1 00:00:02,220 --> 00:00:04,240 Þetta er ESOcast! 2 00:00:04,240 --> 00:00:07,860 Vísindi í fremstu röð og lífið á bak við tjöldin hjá ESO, 3 00:00:07,860 --> 00:00:10,330 Stjörnustöð Evrópulanda á suðurhveli, 4 00:00:10,500 --> 00:00:17,810 könnun á undrum alheimsins með þáttarstjórnandanum Dr J, einnig þekktur sem Dr Joe Liske. 5 00:00:20,000 --> 00:00:23,120 Komið þið sæl og verið velkomin í þennan aukaþátt ESOcast. 6 00:00:23,500 --> 00:00:27,830 Í aðdragandi 50 ára afmælis ESO í október 2012 7 00:00:27,830 --> 00:00:30,560 munum við sýna átta aukaþætti 8 00:00:30,560 --> 00:00:35,620 um fyrstu 50 árin í rannsóknum ESO á suðurhimninum. 9 00:00:39,660 --> 00:00:44,600 Að smíða stórt 10 00:00:49,910 --> 00:00:52,820 Stjörnufræði er stór vísindagrein. 11 00:00:55,410 --> 00:00:57,170 Alheimurinn er risavaxinn 12 00:00:57,170 --> 00:01:01,610 og rannsóknir á honum krefjast stórra mælitækja. 13 00:01:06,350 --> 00:01:10,830 Þetta er 5 metra breiði Hale spegilsjónaukinn á Palomarfjalli. 14 00:01:10,830 --> 00:01:15,740 Þegar Stjörnustöð Evrópulanda á suðurhveli var stofnuð fyrir fimmtíu árum 15 00:01:15,740 --> 00:01:19,190 var hann stærsti sjónauki í heiminum. 16 00:01:20,440 --> 00:01:26,000 Very Large Telescope ESO á Cerro Paranal er sá þróaðasti í dag. 17 00:01:26,500 --> 00:01:29,310 Hann er öflugasti sjónauki sögunnar 18 00:01:29,310 --> 00:01:33,690 og hefur sýnt okkur alheiminn í allri sinni dýrð. 19 00:01:36,330 --> 00:01:40,600 En stjörnufræðingar eygja enn stærri tæki. 20 00:01:40,600 --> 00:01:43,960 Og ESO lætur drauma þeirra rætast. 21 00:01:58,310 --> 00:02:00,630 San Pedro de Atacama. 22 00:02:02,000 --> 00:02:05,560 Á afviknum stað innan um glæsileg náttúruundur 23 00:02:05,560 --> 00:02:10,080 er þessi heillandi bær heimkynni innfæddra Atacameños 24 00:02:10,080 --> 00:02:12,630 en líka bakpokaferðalanga með ævintýraþrá. 25 00:02:14,890 --> 00:02:18,690 Og stjörnufræðinga og tæknimanna ESO. 26 00:02:24,000 --> 00:02:28,070 Skammt frá San Pedro er daumatæki ESO að taka á sig mynd. 27 00:02:28,070 --> 00:02:33,660 Tækið kallast ALMA – Atacama Large Millimeter/submillimeter Array. 28 00:02:34,740 --> 00:02:40,100 ALMA er samstarfsverkefni Evrópu, Norður Ameríku og austur Asíu. 29 00:02:40,100 --> 00:02:43,060 Hún virkar eins og risavaxin súmlinsa. 30 00:02:43,060 --> 00:02:48,340 Þegar loftnetin 66 eru þétt saman fæst víðmynd af himninum. 31 00:02:48,340 --> 00:02:54,240 En þegar þau eru færð sundur sýna þau miklu fínni smáatriði á smærra svæði á himninum. 32 00:02:56,370 --> 00:03:01,060 Á hálfsmillímetra-bylgjulengdum sér ALMA alheiminn í öðru ljósi. 33 00:03:01,060 --> 00:03:02,720 En hvað mun hann leiða í ljós? 34 00:03:04,260 --> 00:03:09,740 Myndun fyrstu vetrarbrautanna í alheiminum í kjölfar Miklahvells. 35 00:03:12,480 --> 00:03:15,110 Köld og rykug ský úr sameindagasi 36 00:03:15,110 --> 00:03:19,200 — staðina þar sem nýjar sólir og reikistjörnur verða til. 37 00:03:22,810 --> 00:03:25,370 Og efnafræði alheimsins. 38 00:03:29,170 --> 00:03:34,160 ALMA mun finna lífrænar sameindir — byggingareiningar lífsins. 39 00:03:38,260 --> 00:03:42,070 Smíði loftneta fyrir ALMA er í fullum gangi. 40 00:03:43,020 --> 00:03:46,420 Tveir risaflutningabílar, kallaðir Ottó og Lorre 41 00:03:46,420 --> 00:03:50,590 sjá um að flytja fullkláruð loftnetin upp á Chajnantor hásléttuna. 