1 00:00:02,000 --> 00:00:04,000 Þetta er ESOcast! 2 00:00:04,000 --> 00:00:08,000 Vísindi í fremstu röð og lífið á bakvið tjöldin hjá ESO, 3 00:00:08,000 --> 00:00:10,000 Stjörnustöð Evrópulanda á suðurhveli, 4 00:00:11,000 --> 00:00:18,000 könnun á undrum alheimsins með þáttarstjórnandanum Dr. J., sem einnig er þekktur sem Dr Joe Liske. 5 00:00:20,000 --> 00:00:23,000 Komið þið sæl og verið velkomin í þennan aukaþátt ESOcast. 6 00:00:24,000 --> 00:00:27,500 Í aðdraganda 50 ára afmælis ESO í október 2012 7 00:00:27,500 --> 00:00:30,000 munum við sýna átta sérstaka aukaþætti 8 00:00:30,000 --> 00:00:35,000 um fyrstu 50 árin í rannsóknum ESO á suðurhimninum. 9 00:00:40,000 --> 00:00:44,000 Alheimur í öðru ljósi 10 00:00:51,000 --> 00:00:52,300 Góð tónlist, ekki satt? 11 00:00:53,440 --> 00:00:55,800 En hugsaðu þér að þú værir heyrnarskert(ur). 12 00:00:55,800 --> 00:00:59,330 Hvað ef þú heyrðir ekki lágtíðnina? 13 00:01:00,660 --> 00:01:02,460 Eða hátíðnina? 14 00:01:04,260 --> 00:01:06,950 Stjörnufræðingar voru eitt sinn í svipuðum sporum. 15 00:01:07,650 --> 00:01:12,960 Mannsaugað greinir aðeins lítinn hluta af allri geislun í alheiminum. 16 00:01:12,960 --> 00:01:16,980 Við sjáum ekki ljós sem hefur styttri bylgjulengdir en fjólubláar bylgjur 17 00:01:16,980 --> 00:01:19,040 eða lengri en rauðar bylgjur. 18 00:01:19,770 --> 00:01:22,890 Við greinum einfaldlega ekki alla alheimssinfóníuna. 19 00:01:25,000 --> 00:01:30,500 Árið 1800 uppgötvaði William Herschel innrautt ljós eða varmageislun. 20 00:01:34,080 --> 00:01:37,130 Í dimmu herbergi sérðu mig ekki. 21 00:01:38,000 --> 00:01:42,580 En ef þú setur á þig innrauð gleraugu „sérðu“ líkamshita minn. 22 00:01:45,690 --> 00:01:51,790 Á sama hátt sjá innrauðir sjónaukar fyrirbæri í geimnum sem eru of köld til að gefa frá sér sýnilegt ljós, 23 00:01:51,790 --> 00:01:56,380 eins og dökk gas- og rykský þar sem stjörnur og reikistjörnur verða til. 24 00:02:05,500 --> 00:02:06,570 Í áratugi 25 00:02:06,570 --> 00:02:09,250 hafa stjörnufræðingar ESO viljað kanna alheiminn 26 00:02:09,250 --> 00:02:11,170 í innrauðum bylgjulengdum. 27 00:02:11,910 --> 00:02:14,850 Fyrstu nemarnir voru litlir og þar af leiðandi afkastalitlir. 28 00:02:15,490 --> 00:02:18,610 Þeir gáfu okkur þokukennda sýn á himininn í innrauðu ljósi. 29 00:02:20,890 --> 00:02:24,530 Innrauðar myndavélar nútímans eru stórar og öflugar. 30 00:02:24,530 --> 00:02:29,410 Þær eru kældar niður í mjög lágt hitastigi til að auka næmnina. 31 00:02:31,000 --> 00:02:35,820 Og Very Large Telescope ESO er hannaður til að nýta þær til fulls. 32 00:02:40,710 --> 00:02:47,580 Sumar tæknibrellur stjörnufræðinga, eins og víxlmælingar, virka aðeins í innrauðu ljósi. 33 00:02:49,950 --> 00:02:54,190 Við höfum víkkað sjóndeildarhring okkar og séð alheiminn í nýju ljósi. 34 00:02:57,860 --> 00:03:03,820 Þessi dökki hnoðri er ský úr geimryki sem hylur stjörnurnar í bakgrunni. 35 00:03:03,820 --> 00:03:08,530 En í innrauðu ljósi getum við horft í gegnum rykið. 36 00:03:10,560 --> 00:03:14,040 Hér sérðu Sverðþokuna í Óríon, stjörnuhreiður. 37 00:03:14,040 --> 00:03:18,470 Flest nýfæddu ungstirnin eru falin í rykskýjum. 38 00:03:18,470 --> 00:03:24,720 Aftur kemur innrautt ljós til hjálpar og sýnir stjörnur í mótun! 39 00:03:35,920 --> 00:03:39,730 Við ævilok blása stjörnurnar út gasblöðrum. 40 00:03:39,730 --> 00:03:43,450 Þær eru einstaklega fallegar í sýnilegu ljósi 41 00:03:43,450 --> 00:03:47,630 — en á innrauðu myndinni sjást miklu fleiri smáatriði. 