...
ann12033-is — Tilkynning
ESOcast 43: Að sjá skýrt
10. maí 2012: Í október 2012 heldur ESO upp á 50 ára afmæli sitt en þangað til munum við sýna átta aukaþætti af ESOcast. Hver þáttur er kafli úr heimildarmyndinni Europe to the Stars — ESO’s First 50 Years of Exploring the Southern Sky. Í þriðja þætti þessarar raðar — 43. þætti ESOcast — er sagt frá flaggskipi ESO: Very Large Telescope (VLT). Í þættinum skoðum við hátæknina á bakvið sjónaukann sem hefur veitt stjörnufræðingum óviðjafnanlega sýn á alheiminn. Til að ná skörpum myndum af himninum þarf VLT að glíma við tvö veigamikil atriði sem bjaga myndir af fyrirbærum himins. Í fyrsta lagi aflagast speglar vegna stærðar þeirra. Þetta vandamál er leyst með tölvustýrðu stuðningskerfi — virkum sjóntækjum — sem tryggja að speglarnir halda réttir lögun á öllum stundum. Í öðru lagi gerir ókyrrð í lofthjúpi jarðar stjörnurnar móðukenndar. Aðlögunarsjóntæki leiðrétta bjögun lofthjúpsins í rauntíma með hjálp sveigjanlegra, tölvustýrðra spegla sem breyta lögun ...
ann12031-is — Tilkynning
Viðburðir í tilefni 50 ára afmælis ESO
27. apríl 2012: Viðburðarstjórum býðst nú að taka þátt í alþjóðlegri röð samræmdra viðburða þann 5. október 2012 þegar 50 ár verða liðin frá stofnun Stjörnustöðvar Evrópulanda á suðurhveli. Haldið verður upp á rannsóknir Evrópumanna á suðurhimninum með margvíslegum hætti. ESO býður almenningsstjörnustöðvum, stjörnuverum, vísindasöfnum, listasöfnun og fleiri opinberum stöðum, sem og fólki sem starfar á slíkum vettvangi, að hafa umsjón með einum af þessum viðburðum. Aðalviðburðurinn verður bein útsending frá Paranal stjörnustöð ESO í Chile þar Very Large Telescope (VLT), öflugasta stjörnusjónauka heims fyrir sýnilegt ljós, er að finna. Einnig verður birt glæsileg áður óséð stjörnuljósmynd frá ESO. Fyrir utan beinu útsendinguna og birtingu nýju myndarinnar, munu fulltrúar ESO heimsækja staðina, fjalla um stjörnustöðvar ESO og kynna nýjustu niðurstöður þeirra. Skipuleggjendur eiga líka kost á að bæta við ýmsu öðru aukreitis eins og kynningarefni, fyrirlestrum, sýningum, til dæmis Awesome Universe (50 ára afmælissýningu ESO) eða öðru. Hægt er að fá ýmsa varninga fyrir viðburðinn, ...
ann12030-is — Tilkynning
ESO ferðast til tunglsins og aftur til baka á 50 ára afmælisári sínu
27. apríl 2012: Þann 21. apríl 2012 beindi radíóamatörinn Jan Van Muijiwiljk, Dwingeloo útvarpssjónaukanum í Hollandi að tunglinu. Útvarpsbylgjurnar fluttu stafræna útgáfu af 50 ára afmælismerki ESO út í geiminn frá einkaendurvarpsstöð Howards Lings á Englandi. Eftir að fylgihnöttur jarðar hafði endurvarpað merkinu tók Jan við því innan við þremur sekúndum síðar, eftir meira en 800.000 km ferðalag. Útkoman sést á þessari mynd sem ferðaðist bókstaflega til tunglsins og aftur til baka. Patrick Barthelow, sem starfar við Echoes of Apollo, útbreiðslustarf Moonbounce [1] og STEM [2] fræðsluverkefnið, var upphafsmaður þessa verkefnis til að fagna 50 ára afmæli ESO. Listakonan Daniela de Paulis léði fyrst máls á Moonbounce hugmyndinni. Við bjóðum ykkur að taka þátt í hátíðahöldunum í tilefni af afmælinu okkar, hvort sem er með því að taka þátt í þeim verkefnum sem við stöndum fyrir eins og „AwESOme Universe“ ljósmyndasýningunni, eða með eigin verkefnum líkt og Patrick gerði. Ekki gleyma að segja okkur ...
