Um ESO

Loading player...

ESO, European Southern Observatory, stjörnustöð Evrópulanda á suðurhveli, er stærsta fjölþjóðlega stjörnustöð Evrópu og ein öflugasta stjörnustöð heims. ESO tryggir stjarnvísindamönnum rannsóknaaðstöðu á heimsmælikvarða og nýtur til þess stuðnings Austurríkis, Belgíu, Brasilíu, Tékklands, Danmörku, Finnlands, Frakklands, Þýskalands, Ítalíu, Hollands, Portúgals, Spánar, Svíþjóðar, Sviss og Bretlands. Nokkrar aðrar þjóðir hafa lýst yfir áhuga á þátttöku í samstarfinu.

Höfuðstöðvar ESO (vísinda-, tækni- og þjónustumiðstöðvar samtakanna) eru staðsettar í Garching nærri Munchen í Þýskalandi. Einnig rekur ESO útibú í Santiago í Chile auk þriggja stjörnustöðva þar í landi. Í La Silla, starfrækir ESO nokkra meðalstóra stjörnusjónauka, þar á meðal þann sem skilað hefur mestum árangri í leit að reikistjörnum utan sólkerfisins. Í 2600 metra hæð á Paranalfjalli eru fjórir fullkomnustu stjörnusjónaukar heims, Very Large Telescope (VLT). Þar er einnig VLT víxlmælirinn auk tveggja kortlagningarsjónauka, VST og VISTA. Þriðja stjörnustöðin er á 5000 metra hásléttu, Llano de Chajnantor, skammt frá San Pedro de Atacama. Þar er starfræktur útvarpssjónaukinn APEX) og ALMA, byltingarkennd risaröð 12 metra breiðra útvarpsloftneta, sem reist er í samvinnu við lönd í Norður-Ameríku, austanverðri Asíu og Chile.

ESO hyggur einnig á smíði 39,3 metra risasjónauka, Eurpean Extremely Large Telescope eða E-ELT, sem verður „stærsta auga jarðar“.

Árlega leggja aðildarríki ESO um 140 milljónir evra til starfseminnar. Þar starfa um 700 manns.

Með því að reisa og reka öflugustu stjörnustöðvar heims leggur ESO grunn að mikilvægum uppgötvunum í vísindum. Það býður upp á möguleika við þróun nýrrar tækni og samstarfi við hátæknifyrirtæki sem er góður stökkpallur fyrir evrópskan iðnað.

"An almost unique level of international cooperation is achieved at ESO, and everything is done by those who can do it best, irrespective of their country or institution. This spirit of excellence is an example for all Europe."

Mrs. Maria van der Hoeven, Minister of Education, Culture and Science, the Netherlands

eso headquarters garching

ESO Headquarters

Chile Map

Sites in Chile