42 00:03:49,980 --> 00:03:52,320 Gleymdu ekki stjörnunum og gasskýjunum 43 00:03:52,320 --> 00:03:57,310 sem risasvartholið í hjarta Vetrarbrautarinnar er að gleypa. 44 00:03:57,310 --> 00:04:00,990 Þetta sæjum við aldrei án innrauðra myndavéla. 45 00:04:03,170 --> 00:04:04,320 Í öðrum vetrarbrautum 46 00:04:04,320 --> 00:04:09,460 hafa rannsóknir á innrauðu ljósi sýnt dreifingu stjarna á borð við sólina okkar. 47 00:04:12,410 --> 00:04:16,089 Fjarlægustu vetrarbrautir alheims er aðeins hægt að rannsaka í innrauðu. 48 00:04:16,089 --> 00:04:19,000 Ljós þeirra hefur færst yfir á þessar löngu bylgjulengdir 49 00:04:19,269 --> 00:04:21,500 af völdum útþenslu alheimsins. 50 00:04:23,890 --> 00:04:28,230 Ofan á litlum fjallstindi skammt frá Paranal er einangruð bygging. 51 00:04:28,910 --> 00:04:32,500 Innan í henni er hinn 4,1 metra breiði VISTA sjónauki. 52 00:04:32,970 --> 00:04:36,520 Hann var smíðaður í Bretlandi, tíunda aðildarriki ESO. 53 00:04:44,100 --> 00:04:47,230 Nú um stundir sér VISTA aðeins innrautt ljós. 54 00:04:47,230 --> 00:04:51,990 Á sjónaukanum er risavaxin myndavél, álíka þung og pallbíll. 55 00:04:52,460 --> 00:04:58,540 Og já, VISTA gefur okkur einstakar myndir af alheiminum í innrauðu. 56 00:04:59,880 --> 00:05:03,700 Frá upphafi, fyrir 50 árum síðan, hefur ESO gert rannsóknir í sýnilegu ljósi. 57 00:05:06,840 --> 00:05:09,850 Og innrauðar rannsóknir í um þrjátíu ár. 58 00:05:15,200 --> 00:05:18,040 En það er ýmislegt fleira mælanlegt í alheimssinfóníunni. 59 00:05:20,000 --> 00:05:24,200 Í fimm þúsund metra hæð yfir sjávarmáli, hátt í Andesfjöllum Chile, 60 00:05:24,200 --> 00:05:26,400 er Chajnantor hásléttan. 61 00:05:27,920 --> 00:05:30,720 Þar rísa stjarnvísindin hæst. 62 00:05:34,020 --> 00:05:36,740 Chajnantor er heimili ALMA 63 00:05:38,030 --> 00:05:41,240 – Atacama Large Millimeter/submillimeter Array. 64 00:05:42,280 --> 00:05:44,160 ALMA er enn í smíðum 65 00:05:44,650 --> 00:05:48,020 á stað sem er svo fjandsamlegur að jafnvel erfitt er að draga andann! 66 00:05:51,210 --> 00:05:54,140 Þegar aðeins tíu af 66 loftnetum höfðu verið sett upp 67 00:05:54,140 --> 00:05:58,660 gerði ALMA sínar fyrstu mælingar haustið 2011. 68 00:06:03,080 --> 00:06:09,050 Millímetrabylgjur utan úr geimnum. Til að greina þær þarf að fara hátt yfir sjó á þurran stað. 69 00:06:09,050 --> 00:06:13,810 Chajnantor er einn besti staður heims fyrir slíkt. 70 00:06:18,580 --> 00:06:24,360 Köld gas- og rykský verða sýnileg þegar vetrarbrautir rekast saman. 71 00:06:24,870 --> 00:06:29,440 Þetta eru ekki staðir þar sem stjörnur fæðast, heldur þar sem þær eru getnar. 72 00:06:32,540 --> 00:06:36,170 Og þessar þyrilbylgjur í útstreymi deyjandi stjörnu 73 00:06:36,170 --> 00:06:39,210 — gætu þær verið vegna reikistjörnu? 74 00:06:43,750 --> 00:06:45,480 Með því að breyta því hvernig við sjáum alheiminn, 75 00:06:45,480 --> 00:06:49,710 færumst við nær uppruna reikistjarna, stjarna og vetrarbraut. 76 00:06:50,310 --> 00:06:53,500 Að alheimssinfóníunni í heild sinni. 77 00:07:03,500 --> 00:07:07,600 Þetta er Dr. J sem kveður úr þessum aukaþætti ESOcast. 78 00:07:07,600 --> 00:07:10,730 Fylgstu með nýjum stjarnfræðilegum ævintýrum í næsta þætti. 79 00:07:13,460 --> 00:07:15,000 ESOcast er framleitt af ESO, 80 00:07:15,000 --> 00:07:16,500 Stjörnustöð Evrópulanda á suðurhveli. 81 00:07:16,500 --> 00:07:18,940 ESO, Stjörnustöð Evrópulanda á suðurhveli, 82 00:07:18,940 --> 00:07:21,000 eru fremstu fjölþjóðlegu stjarnvísindasamtök heims, 83 00:07:21,000 --> 00:07:22,500 sem hannar, smíðar og starfrækir öflugustu stjörnustöðvar veraldar. 84 00:07:25,970 --> 00:07:30,070 Handrit ESO; þýðing: Sævar Helgi Bragason