Samstarfsaðilar

Vísindasamstarf

Hjá ESO býðst framhaldsnemum og ungum stjörnufræðingum (að loknu doktorsnámi), doktorsnemendum og meistaranemendum að vinna að umfangsmiklum rannsóknum, færa sig um set og öðlast dýrmæta reynslu. ESO býður einnig stundum styrkþegum (t.d. Marie-Curie) að dvelja hjá sér. Ungir og eldri vísindamenn frá aðildaríkjunum og öðrum löndum starfa oft tímabundið sem gestavísindamenn við einhverjar af stjörnustöðvum ESO. Þessu til viðbótar stendur ESO fyrir alþjóðlegum ráðstefnum um stjarnvísindi og tækniþróun og styrkir auk þess útgáfu alþjóðlega tímaritsins Astronomy & Astrophysics.

Samstarf við iðnaðinn

ESO leitast við að bjóða notendum sínum upp á betri stjörnusjónauka og mælitæki og vinnur þess vegna náið með fjölmörgum evrópskum hátæknifyrirtækjum og &ndashstofnunum. Án virkrar þátttöku innlendra fyrirtækja allra aðildaríkja auk Chile væri ógerlegt að halda þessum verkefnum gangandi. Frekari upplýsingar er að finna undir Tengsl við atvinnulífið.

ESO og Evrópusambandið

ESO er í fremstu röð stjarnvísindasamtaka í Evrópu. Frá stofnun þess árið 1962 hefur ESO haft forgöngu um þróun og framkvæmd stærstu rannsóknarverkefna heims í stjarnvísindum og haft yfirumsjón með evrópsku samstarfi í stjarnvísindum, eins og Evrópusamningurinn gefur tilefni til. ESO er þess vegna vel undir það búið að leggja sinn skerf til Evrópska rannsóknarsvæðisins (European Research Area) sem Evrópusambandið setti á laggirnar til að efla vísindarannsóknir og tækniþróun í Evrópu og uppfylla markmið Lissabon áætlunarinnar.

ESO og Evrópusambandið tengjast einkum í gegnum:

Þótt sum verkefni tengist rannsóknum og tækniþróun í Evrópu snúa önnur að miðlun vísinda og mennta til almennings. ESO tekur þátt í að móta stefnu Evrópu í vísindum og tækni og eflingar Evrópska rannsóknarsvæðisins.