1 00:00:02,080 --> 00:00:06,640 Að sjá skýrt 2 00:00:08,020 --> 00:00:11,590 Stærra er betra — að minnsta kosti þegar um spegilsjónauka er að ræða. 3 00:00:11,590 --> 00:00:16,670 Stórir speglar þurfa hins vegar að vera þykkir svo þeir aflagist ekki undan eigin þunga. 4 00:00:17,340 --> 00:00:21,610 Í rauninni aflagast stórir speglar hvort sem er, sama hversu þykkir og þungir þeir eru. 5 00:00:22,680 --> 00:00:29,360 Lausnin? Þunnir, léttir speglar og töfrabragð sem kallast virk sjóntæki. 6 00:00:30,330 --> 00:00:33,350 ESO ruddi brautina fyrir þessa tækni í lok níunda áratugarins 7 00:00:33,350 --> 00:00:36,040 með New Technology Telescope. 8 00:00:37,450 --> 00:00:39,710 Og þetta er eins og hún gerist best. 9 00:00:39,710 --> 00:00:45,760 Speglar Very Large Telescope (VLT) eru 8,2 metrar í þvermál... 10 00:00:45,760 --> 00:00:48,500 ...en aðeins 20 sentímetra þykkir. 11 00:00:49,330 --> 00:00:50,330 Brellan er þessi: 12 00:00:50,990 --> 00:00:53,330 Tölvustýrt stuðningskerfi sem tryggir 13 00:00:53,330 --> 00:00:59,080 að speglarnir halda ávallt réttri lögun með nanómetra nákvæmni. 14 00:01:15,640 --> 00:01:18,950 VLT er flaggskip ESO. 15 00:01:18,950 --> 00:01:25,860 Fjórir nákvæmlega eins sjónaukar sem sameina krafta sína á tindi Cerro Paranal í norður Chile. 16 00:01:25,860 --> 00:01:28,040 Þeir voru smíðaðir í lok tíunda áratugarins 17 00:01:28,040 --> 00:01:32,740 og tryggja stjörnufræðingum bestu tækni sem völ er á. 18 00:01:37,580 --> 00:01:42,930 Í miðri Atacamaeyðimörkinni bjó ESO til paradís stjörnufræðingsins. 19 00:01:58,240 --> 00:02:00,560 Vísindamennirnir gista í La Residencia 20 00:02:00,560 --> 00:02:04,240 hóteli sem var að hluta til grafið undir jarðveginn 21 00:02:04,240 --> 00:02:06,390 á einum þurrasta stað veraldar. 22 00:02:06,870 --> 00:02:12,940 Innandyra eru pálmatré, sundlaug og... ljúffeng chilesk sætindi. 23 00:02:16,260 --> 00:02:16,530 Að sjálfsögðu 24 00:02:16,530 --> 00:02:21,020 er helsta aðdráttarafl Very Large Telescope ekki sundlaugin 25 00:02:21,020 --> 00:02:24,790 heldur óviðjafnanlegt útsýni út í alheiminn. 26 00:02:29,600 --> 00:02:33,710 Án þunnra spegla og virkra sjóntækja væri VLT óhugsandi. 27 00:02:34,200 --> 00:02:35,280 En það er fleira. 28 00:02:35,280 --> 00:02:40,550 Stjörnurnar sýnast móðukenndar, jafnvel séðar með bestu og stærstu sjónaukunum. 29 00:02:40,550 --> 00:02:44,590 Ástæðan? Lofthjúpur jarðar bjagar myndirnar. 30 00:02:49,300 --> 00:02:53,410 Þá kemur önnur brella til sögunnar: Aðlögunarsjóntæki. 31 00:02:55,130 --> 00:03:01,410 Á Paranal er leysigeislum skotið upp í næturhimininn og þannig útbúnar gervistjörnur. 32 00:03:01,410 --> 00:03:05,020 Nemar nota gervistjörnurnar til að mæla bjögun lofthjúpsins. 33 00:03:05,020 --> 00:03:08,150 Hundrað sinnum á sekúndu, 34 00:03:08,150 --> 00:03:12,420 er myndin leiðrétt með tölvustýrðum, sveigjanlegum speglum. 35 00:03:13,930 --> 00:03:19,690 Og árangurinn? Líkt og ef ókyrr lofthjúpurinn væri tekinn burt. 36 00:03:20,090 --> 00:03:21,450 Sjáðu muninn! 37 00:03:28,470 --> 00:03:31,880 Vetrarbrautin okkar er stór þyrilþoka. 38 00:03:31,880 --> 00:03:36,190 Í kjarna hennar — í 27.000 ljósára fjarlægð — 39 00:03:36,190 --> 00:03:41,630 er ráðgáta sem Very Large Telescope ESO hjálpaði til við að leysa. 40 00:03:43,859 --> 00:03:47,510 Stór rykský birgja okkur sýn inn að miðju vetrarbrautarinnar. 41 00:03:47,510 --> 00:03:51,560 En næmar innrauðar myndavélar geta skyggnst í gegnum rykið 42 00:03:51,560 --> 00:03:54,290 og svipt hulunni af því sem leynist bakvið. 