ann12029-is — Tilkynning
AwESOme Universe — Alheimurinn með augum Stjörnustöðvar Evrópulanda á suðurhveli
26. apríl 2012: Stjörnustöð Evrópulanda á suðurhveli (ESO) býður almenningsstjörnustöðvum, stjörnuverum, vísindasöfnum, listasöfnum og aðra opinbera staði, sem og fólk sem starfar á slíkum stöðum, að gerast þátttakendur í alþjóðlegri ljósmyndasýningu árin 2012-2013 þar sem rannsóknum Evrópumanna á suðurhimninum er fagnað. Sýningin ber yfirskriftina „Awesome Universe — the Cosmos through the Eyes of the European Southern Observatory“ og er sett upp í tilefni af 50 ára afmæli ESO. Skipuleggjendur eiga möguleika á að sækja um styrki fyrir sýninguna. Sýningin er ætluð almenningi og munu gestir eiga kost á að berja augum 50 glæsilegar ljósmyndir af fyrirbærum eins og vetrarbrautum, geimþokum og stjörnuþyrpingum eins og þær hafa birst stjörnustöðum ESO, sem eru með öflugustu stjörnustöðum heims, auk fallegra mynda af stjörnustöðvunum sjálfum sem staðsettar eru á óvenjulegum en glæsilegum stöðum. Aukasýningarspjöld kynna ESO og það sem borið hefur á góma í 50 ára sögu samtakanna. Myndirnar eru stórglæsilegar og munu vekja áhuga stjörnuáhugafólks en ...
ann12028-is — Tilkynning
ESOcast 42: Horft til himins
19. apríl 2012: Í október 2012 heldur ESO upp á 50 ára afmæli sitt en þangað til munum við sýna átta aukaþætti af ESOcast. Hver þáttur er kafli úr heimildarmyndinni Europe to the Stars — ESO’s First 50 Years of Exploring the Southern Sky. „Horft til himins“ er annar þátturinn í þessari röð og jafnframt 42. þáttur ESOcast. Í þættinum skoðum við hvernig ESO hefur hjálpað til við að afhjúpa leyndardóma alheimsins. Stjörnufræðingar þurftu öflugri tæki til að rannsaka himininn og veitti ESO þeim þau. Með nýrri kynslóð byltingarkenndra sjónauka á jörðinni, hafa stjörnufræðingar fengið sæti í fremstu röð til að kanna undur alheimsins. Sjónaukar og mælitæki ESO hafa gert stjörnufræðingum kleift að skyggnast dýpra inn í alheiminn en nokkru sinni fyrr. Með þeim hafa þeir skoðað allt frá nálægum reikistjörnum í sólkerfinu okkar til vetrarbrauta í órafjarlægð, sumar hverjar sem sjást skömmu eftir að alheimurinn varð til fyrir næstum fjórtán milljörðum ára. ...
ann12025-is — Tilkynning
ESO er enn lang afkastamesta stjörnustöð heims
28. mars 2012: Árið 2011 rituðu stjörnufræðingar 783 ritrýndar greinar sem byggðu á mælingum með sjónaukum og mælitækjum ESO. Þetta er met í sögu ESO sem er þar af leiðandi enn lang afkastamesta stjörnustöð heims. Undanfarin ár hefur fjöldi greina, sem byggja á mælingum ESO, verið nánast hnífjafn fjölda greina sem byggja á mælingum Hubblessjónauka NASA og ESA. Eftir örlitla lægð árið 2009 tóku báðar stjörnustöðvar stökk. Gögn frá VLT/VLTI voru notuð í 551 grein árið 2011 sem er um 8% aukning frá árinu áður. Heildarfjöldi ritrýndra greinna sem byggja á mælingum VLT/VLTI, er nú kominn vel yfir 4.000. Síðustu ár hafa greinar sem byggja á gögnum úr gagnasafni ESO verið um 12% af heildarfjöldanum en árið 2011 varð aukning. Jafnvel þótt gögn frá VLT/VLTI, aðalsjónauka ESO, séu ekki talin með eru aðrir sjónaukar á Paranal og La Silla með álíka margar birtar greinar á ári og næst afkastamesta stjörnustöð jarðar, W. M. ...
