1 00:00:02,500 --> 00:00:05,500 Þetta er ævintýraleg saga... 2 00:00:10,500 --> 00:00:15,500 Saga um forvitni, hugrekki og elju... 3 00:00:18,500 --> 00:00:23,500 Sagan af því hvernig Evrópa hélt suður á bóginn til að rannsaka stjörnurnar. 4 00:01:12,500 --> 00:01:16,500 Haldið suður á bóginn 5 00:01:17,500 --> 00:01:22,500 Velkomin til ESO, stjörnustöðvar Evrópulanda á suðurhveli. 6 00:01:25,500 --> 00:01:28,500 Fimmtíu ára gömul en líflegri en nokkru sinni fyrr. 7 00:01:34,500 --> 00:01:37,500 ESO er hlið Evrópu til stjarnanna. 8 00:01:38,500 --> 00:01:41,500 Hér sameina stjörnufræðingar frá fimmtán löndum krafta sína 9 00:01:41,500 --> 00:01:43,500 til að ráða fram úr leyndardómum alheimsins. 10 00:01:45,000 --> 00:01:46,000 Hvernig? 11 00:01:46,000 --> 00:01:49,500 Með því að byggja stærstu sjónauka veraldar. 12 00:01:49,500 --> 00:01:51,500 Hanna næmar myndavélar og mælitæki. 13 00:01:52,500 --> 00:01:54,500 Grannskoða himininn. 14 00:01:56,500 --> 00:01:59,500 Í störfum sínum hafa þeir horft á nálæg og fjarlæg fyrirbæri 15 00:01:59,500 --> 00:02:02,500 allt frá halastjörnum á fleygiferð um sólkerfið, 16 00:02:02,500 --> 00:02:06,500 til fjarlægra vetrarbrauta við endimörk rúms og tíma, 17 00:02:06,500 --> 00:02:11,500 og veita okkur ferska sýn á alheiminn sem engin fordæmi eru fyrir. 18 00:02:43,000 --> 00:02:45,500 Leyndardómsfullan alheim. 19 00:02:46,500 --> 00:02:48,500 Og óhemju fagran. 20 00:02:50,000 --> 00:02:52,000 Frá afskekktum fjallstindum í Chile, 21 00:02:52,000 --> 00:02:54,500 teygja evrópskir stjörnufræðingar sig til stjarnanna. 22 00:02:55,000 --> 00:02:56,000 En hvers vegna Chile? 23 00:02:56,500 --> 00:02:59,500 Hvers vegna héldu stjörnufræðingar í suðurátt? 24 00:03:03,500 --> 00:03:07,500 Höfuðstöðvar Stjörnustöðvar Evrópulanda á suðurhveli eru í Garching í Þýskalandi. 25 00:03:11,500 --> 00:03:15,500 En frá Evrópu sést aðeins hluti himinsins. 26 00:03:15,500 --> 00:03:19,500 Til að fylla í eyðurnar þarf að halda suður á bóginn. 27 00:03:28,500 --> 00:03:32,500 Um aldir voru kort af suðurhimninum að miklu leyti auð — 28 00:03:32,500 --> 00:03:35,500 ókannaðar lendur himinsins. 29 00:03:37,500 --> 00:03:39,000 1595. 30 00:03:39,500 --> 00:03:43,500 Í fyrsta sinn lögðu hollensk kaupskip úr vör og sigldu til Austur-Indía. 31 00:03:49,500 --> 00:03:53,500 Á næturnar mældu siglingafræðingarnir Pieter Keyser og Frederik de Houtman 32 00:03:53,830 --> 00:03:58,890 staðsetningar meira en 130 stjarna á suðurhimninum. 33 00:04:05,500 --> 00:04:10,500 Fljótlega sýndu hnattlíkön og kort tólf ný stjörnumerki 34 00:04:10,500 --> 00:04:14,500 sem enginn Evrópumaður hafði séð áður. 35 00:04:16,500 --> 00:04:20,500 Bretar voru fyrstir til að koma upp varanlegri stjörnustöð 36 00:04:20,500 --> 00:04:21,500 á suðurhveli jarðar. 