43 00:04:00,220 --> 00:04:05,560 Með hjálp aðlögunarsjóntækja sýna þær tugi rauðra risastjarna. 44 00:04:05,870 --> 00:04:09,500 Á liðnum árum hafa þessar stjörnur sést hreyfast! 45 00:04:09,500 --> 00:04:14,270 Þær hringasóla í kringum ósýnilegt fyrirbæri í hjarta vetrarbrautarinnar. 46 00:04:16,040 --> 00:04:21,670 Af hreyfingum þeirra að dæma hlýtur ósýnilega fyrirbærið að vera gríðarlega massamikið. 47 00:04:22,440 --> 00:04:29,000 Risavaxið svarthol, meira en 4,3 milljón sinnum massameira en sólin okkar. 48 00:04:29,730 --> 00:04:33,760 Stjörnufræðingar hafa meira að segja séð orkuríka blossa frá gasskýjum 49 00:04:33,760 --> 00:04:35,510 sem svartholið gleypir. 50 00:04:35,510 --> 00:04:40,460 Allt saman sjáanlegt með hjálp aðlögunarsjóntækja. 51 00:04:42,340 --> 00:04:47,050 Þunnir speglar og virk sjóntæki gera okkur kleift að smíða risasjónauka. 52 00:04:47,050 --> 00:04:50,050 Og aðlögunarsjóntækin sjá um ókyrrðina í lofthjúpnum 53 00:04:50,050 --> 00:04:53,430 og skila hnífskörpum myndum. 54 00:04:54,210 --> 00:04:56,260 En við eigum fleiri ása í erminni. 55 00:04:56,260 --> 00:05:00,440 Þriðja brellan er kölluð víxlmælingar. 56 00:05:03,080 --> 00:05:06,030 VLT samanstendur af fjórum sjónaukum. 57 00:05:06,030 --> 00:05:12,170 Saman geta þeir verkað sem 130 metra breiður sýndarsjónauki. 58 00:05:14,730 --> 00:05:20,350 Ljósi sem stakir sjónaukarnir safna er veitt í gegnum göng 59 00:05:20,350 --> 00:05:23,460 og safnað saman í rannsóknarstofu neðanjarðar. 60 00:05:25,220 --> 00:05:31,280 Hér er ljósið sameinað með leysimælingartækni og flóknu seinkunarkerfi. 61 00:05:36,160 --> 00:05:41,070 Heildarútkoman er samanlögð ljóssöfnunargeta fjögurra 8,2 metra spegla 62 00:05:41,070 --> 00:05:47,370 og haukfrán sjón ímyndaðs sjónauka á stærð við fimmtíu tennisvelli. 63 00:05:50,240 --> 00:05:54,010 Fjórir hjálparsjónaukar veita kerfinu meiri sveigjanleika. 64 00:05:54,010 --> 00:05:57,340 Þeir sýnast smáir við hlið risanna fjögurra. 65 00:05:57,340 --> 00:06:01,990 Samt hafa þeir 1,8 metra breiða spegla. 66 00:06:01,990 --> 00:06:07,580 Stærri en stærstu sjónaukar heims fyrir rétt rúmri öld! 67 00:06:09,300 --> 00:06:12,070 Víxlmælingar eru nokkurs konar kraftaverk. 68 00:06:12,070 --> 00:06:16,270 Stjörnuljósatöfrar í eyðimörkinni. 69 00:06:16,270 --> 00:06:20,270 Og niðurstöðurnar eru tilkomumiklar. 70 00:06:22,380 --> 00:06:26,850 Víxlmælir Very Large Telescope sýnir fimmtíu sinnum fínni smáatriði 71 00:06:26,850 --> 00:06:28,920 en Hubble geimsjónaukinn. 72 00:06:31,990 --> 00:06:36,220 Hann gaf okkur til dæmis nærmynd af vampírustjörnu. 73 00:06:38,180 --> 00:06:41,050 Stjörnu sem sýgur efni frá förunauti sínum. 74 00:06:45,690 --> 00:06:50,470 Óreglulegar hviður stjörnuryks hafa sést umhverfis Betelgás — 75 00:06:50,470 --> 00:06:54,430 risastjörnu sem er um það bil að springa. 76 00:06:56,770 --> 00:07:02,020 Og í rykskífum nýfæddra stjarna hafa stjörnufræðingar fundið ... 77 00:07:03,010 --> 00:07:06,370 ... hráefnið í reikistjörnur framtíðinnar. 78 00:07:07,100 --> 00:07:12,710 Very Large Telescope er skarpasta auga mannkynsins. 79 00:07:13,400 --> 00:07:16,780 En stjörnufræðingar hafa aðrar leiðir til að víkka sjóndeildarhringinn 80 00:07:16,780 --> 00:07:18,890 og bæta útsýni sitt. 81 00:07:18,890 --> 00:07:21,720 Hjá Stjörnustöð Evrópulanda á suðurhveli 82 00:07:21,720 --> 00:07:27,610 hafa þeir lært að sjá alheiminn í gerólíku ljósi.