ann12024-is — Tilkynning
ESO birtir The Messenger nr. 147
28. mars 2012: Nýjasta hefti The Messenger, tímariti ESO sem gefið er út ársfjórðungslega, er nú aðgengilegt á netinu. Í blaðinu eru nýjustu fréttir af ESO til umfjöllunar, allt frá nýjum mælitækjum til nýjustu uppgötvana. Helst ber að nefna: Frétt um framvindu Multi Unit Spectroscopic Explorer (MUSE), aðra kynslóð heildarsviðs-litrófsrita fyrir Very Large Telescope (VLT). Umfjöllun um fjögurra ára langri rannsókn Atacama Pathfinder EXperiment Sunyaev-Zel’dovich mælitækisins (APEX-SZ) á vetrarbrautaþyrpingum. Prófun á mælingum á yfirborðsbirtu sefíta í nær-innrauðu ljósi til að mæla fjarlægðir til þeirra. Söguna á bakvið leitina að meðalstórum svartholum í kúluþyrpingum og tengsl þeirra við risasvarthol sem urðu til snemma í myndun vetrarbrauta. Umfjöllun um GAIA-ESO Public Spectroscopic Survey, stóru safni hágæða litrófsmælinga á 100.000 stjörnum í vetrarbrautinni okkar.  
ann12022-is — Tilkynning
Ljósmyndir ESO í Star Walk
22. mars 2012: Mikið hefur verið skrifað og skrafað á netinu um Retina skjáinn í þriðju kynslóð iPad. Við vitum ekki um betri áskorun fyrir hann en að skoða stjörnuljósmyndir í miklum smáatriðum. Notfærðu þér til fulls kosti skjásins í þriðju kynslóð iPad og fjögurra kjarna grafík með því að skoða bestu myndir ESO af alheiminum. Vito Technology Inc.® hefur nú uppfært Star Walk stjörnufræðiforritið vinsæla fyrir nýja iPad-inn með betri grafík og innihaldi. Í Picture of the Day hluta forritsins eru sýndar ljósmyndir í hárri upplausn frá Stjörnustöð Evrópulanda á suðurhveli (ESO) og ESA/Hubble af stjörnuþyrpingum, Messierfyrirbærum og fleiri stjarnfræðlegum fyrirbærum. Star Walk forritið gerir stjörnuáhugafólki, nemendum og öðrum kleift að staðsetja og átta sig á yfir 20.000 fyrirbærum á næturhimninum með einföldum hætti. 360 gráðu stjörnukortið sýnir stjörnumerkin í þrívídd, stjörnur, reikistjörnur, gervitungl og vetrarbrauti sem eru á lofti á þeim tíma hvar sem er í heiminum. Í nýjustu uppfærslunni geta ...