37 00:04:22,500 --> 00:04:27,500 Konunglega stjörnustöðin á Góðrarvonarhöfða var sett á laggirnar árið 1820. 38 00:04:28,500 --> 00:04:33,000 Skömu síðar kom John Herschel upp sinni eigin stjörnustöð 39 00:04:33,000 --> 00:04:35,500 nálægt hinu fræga Borðfjalli í Suður Afríku. 40 00:04:38,500 --> 00:04:39,500 Hvílíkt útsýni! 41 00:04:39,500 --> 00:04:44,500 Dimmur himinn. Bjartar þyrpingar og stjörnuský hátt á lofti. 42 00:04:46,500 --> 00:04:49,500 Engin furða að stjörnustöðvar Harvard, Yale og Leiden 43 00:04:49,500 --> 00:04:53,500 fylgdu í kjölfarið með sínar eigin stjörnustöðvar á suðurhveli. 44 00:04:53,500 --> 00:04:56,500 En könnun suðurhiminsins 45 00:04:56,500 --> 00:05:00,500 krafðist hugrekkis, ástríðu og elju. 46 00:05:05,500 --> 00:05:08,000 Þar til fyrir fimmtíu árum 47 00:05:08,000 --> 00:05:12,500 voru næstum allir stórir stjörnusjónaukar heims norðan miðbaugs. 48 00:05:13,500 --> 00:05:15,500 Hvers vegna er suðurhimininn svona mikilvægur? 49 00:05:17,500 --> 00:05:21,500 Í fyrsta lagi var hann að mestu ókannaður. 50 00:05:22,000 --> 00:05:24,500 Allur himininn sést einfaldlega ekki frá Evrópu. 51 00:05:25,500 --> 00:05:29,500 Miðja okkar vetrarbrautar er gott dæmi. 52 00:05:29,500 --> 00:05:32,500 Hún sést varla frá norðurhveli jarðar 53 00:05:32,500 --> 00:05:34,500 en frá suðurhvelinu er hún hátt á lofti. 54 00:05:36,500 --> 00:05:38,500 Að ógleymdum Magellansskýjunum — 55 00:05:38,780 --> 00:05:42,100 tveimur litlum fylgivetrarbrautum okkar vetrarbrautar. 56 00:05:43,000 --> 00:05:47,500 Þær sjást ekki frá norðurhveli en eru mjög áberandi sunnan miðbaugs. 57 00:05:48,500 --> 00:05:49,500 Og að lokum 58 00:05:49,500 --> 00:05:53,800 plagaði ljósmengun og óhagstætt veður evrópska stjörnufræðinga. 59 00:05:54,500 --> 00:05:57,000 Að halda suður á bóginn myndi leysa flest vandamál þeirra. 60 00:06:00,500 --> 00:06:04,500 Bátsferð í Hollandi í júní 1953. 61 00:06:04,500 --> 00:06:07,000 Hér á IJsselmeer 62 00:06:07,000 --> 00:06:10,000 sögðu þýsk-bandaríski stjörnufræðingurinn Walter Baade 63 00:06:10,000 --> 00:06:12,500 og hollenski stjörnufræðingurinn Jan Oort 64 00:06:12,500 --> 00:06:15,500 samstarfsfélögum sínum frá áætlunum um evrópska stjörnustöð 65 00:06:15,500 --> 00:06:17,500 á suðurhveli jarðar. 66 00:06:22,500 --> 00:06:27,000 Ekkert Evrópuríki gat keppt eitt og óstutt við Bandaríkin 67 00:06:27,000 --> 00:06:29,000 en í samstarfi væri það mögulegt. 68 00:06:29,500 --> 00:06:34,500 Sjö mánuðum seinna komu tólf stjörnufræðingar frá sex löndum saman hér 69 00:06:34,500 --> 00:06:37,000 í hinu virðulega þingherbergi Leidenháskóla. 