42 00:03:56,790 --> 00:03:58,690 Í 5.000 metra hæð yfir sjávarmáli 43 00:03:58,690 --> 00:04:02,980 gefur röðin betri mynd af alheiminum í örbylgjuljósi en nokkru sinni fyrr. 44 00:04:10,090 --> 00:04:11,950 Þegar ALMA er næstum fullkláruð 45 00:04:11,950 --> 00:04:16,060 eru enn nokkur ár í næsta draumatæki ESO. 46 00:04:16,060 --> 00:04:18,130 Sérðu fjallið þarna? 47 00:04:18,130 --> 00:04:20,769 Þetta er Cerro Armazones. 48 00:04:22,900 --> 00:04:24,260 Ekki svo ýkja langt frá Paranal 49 00:04:24,260 --> 00:04:29,500 en þar verður stærsti sjónauki í sögu mannkyns reistur. 50 00:04:30,000 --> 00:04:34,680 Hér gefur að líta European Extremely Large Telescope. 51 00:04:35,110 --> 00:04:37,820 Stærsta auga jarðar. 52 00:04:42,600 --> 00:04:45,730 Safnspegillinn verður næstum fjörutíu metrar í þvermál 53 00:04:45,730 --> 00:04:51,260 svo allir aðrir sjónaukar verða dvergvaxnir við hlið E-ELT. 54 00:04:53,290 --> 00:04:56,620 Næstum átta hundruð tölvustýrðir spegilhlutar. 55 00:04:58,280 --> 00:05:02,510 Sjóntækin eru flókin til að skörpustu hugsanlegu myndir náist. 56 00:05:04,990 --> 00:05:08,150 Hvolf á hæð við kirkjuturn. 57 00:05:13,120 --> 00:05:17,530 E-ELT er æfing í efsta stigi lýsingarorða. 58 00:05:20,670 --> 00:05:25,170 En að sjálfsögðu eru raunverulegu undrin þarna úti í alheiminum. 59 00:05:30,720 --> 00:05:35,100 E-ELT mun taka myndir af reikistjörnum á braut um aðrar stjörnur. 60 00:05:38,760 --> 00:05:42,820 Litrófsriti hans mun þefa af lofthjúpum þessara framandi hnatta 61 00:05:42,820 --> 00:05:45,120 í leit að ummerkjum lífs. 62 00:05:48,910 --> 00:05:54,250 Lengra í burtu mun E-ELT rannsaka stakar stjörnur í öðrum vetrarbrautum. 63 00:05:54,250 --> 00:05:59,080 Því mætti líkja við að hitta íbúa nágrannaborgar í fyrsta sinn. 64 00:06:00,000 --> 00:06:02,390 Þessi risavaxna tímavél 65 00:06:02,390 --> 00:06:06,130 gerir okkur kleift að horfa milljarða ára aftur í tímann 66 00:06:06,130 --> 00:06:08,400 og sjá hvernig allt saman hófst. 67 00:06:12,270 --> 00:06:15,770 Og hann gæti leyst ráðgátuna um vaxandi útþenslu alheimsins 68 00:06:15,770 --> 00:06:20,160 — þá dularfullu staðreynd að vetrarbrautir fjarlægjast hver aðra 69 00:06:20,160 --> 00:06:22,640 með sívaxandi hraða. 70 00:06:34,550 --> 00:06:38,910 Stjörnufræði er stór vísindagrein, grein stórra ráðgáta. 71 00:06:38,910 --> 00:06:40,500 Er líf utan jarðar? 72 00:06:40,500 --> 00:06:42,760 Hvernig varð alheimurinn til? 73 00:06:43,890 --> 00:06:48,980 Nýi risasjónauki ESO mun hjálpa okkur að skilja. 74 00:06:48,980 --> 00:06:53,000 Okkur vantar enn nokkuð upp á, en biðin styttist. 75 00:06:53,000 --> 00:06:54,310 Svo hvað er næst? 76 00:06:54,310 --> 00:06:55,910 Það veit enginn. 77 00:06:55,910 --> 00:06:58,970 En ESO er reiðubúin fyrir ævintýrið. 78 00:07:31,160 --> 00:07:34,970 Þetta er Dr J sem kveður úr þessum aukaþætti ESOcast. 79 00:07:34,970 --> 00:07:38,300 Fylgstu með nýjum stjarnfræðilegum ævintýrum í næsta þætti. 80 00:07:40,730 --> 00:07:42,000 ESOcast er framleitt af ESO 81 00:07:42,000 --> 00:07:44,000 Stjörnustöð Evrópulanda á suðurhveli. 82 00:07:44,910 --> 00:07:46,000 ESO, Stjörnustöð Evrópulanda á suðurhveli, 83 00:07:46,000 --> 00:07:48,000 eru fremstu fjölþjóðlegu stjarnvísindasamtök heims. 84 00:07:48,000 --> 00:07:50,000 ESO er afkastamesta stjörnustöð heims, bæði meðal sjónauka á jörðinni og í geimnum. 85 00:07:53,480 --> 00:07:58,490 Handrit ESO; þýðing Sævar Helgi Bragason.