ann12021-is — Tilkynning
ESOcast 41: Haldið suður á bóginn
21. mars 2012: Í október 2012 heldur ESO upp á 50 ára afmæli sitt en þangað til munum við sýna átta aukaþætti af ESOcast. Hver þáttur er kafli úr heimildarmyndinni Europe to the Stars — ESO’s First 50 Years of Exploring the Southern Sky. Fyrsti þátturinn — sem nefnist „Haldið suður á bóginn“ eða „Going South“ — segir frá tilurð ESO og einkum og sér í lagi hvers vegna evrópskir stjörnufræðingar ákváðu að rannsaka suðurhimininn með því að koma upp stjörnustöð í Chile. Þar til fyrir fimmtíu árum voru næstum allir stóri stjörnusjónaukar heims á norðurhveli. Stjörnufræðingar áttuðu sig þó fljótt á mikilvægi suðurhiminsins. Til að mynda sést miðja okkar vetrarbrautar mjög illa frá norðurhveli en kemst í hvirfilpunkt á suðurhveli. Önnur mikilvæg fyrirbæri eins og Magellansskýin — tvær fylgivetrarbrautir okkar vetrarbrautar — sjást ekki frá Evrópu en eru mjög áberandi sunnan miðbaugs. Að halda suður á bóginn hjálpaði líka til við að ...
ann12020-is — Tilkynning
22. hefti Science in School komið út!
19. mars 2012: Nýjasta hefti tímaritsins Science in School er nú aðgengilegt á netinu og í prentútgáfu. Tímaritið er eins og áður helgað náttúrufræðikennurum og inniheldur fjölmargar áhugaverðar greinar og verkefni fyrir nemendur og kennara. Í nýjasta heftinu er sjónum beint að vísindunum á bakvið réttarrrannsóknir og hvernig nemendur geta gert DNA prófíl í skólum. Af sama meiði er grein sem útskýrir hvernig búa má til eigin smásjá. Í greininni „Harnessing the power of the Sun“ er sagt frá virkni tokamak samrunaofna en af öðrum greinum má nefna umfjöllun um náttúrulega myndun vetnis í bakteríum, rannsóknir á hnattrænni hlýnun á Suðurheimsskautinu, ástríðu eins geimvísindamanns fyrir stjörnufræði og leiðbeiningar um smíði eigin pappírsflaugar. Ennfremur eru upplýsingar um síðustu evrópukeppni ungra vísindamanna þar sem aðstandendur EIROforum — ESO þar á meðal — gáfu vegleg verðlaun. Science in School er gefið út af EIROforum, samstarfsverkefni átta evrópskra rannsóknamiðstöðva sem ESO er aðili að. Tímaritið fjallar um ...
ann12019-is — Tilkynning
Erasure stefnir til stjarnanna með ESO
12. mars 2012: Erasure, breska „synthpop“ hljómsveitin fræga, birti í dag myndband við nýjustu smáskífu sína — Fill Us With Fire (ESO 50th Anniversary Exclusive) sem tileinkað er 50 ára afmæli ESO. Í myndbandinu kemur Very Large Telescope við sögu og nokkrar af glæsilegustu myndum ESO af næturhimninum. Þetta er þriðja og síðasta smáskífan af Tomorrow’s World, nýjustu plötu sveitarinnar sem kom út árið 2011. Hugmyndin varð til þegar Andy Bell, aðalsöngvari sveitarinnar, heimsótti stjörnustöðina. Stjörnustöðin er heimili Very Large Telescope (VLT) og situr á 2.600 metra háum fjallstindi í Atacamaeyðimörkinni í norðurhluta Chile. Þar er glæsilegt útsýni til allra átta yfir víðerni eyðimerkurinnar í kring og vitaskuld upp í næturhimininn. Andy heillaðist af þessari glæsilegu náttúru og óskaði eftir að fá að taka upp á meðan hann var á staðnum. Andy varði einum degi á Paranal í febrúar 2012 og tók á þeim tíma upp myndefni af honum flytja nýjustu smáskífu Erasure. ...