70 00:06:37,000 --> 00:06:39,500 Þeir undirrituðu yfirlýsingu 71 00:06:39,500 --> 00:06:44,500 og sögðu frá ósk sinni um að setja á laggirnar evrópska stjörnustöð í Suður Afríku. 72 00:06:45,500 --> 00:06:47,500 Þetta ruddi brautina fyrir stofnun ESO. 73 00:06:48,500 --> 00:06:51,500 En bíðum við!... Suður Afríka? 74 00:06:52,500 --> 00:06:54,000 Að vissu leyti var það skiljanlegt. 75 00:06:54,000 --> 00:06:59,500 Í Suður Afríku var þegar Höfðastjörnustöðin og eftir árið 1909 76 00:06:59,500 --> 00:07:02,500 Transvaal-stjörnustöðin í Jóhannesarborg. 77 00:07:02,500 --> 00:07:07,000 Stjörnustöð Leiden hafði sína eigin stöð á suðurhveli í Hartebeespoort. 78 00:07:09,500 --> 00:07:11,500 Árið 1955 79 00:07:11,500 --> 00:07:17,000 komu stjörnufræðingar upp búnaði til að finna besta staðinn undir stóran sjónauka. 80 00:07:17,000 --> 00:07:23,500 Zeekoegat í Karoo eyðimörkinni. Eða Tafelkopje í Bloemfontein. 81 00:07:24,500 --> 00:07:27,500 En veðrið var alls ekki hagstætt. 82 00:07:28,500 --> 00:07:34,500 Í kringum 1960 var sjónum beint að hrikalegu landslagi norðurhluta Chile. 83 00:07:35,500 --> 00:07:38,500 Hér höfðu bandarískir stjörnufræðingar líka hug á 84 00:07:38,500 --> 00:07:41,000 að koma upp eigin stjörnustöð á suðurhveli 85 00:07:41,000 --> 00:07:47,500 Í erfiðum hestaleiðangrum kom í ljós að aðstæður voru miklu betri en í Suður Afríku. 86 00:07:48,500 --> 00:07:52,500 Árið 1963 var ákvörðun tekin. Chile skyldi það vera. 87 00:07:52,500 --> 00:07:55,500 Sex mánuðum seinna var La Silla fjall valið 88 00:07:55,500 --> 00:07:58,500 sem framtíðarstaðsetning Stjörnustöðvar Evrópulanda á suðurhveli. 89 00:07:58,500 --> 00:08:02,500 ESO var ekki lengur fjarlægur draumur. 90 00:08:03,500 --> 00:08:10,000 Að lokum undirrituðu fimm Evrópuríki ESO sáttmálann þann 5. október 1962 91 00:08:10,000 --> 00:08:15,500 sem er opinber afmælisdagur Stjörnustöðvar Evrópulanda á suðurhveli. 92 00:08:15,500 --> 00:08:19,000 Belgía, Þýskaland, Frakkland, Holland og Svíþjóð 93 00:08:19,000 --> 00:08:23,500 voru staðráðin í að stefna í sameiningu til stjarnanna á suðurhveli. 94 00:08:25,500 --> 00:08:29,500 La Silla og nágrenni var keypt af Chileska ríkinu. 95 00:08:30,500 --> 00:08:32,500 Vegur var lagður úti í óbyggðum. 96 00:08:33,500 --> 00:08:39,000 Fyrsti sjónauki ESO tók á sig mynd í stálsmiðju í Rotterdam 97 00:08:40,500 --> 00:08:43,500 Og í desember 1966 98 00:08:43,500 --> 00:08:48,500 opnaði Stjörnustöð Evrópulanda á suðurhveli fyrsta auga sitt. 99 00:08:48,500 --> 00:08:54,500 Evrópa hafði lagt í mikla vegferð til að uppgötva alheiminn.