ann12018-is — Tilkynning
Ljósmyndir ESO í alheimssamhengi
9. mars 2012: Stjörnustöð Evrópulanda á suðurhveli hefur tekið í notkun staðal sem festir viðbótarupplýsingar um innihald (lýsigögn eða metadata) við ljósmyndir í myndasafni sínu. Staðallinn nefnist Astronomy Visualization Metadata en þróun hans er afrakstur samstarfs nokkurra stórra stjarnvísindasamtaka, þeirra á meðal NASA, ESA, California Academy of Sciences og University of Arizona. Nú er auðveldara en nokkru sinni fyrr að nálgast upplýsingar um þær glæsilegu ljósmyndir af alheiminum sem til eru, þar á meðal í gagnasafni ESO. Astronomy Visualization Metadata staðallinn var búínn til til að einfalda aðgengi að stjörnuljósmyndum með því að safna viðbótarupplýsingum um þær á staðlaðan hátt [1]. Í viðbótarupplýsingunum — þekktar sem lýsigögn (metadata) — eru geymdar upplýsingar svipaðar þeim sem finna má í öllum stafrænum ljósmyndum, svo sem myndhöfund, dagsetningu, stöðuhnit á himninum og þess háttar. Staðallinn er hins vegar hugsaður sérstaklega fyrir almenningsvænar stjörnuljósmyndir [2] sem tryggir auðvelda leit að myndum og að mun auðveldara en áður ...
ann12016-is — Tilkynning
BMW og Paranal
6. mars 2012: Hinn heimskunni bílaframleiðandi frá Bæjaralandi í Þýskalandi, BMW, valdi að nota Paranal stjörnustöð ESO, heimkynni Very Large Telescope (VLT), fyrir kynningarherferð sína á nýjasta bíl sínum, Gran Coupé úr 6. línu, sem frumsýndur verður á alþjóðlegu bílasýningunni í Genf þann 6. mars 2012. Bílinn sést fyrir framan nokkra af þeim sjónaukum sem mynda VLT. Glöggir taka eflaust eftir því að nýrri málmbyggingu hefur verið bætt við svæðið svo nýi tveggja dýra fólksbíll BMW lítur út eins og hann komi beint úr James Bond kvikmynd, rétt eins og hið margverðlaunaða Residencia hótel Paranal stjörnustöðvarinnar. Ský á himni er önnur óvenjuleg viðbót við myndina. Þótt ský séu algeng á flestum stöðum á jörðinni eru 330 dagar á ári heiðríkir í Paranal. Tekin var mynd af skýjum yfir Los Angeles og bætt inn á myndina. Atacamaeyðimörkin er einn þurrasti staður jarðar og er tindur Cerro Paranal í 2.600 metra hæð yfir sjávarmáli, langt ...
ann12015-is — Tilkynning
Næfurþunnir speglar fyrir hnífskarpar myndir af stjörnunum
2. mars 2012: Franska fyrirtækið SAGEM hefur afhent ESO næfurþunna spegilsskel sem ætluð er fyrir einn af sjónaukum Very Large Telescope. Skelin er 1120 millímetrar í þvermál en aðeins 2 millímetrar að þykkt og því þynnri en gler í flestum gluggum. Skelin verður að vera þetta þunn til að hún geti verkað sem sveigjanleg himna, eða því sem næst. Þegar henni verður komið fyrir á sjónaukanum, verður lögun hennar stöðugt breytt hárfítt svo hægt sé að leiðrétta bjögun af völdum ókyrrðar í lofthjúpi jarðar og þannig ná miklu skarpari myndum af stjörnunum. Spegilsskelin er úr keramikefni sem hefur verið slípað til mjög nákvæmlega. Framleiðsluferlið hófst með meira en 70mm þykkum kubbi af Zeradour keramiki frá Schott Glass fyrirtækinu í Þýskalandi. Stærstur hluti kubbsins var fægður burt svo að lokum varð eftir þessi þunna skel. Mesta áskorunin var að beita glerið litlum þrýstingi og lítilli spennu í öllu framleiðsluferlinu. Mjög erfitt er að smíða ...
ann12014-is — Tilkynning
ESO Call for Proposal fyrir tímabil 90 birt
29. febrúar 2012: ESO Call for Proposals fyrir tímabil 90 hefur verið birt. Skilafrestur er til klukkan 12:00 á hádegi á mið-Evróputíma þann 29. mars 2012.
Niðurstöður 21 til 38 af 38